Grýla ráðkastast með jólasveinanna

Vandræðin innan VG, Jónsmál, ESB og almenn stefna flokksins, eru farin að koma niður á getu Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann hefur hingað til viljað koma fram sem landsföðurlegur og ábyrgur. Það hefur hins vegar ekki alltaf tekist.

Nú bregður hins vegar svo við að hann er farinn að vanrækja skyldur sínar í fjármálaráðuneytinu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir hann harðlega fyrir að „gleyma“ að gera ráð fyrir kostnaði upp á 11,2 milljarða króna vegn ríkisvæðingar á SpKef inn í fjárlög. 

Ríkisendurskoðun strýkur Steingrími blíðlega og hælir fyrir skáldagáfuna. Steingrímur ætlar að 7,6 milljarðar króna komi fyrir sölu ríkiseigna. Það finnst Ríkisendurskoðun heldur liðlega krítað.

Uppáhaldsumræðuefni fjölmiðla síðustu áratugi endaði með því að Ögmundur Jónasson, sérstakur klofninsráðherra ríkisstjórnarinnar fékk í henni samþykkt að byggt yrði nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Fjármálaráðherra hefur launað Ögmundi greiðann og gerir ekki ráð fyrir krónu í þá framkvæmd.

Jón Bjarnason fékk að finna til tevatnsins vegna einhverra plagga um lög um fiskveiðar og var laminn með þeim útaf ESB ... Steingrímur vanrækti hins vegar starf sitt sem ritstjóri fjárlagafrumvarpsins en fær varla bágt fyrir enda er hann höfuð flokkseigendafélags Vinstri grænna og fer sínu fram sem slíkur. Hann er eins og Grýla sem ráðkastast með jólasveinanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband