Er bjartari tíð framundan hjá Iceland Express?

Í morgun, laugardag, las ég aldrei þessu vant góða grein í Fréttablaðinu. Viðtal við Birgi Jónsson, nýjan forstjóra Iceland Express.

Á undanförnum mánuðum hef ég tjáð mig dálítið um Iceland Express og gagnrýnt ýmislegt og þá sérstaklega framkomu stjórnenda þess sem kennt hafa öllum öðrum um mistök og vandamál en sér sjálfum. Ástæðan fyrir gagnrýni minni er sú að ég hef dálítið ferðast með IE og oftast líkað vel og fullyrða á að sá er vinur sem til vamms segir.

Í viðtalinu við Birgi Jónsson, forstjórra IE, bregður nýrra við. Frískur strákur tekur við stjórnartaumum og hefur skoðanir sem hann liggur ekki á. Hann lofar mörgu og ætlar að fara eftir bókinni sem þeir sem numið hafa viðskipti er fullkunnugt um, en margir hverjir hafa kosið að líta framhjá:

 

  1. Fyrirtækið á að tileinka sér stundvísi, seinkunum á að fækka 85-90% á réttum tíma í haust
  2. Flugferðir verða ekki felldar niður
  3. Engar yfirbókanir
  4. Farangur farþega á að fylgja þeim alla leið
  5. Nægur matur á að standa farþegum til boða meðan á flugi stendur
  6. Auka á bil milli sæta, einfalt atriði sem vekur ánægju farþega
  7. Endurskipulagning á rekstrinum
  8. Aukin arðsemi án þess að skaða orðstí fyrirtækisins

 

Í sjálfu sér er þetta ekki óviðráðanlegt verkefni fyrir skynsaman forstjóra og gott samstarfsfólk. Grundvallaratriðið er eins og fyrr að líta á farþegana, viðskiptavini, fyrirtækisins sem vini, ekki sauði sem hægt er að smala saman með lygilegum auglýsingum.

Vandi Birgis er hins vegar fólginn í rekstrarformi Iceland Express og þar af leiðandi þarf að treysta á verktaka af ólíku tagi. Fyrirtækið leigir flugvélar, kaupir aðstöðu á flugvöllum í Ameríku og Evrópu en er hvergi með eigin starfsfólk nema á Íslandi og um borð í flugvélunum.

Líklega eru margir verktakanna óábyrgir og eins kann að vera að IE hafi ekki staðið við sinn hluta samninga. Þetta er hins vegar allt smáatriði á móti algjörri viðhorfsbreytingu í stjórnun. Öll mistök er hægt að laga og þá er leiðin greið svo fremi sem orðum fylgi efndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband