Ómerkilegur vaðall í Helga Hjörvar

Bankasýsla ríkisins var sett á stofn til að koma bankamálunum lengra en armur fjármálaráðherra nær og forðast þannig pólitísk afskipti. Þau hafa oft verið talin óeðlileg og af mörgum ígildi spillingar. Um það má hins vegar deila. 

Þeir sem hæst göptu um pólitísk afskipti gerðast nú sekir um pólitísk afskipti. Ekki aðeins fjármálaráðherra heldur líka naglar eins og alþingismaðurinn Helgi Hjörvar. Hann er á móti þeim sem var ráðinn forstjóri Bankasýslunnar. Líklega vegna þess að nýi forstjórinn var aðstoðarmaður ráðherra á sínum tíma. Hvað maðurinn hafði gert af sér er ekki ljóst. Hins vegar er vitað hvað rök Helgi hefur fyrir því að aðferðafræðin við ráðningu forstjórans hafi verið röng. Hann er bara á móti, svona pólitískt séð.

Ég ber ekki hag nýráðins forstjóra Bankasýslu ríkisins fyrir brjósti. Hitt finnst mér alvarlegra þegar stjórn stofnunar segir af sér vegna pólitískra afskipta þingmanna og ráðherra af faglegum störfum þeirra.

Hálfkveðnar vísur eins og þessi segir meira um höfundinn en þá sem um er rætt:

Ef athafnir manna þola ekki umfjöllun úr ræðustóli Alþingis, þá bendir það til þess að þær athafnir hafi ekki staðið sérlega traustum fótum.

Þessu má auðveldlega snúa á Helga Hjörvar sem virðist enga þekkingu hafa á Bankasýslunni. Mjög auðveld er að semja ræðu eins og maðurinn gerir í viðtalinu við mbl.is og fara í kringum málið án þess að taka á aðalatriðum þess. Þannig ræða verður bara ómerkilegur vaðall.


mbl.is Þarf að endurreisa trúverðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband