Árin tvö sem fariđ hafa til spillis

Af nokkrum góđum greinum í Morgunblađinu í morgun vil ég nefna grein eftir Sigmund Davíđ Gunnlaugsson. Hann rćđir um rekstur ríkisins og starf ríkisstjórnarinnar og kemur međ sláandi upplýsingar, allt annađ en ráđherrar ríkisstjórnarinnar guma af. Hann segir:

Ţrátt fyrir síendurteknar skattahćkkanir og ný gjöld hafa tekjur ríkisins lítiđ aukist. Á sama tíma reynist erfiđara fyrir heimili og fyrirtćki ađ standa undir útgjöldum og fjárfesting dregst enn saman. Hlutfall fjárfestingar af landsframleiđslu er nú hiđ lćgsta frá ţví ađ mćlingar hófust. Hlutfalliđ ţyrfti ađ hćkka um helming bara til ađ halda í horfinu. Ţrátt fyrir ţađ standa stjórnvöld í vegi fyrir fjárfestingu, skapa sterka öfuga hvata og óvissu um skattkerfiđ, en fátt er betur til ţess falliđ ađ fćla frá fjárfesta.

Hallinn á rekstri ríkisins nam á síđasta ári 8 prósentum af landsframleiđslu. Til samanburđar var hallinn í Grikklandi 10,5%. Á Spáni, ţar sem atvinnuleysi er vel yfir 20%, var hallinn 9,2% og 4,6% á Ítalíu. Sé litiđ til tekna ríkisins nam hallinn á ríkissjóđi Íslands 26% af tekjum ríkisins.

Og Sigmundur bendir á ađ landiđ hafi átt margra kosta völ í kjölfar hrundins en greinilegt er ađ núverandi ríkisstjórn kunni ekki ađ grípa tćkifćriđ:

Eftir efnahagshruniđ varđ Ísland á margan hátt kjörlendi fjárfestingar. Gjaldmiđillinn er ódýr, laun afar samkeppnishćf, nćgt laust vinnuafl, sterkir innviđir, fríverslunarsamningar viđ lönd um allan heim, nćg umhverfisvćn orka (samanber áćtlun Landsvirkjunar um umhverfisvćna orkuvinnslu) og auk ţess er stađsetning landsins nú ađ verđa kostur frekar en galli í framleiđslu á útflutningsvörum. Erlendir og innlendir fjárfestar komu snemma auga á ţetta og margir töldu ađ Ísland yrđi fyrsta landiđ til ađ vinna sig út úr kreppunni. Kolröng efnahagsstefna og pólitísk óvissa hefur hins vegar valdiđ ţví ađ tvö og hálft ár hefur fariđ til spillis. Fjölmörg stór verkefni og ţúsundir starfa eru enn í biđstöđu eđa hafa veriđ slegin af vegna ţess ađ stjórnvöld viđhalda varanlegri óvissu um lagasetningu, skattastefnu og orkuframleiđslu. Ţađ segir ţó sína sögu um ţá möguleika sem eru til stađar ađ erlendir fjárfestar hafa ađ undanförnu keypt fasteignir á Íslandi vegna ţess hvađ gjaldmiđillinn er ódýr. Fáir ţora hins vegar ađ fjárfesta í atvinnusköpun á međan pólitísk óvissa og ađgerđaleysi er jafn mikiđ og raun ber vitni.

 Viđ ţetta er lítiđ ađ bćta. Sigmundur hefur rétt fyrir sér, ţví miđur. 

Í lokin segir hann ţó:

Hćgt er ađ snúa ţróuninni viđ og ţađ ţarf ađ gerast hratt ţví ađ ţegar fjármálakrísan hefst aftur fyrir alvöru í Evrópusambandslöndunum, og líklega í Bandaríkjunum, getur stađa okkar orđiđ mjög erfiđ.

Leysa ţarf úr skuldamálunum međ almennum og skýrum reglum. Einfalda ţarf skattkerfiđ og taka upp lagasetningu og skattkerfi sem hvetur til fjárfestingar og atvinnusköpunar.  

Auđvitađ er útilokađ ađ ríkisstjórnin snúi viđ blađinu. Öll orkan fer í ađ sannfćra landsmenn um ađ hún standi sig svo óskaplega vel og halda stólunum ţrátt fyrir ađ meirihluti hennar hafi hruniđ og hún hangi núna á einum ţingmanni - ef ţingmann skyldi kalla.

Atvinnuleysiđ hefur minnkađ, sem auđvitađ er rétt vegna ţess ađ svo margir hafa falliđ af atvinnuskrá vegna ţess ađ ţeir eru búnir ađ vera „of lengi“ ţar og svo er ţađ allur ţessi fjöldi sem hefur einfaldlega flúiđ land. 

Skuldamál heimilanna hafa veriđ „leyst“ ... eđa ţannig. Eignabruninn verđur ekki leiđréttur ef marka má orđ forsćtisráđherra. Ekkert fleira verđur gert fyrir heimilin en ađ lög voru sett sem eiginleg gengu ţvert á dóm hćstaréttar frá ţví í fyrra og voru til ţess eins ađ gćta hagmuna kröfueigenda.

Verđmćtasköpun ţjóđarbúsins hefur minnkađ vegna óhóflegrar skattheimtu fyrirtćkja og ekki síđur einstaklinga. Fyrirtćkjum er gróflega mismunađ. Ţau sem lent hafa í gjaldţroti eru hreinsuđ af skuldum og seld, og keppa ţannig viđ ţau sem reynt hafa ađ halda sjó og standa sig.

Og norrćna velferđarstjórnin stingur nú höfđinu í gin ESB og ţykist ćtla ađ lifa á Evru og styrkjum ţessa alrćmda ríkjasambands.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband