Tölvulinkir sem auðvelda manni lífið

Ég á mér mörg áhugamál og nota tölvuna óspart til að halda tölu á öllum áhugaverðum tenglum sem ég hef komið mér upp. Ætla má að ég sé með hátt í eitt þúsund tengla á Safari vafranum mínum. Þá hef ég flokkað eftir efni. 

Daglega fer ég inn á fjölmarga vefi, en reyni helst að nýta mér RSS þjónustuna. Flestir bloggarar hafa sett RSS linka á síðuna sína og því kemur sjálfkrafa tilkynningu um nýja pistil. Þetta er til mikils hagræðis og þæginda. Reyndar veldur það mér ferlegum leiðindum að nokkrir góðir pistlahöfunda gera þetta ekki og þar af leiðandi gleymir maður þeim oft.

Hér til hliðar hef ég sett nokkra af mínum eftirlætisbloggum. Ég hef flokkað þau í

  • Áhugavert
  • Fjármál
  • Fyrirtæki
  • Jarðfræði
  • Stjórnmál
  • Sveitarfélög
  • Veðurfræði 

Eflaust get ég bætt við enn fleiri flokkum. Ég nota Makka tölvu og er með tugi tengla um þessar tölvur og nota suma reglulega. Fjölda tenglar eru í flokkum um ferðaþjónustu, fjöll og landsvæði, hlaup, ljósmyndir, náttúruvernd, óbyggðir og örnefni, útiveru og ferðalög, byggðamál og fleira og fleira. Það er langt í frá að ég fari reglulega inn á fjölmarga tengla en mér þykir gott að geta náð í efni og upplýsingar með skömmum fyrirvara ef á þarf að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband