Er nóg að vera snoppufríður frambjóðandi?

friða og dýrið

Útsvar, Kastljós og fréttakynningar í sjónvarpi opna leiðina í forsetaembætti fyrir snoppufríðar stelpur. Hinar sitja eftir, þær sem ekki teljast hafa útlitið með sér og þær sem ekki hafa fengið svona fína sjónvarpsþætti til að spóka sig í. Og hvað hefur Þóra Arnórsdóttir sér til ágætis? Ugglaust er það fjölmargt rétt eins og allir aðrir sem þó hafa ekki haft sjónvarpið til hjálpar.

Hins vegar er ekki svo að hún hafi kynnt sig með öðru en spurningalista sem aðrir hafa samið, fréttapistlum sem hún eða aðrir eiga höfundaréttinn að og lestur frétta annarra. Niðurstaðan er einfaldlega sú að sjónvarpið opnar dyr jafnt fyrir þá sem ekkert hafa til brunns að bera sem og þá sem hafa það. Og hvað veit fólk um konuna. Þegar öllu er á botninn hvolft vita fæstir neitt um Þóru, hún er bara þekkt „nóboddí“ eins og sumir fjölmiðlamenn segja stundum um óþekkta einstaklinga.

Vissulega vakti Kristján Eldjárn athygli á sér fyrir þættina Muni og minja í sjónvarpinu. Munurinn á honum og öðrum er að að hann var höfundurinn, samdi þættina og kynnti. Hann var þekktur í sínu starfi, höfundur bóka og rita í faginu. Ekki var hann beinlínis snoppufríður enda aldrei spurt um það á þeim tíma.

Hver ertu og hvað hefurðu gert? hljóta kjósendur að spyrja - en margir gera það ekki. Sumir lesa bara fyrirsagnirnar, hlusta ekki á fréttir, þekkja bara fræga fólkið í gegnum Séð og heyrt og lesa Allt for damene.

Því miður hefur enginn hefur farið þess á leit við Sigmar Guðmundsson að hann gefi kost á sér til forseta. Hann er líklega ekki nógu snoppufríður til að eiga hættu að að skorað verði á hann. Veltum því fyrir okkur eitt stundarkorn hvernig leikar myndu nú fara ef þau tvö Útsvars- og fréttamennirnir Þóra og Sigmar myndu gefa kost á sér. Ég myndi veðja á Fríðu en ekki dýrið en persónulega myndi ég kjósa hvorugt, frekar einhvern sem ég þekkti einhver deili á. Gef sem sagt ekkert fyrir útlitið, snoppufrítt eða hitt.

 


mbl.is Kurteisi að íhuga framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Hún er allt of ung í þetta embætti að mínu áliti.

Birgir Örn Guðjónsson, 25.3.2012 kl. 18:22

2 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

Við höfum einhverja mánuði til að komast að því hver hún er ef hún fer fram og hvern mann hún hefur að geyma

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 25.3.2012 kl. 18:52

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þóra er bráðgáfuð stelpa með mikið við á viðskiptum, efnahagsmálum og samfélagsmálum.

Hún hefur farið með fjölmarga fyrirlestra á vegum FVH, Frjálsa Verslun, SA, SI og fleiri stöðum.

Þú ættir kannski að kynna þér betur hvað hún hefur gert og hversu hún er megnuð áður en þú tjáir þig næst.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 19:48

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, það er ekki nóg að vera "snoppufríður" en þetta orðalag í spurningunni er dæmigerð varðandi það sem notað er á niðurlægjandi hátt gagnvart konum.

Ég hef starfað í sjónvarpi í hátt í hálfa öld og Þóra er einfaldlega einhver hæfileikmesta manneskja sem ég hef kynnst. Það, að hún hefur aðlaðandi útlit sé ég sem bónus en ekki sem ástæðu fyrir sleggjudómum sem löng hefð er fyrir að nota til að gera lítið úr konum.

Ómar Ragnarsson, 25.3.2012 kl. 20:10

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bull er í þér maður. Ef ég veit ekkert um þessa konu, er líklegt að þannig sé ástatt um aðra? Geri fastlega ráð fyrir að flestir Íslendingar séu einhvers megnugir. Hvar hefur þessi þóra gert, ætla endilega að kynna mér það eftir þinni ábendingu?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2012 kl. 20:12

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Auðvitað er þetta rétt hjá þér, Ómar. En það er ekki nóg að nokkrir samstarfsmenn geri sér grein fyrir hæfileikunum. Ég hef til dæmis unnið með nokkrum mjöghæfileikaríkum mönnum og konum sem enginn hefur skorað á í framboð. Persónulega myndi ég geta kosið þig, veit nóg um stefnu þína og verk, veit um hæfileika þína. En Þóra er í mínum augum algjörlega óþekkt, aðeins snoppufríð stelpa í vinsælum sjónvarsþáttum, vissulega staðið sig vel sem slík, en er það nóg í forsetframboð? Og mikið má dómgreindarleysið vera ef hún telur vinsældirnar vera þess eðlis. Hvað hefur hún hingað til haft fram að færa sem gerir hana svo frambærileg? Við dæmum eftir gerðum og skoðunum?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2012 kl. 20:26

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessar færslur gefa til kynna að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um.

Það er bara mitt mat.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 21:30

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki hafa þessi innlegg þín verið upplýsandi á neinn hátt og því varla þakkar verð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2012 kl. 21:41

9 Smámynd: Adeline

Alveg rétt hjá Ómari.

Það er eiginlega doldið erfitt fyrir konu að vera bæði með útlitið með sér og einnig gáfurnar... því ef hún er of sæt þá skjóta kynsystur hennar og sumir karlmenn hana niður og segja hana ná árangri bara sökum útlits... og ef hún er ekki sæt en gáfuð þá afskrifa karlmenn hana sem ljótann feminista... eða kerlingu sem nöldrar...

En sjónvarpið skýtur vissulega fólki uppá stjörnuhimininn og gefur þeim miiikið forskot það er ekki hægt að neita því. 

Sigmar er góður kostur líka en ég held að sjónvarpsfólk sé ekki það sem við endilega viljum á Bessastaði.

Adeline, 26.3.2012 kl. 11:09

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér samt fyrir, Adeline, að segja ekki að ég sé að niðurlægja konuna, sem vissulega var ekki ætlunin. Tilgangurinn var fyrst og fremst að vekja athygli á því sem fleiri en ég vita ekki: Hverjir eru kostir konunnar, hvað hefur hún lagt til málanna, hvað gerir hana frambærilega (svona fyrir utan útlitið}?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.3.2012 kl. 11:15

11 Smámynd: Adeline

Já en hún er ekkert að gefa kost á sér er það nokkuð?

-að því gefnu, eigum við varla rétt á að vita allt um hvar hún stendur pólitískt séð o.s.frv. ? :/ 

Adeline, 26.3.2012 kl. 11:17

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Veit ekki hvort hún gefur kost á sér. Það væri svo sem ekkert slæmt. Vildi þó gjarnan vita hvort eitthvað sé að baka hugsanlegu framboði annað er vinsældir sem sjónvarpsmanns.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.3.2012 kl. 11:20

13 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ég sé þess hvergi getið að Þóra Arnórsdóttir hins bráðgáfaða og snjalla manns Arnórs Hannibalssonar. Það vil ég meina að sé henni til tekna að hafa alist upp í vernd þess sköruglega manns.

Sigurður þú mannst væntanlega eftir því þegar Arnór fletti ofan af tvískinnungi ungra stjórnmálamanna sem lærðu í Rússlandi og öðrum slíkum ríkjum, en vildu koma þjóðskipulaginu sem þeir sáu að var meingallað og mannskemmandi, upp á íslensku þjóðina.

Það var mikið manndómsverk sem Arnór kom þar til leiðar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.3.2012 kl. 17:31

14 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Fyrirgefðu, ég ætlaði að segja að Þóra væri dóttir hins bráðgáfaða ...

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.3.2012 kl. 17:32

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, nafni. Ég geri mér grein fyrir því að hún er vel ættuð og án efa föðurbetrungur. Svo mikið sem ég veit um föðurinn veit ég ekkert um skoðanir dótturinnar eða hvað það er sem gerir hana frambærilega. Um lögreglumanninn sem býður sig fram veit ég ekki heldur neitt. Sá er án efa vel ættaður og virðist líka snoppufríður. Það er bara ekki nóg í hans tilviki frekar en Þóru.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.3.2012 kl. 17:39

16 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hér eru upplýsingar um lögreglumannin sem hefur boðið sig fram. Hann heitir Jón Lárusson. 

http://www.jonlarusson.is/

Þóra opnar einnig án efa heimasíðu taki hún ákvörðun um að bjóða sig fram. Það er dýt að bjóða sig fram svo ég vona að það fái bara að nægja að fólk hafi heimasíður með upplýsingum um sjálft sig fyrir alla þá sem vilja upplýsingar um frambjóðendur. Ekki gott ef himinhár kostnaður kemur í veg fyrir að áhugasamt og frambærilegt fólk bjóði sig fram. Framboð ÓRG kostaði 90 milljónir árið 1996 og samt var hann þekkt andlit, hann var t.d. með sjónvarpsþátt ( svo hann og Þóra eiga það sameiginlegt, bæði á RÚV) ásamt því að fólk sá hann oft í fjölmiðlum vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Samt þurfti hann að eyða svo miklu í forsetaframboð sitt til að ná kjöri. En þá var netið ekki svona útbreitt eins og nú er svo vonandi að hægt sé að gera góða hluti fyrir upphæðir sem ráðandi er við. 

Nú er hægt að nota Toutube, Facebook, Twitter ofl. síður sem allar eru fríar og mikið notaðar hér á landi ( og víðar en það breytir engu með okkar kosningar). 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 17:57

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

SEGI EKKI ANNAÐ EN ÞAÐ; " ÉG ER ORÐLAUS"

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2012 kl. 09:08

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er sammála þér að mörgu leyti hérna. Vil reyndar hvorki sjónvarpsmann eða konu á Besssastaði.

Ég styð Dr Herdísi Þorgeirsdóttur.

Hún er flottur frambjóðandi. Hefur allt í þetta starf. Sannarlega færnina, kjarkin, útgeislun. Hún hefur víðsýni heimsborgarans, auk lífsreynslu, þroska og innsæi sem skiptir miklu máli. 

Hún yrði góður forseti.

Vona innilega að hún taki þennan slag. 

Marta B Helgadóttir, 27.3.2012 kl. 15:20

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Auk þess vil ég nefna að hún hefur engin tengsl við íslensku flokkapólitíkina sem mér persónulega finnst kostur þegar velja skal forseta allrar þjóðarinnar. 

Marta B Helgadóttir, 27.3.2012 kl. 15:21

20 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Herdís er mjög frambærileg, Marta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.3.2012 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband