Bull og vitleysa á mbl.is

Mikið ansi er ég hræddur um að mbl.is sé að verða sér til skammar. Frétt um eins stigs jarðsskjálfta á sex metra dýpi í Mýrdalsjökli slær út flestar vitleysur sem áður hafa birtst á fréttasíðunni. Af nógu er þó að taka.

Meira að segja hinir grafalvarlegu og húmorslausu jarðfræðingar Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands bresta eflaust í hlátur með líkamsskjálfta upp á 2 á Richter við lestur fréttarinnar

Staðreyndin er sú að svona litlir jarðskjálftar heyra ekki til tíðinda. Önnur staðreynd er sú að klukkan 01:13 í nótt varð skjálfti upp á 1,2 á Richter og mældust upptök hans á 6,7 km dýpi skv. vefsíðu Veðurstofunnar. Næst skjálfti varð ekki fyrr en kl. 07:30.

Jarðskjálfti upp á 3,3 á Richter mældis hins vegar kl. 07:13 á mánudagsmorgunn, upptökin voru á 1,1 km dýpi, 4,9 km austnorðaustur af Goðabungu, það er í Kötluöskjunni. Hann gæti hafa fundist í Kerlingardal austan við Vík. Sá dalur er hins vegar langur og óvíst hvort margir hafi verið þar utan gestir og starfsfólk á hótel Höfðabrekku.

Sem sagt, frétt mbl.is er ekki einungis tilbúningur, heldur er hún efnislega rugl og vitleysa. Ritstjórn vefsins er hér með ráðlagt að vanda sig betur.


mbl.is Vægur skjálfti í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband