Fylgjandi gegnsæi um allt nema ...

Er það nú ekki dæmigerður tvískinnungur að hafa unnið við að birta frétt um tekjur þúsunda Íslendinga en kveinka sér undan því að lenda sjálfur í annarri slíkri. 

Blaðamaður að nafni Þórarinn Þórarinsson, sem ég þekki hvorki haus né sporð á, ritar eftirfarandi á bloggsíðu sína, badabing.is, undir fyrirsögninn „Hefnd Frjálsrar verslunar“:

Eins og ég er nú fylgjandi gegnsæi á öllum sviðum samfélagsins og þá ekki síst því að álagningaskrár skuli liggja fyrir hunda og manna fótum síðsumars ár hvert þá kann ég Frjálsri verslun litlar þakkir fyrir að birta tekjur mínar á síðasta ári í Tekjublaði sínu. Þar sem í raun ekkert hefur breyst hér eftir hrun er manngildið enn metið í milljónum og milljörðum króna og það er mér ekki til framdráttar að verið sé að flagga tekjum mínum á ári sem ég var bæði atvinnulaus og skrifaði bók sem seldist ekki vel.

Mér finnst þetta eiginlega bráðfyndið að náunginn sem er „fylgjandi gegnsæi á öllum sviðum samfélagsins“ kveinki sér undan því að aðrir viti um tekjur hans. Og ég er fyllilega sammála honum. Hef ekki hugmynd um tekjur mannsins og vil ekki vita neitt um þau mál. Hef raunar ekki áhug að hnýsast í fjármál annarra, hvort sem þeir eru útrásarvíkingar eða blaðamenn.

Þrátt fyrir fyrirsögnina nær Þórarinn aldrei að gera meinta hefnd Frjálsrar verslunar að aðalatriðinu.

Vefþjóðviljinn veltir á athyglisverðan hátt fyrir sér birtingum á tekjum fólks samkvæmt opinberum skattskrám og bendir á að hægt sé að ganga lengra:

Hvenær ætli bótaþegaskrá ríkisins verði birt opinberlega? Jón Jónsson þáði í fyrra eina komma sex milljónir króna í atvinnuleysisbætur, sem kunningjum hans þykir mjög forvitnilegt því þeir vita ekki betur en hann vinni í raun sem aðstoðarmaður á bílaverkstæði mágs síns og hafi gert lengi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband