Ætluðum að moka skalfinum úr skarðinu

Einhvern tímann á þeim árum er við í heita pottinum fimbulfömbuðu sem mest um skaflinn efst í Gunnlaugsskarði en veðurfræðingar og blaðamenn voru fjarri góðu ganni ... datt okkur nokkrum í hug að þörf væri á breytingum. Við ætluðum að skrölta þarna upp í skarðið með skóflur og hrífur og breyta fjalli.

Ekki þarf mikið að gera, leysa aðeins upp í skaflinum, dreifa úr honum og nokkrum dögum síðar myndi hann heyra sögunni til. Þá hefði nú aldeilis heyrst hljóð úr heita pottinum, menn slægju sér á lær og býsnuðust yfir hlýnun jarðar. Á meðan myndum við sitja hljóðir hjá og glotta því glotti sem aðeins þeir renna á andlit sér sem betur vita.

Hins vegar varð aldrei neitt úr framkvæmdum. Helv... burður að flækjast þetta með skóflur upp á Esju og svo er skaflinn merkilega of stór fyrir skrifstofumenn sem ekki hafa unnið líkamlega vinnu frá því á námsárunum.

Svona fer nú oft með hinar bestu hugmyndir, framkvæmdina vantar.

Og löngu síðar fattaði maður að Páll Berþórsson, veðurfræðingur, hefur notað skaflinn sem mælitæki frá því 1909 ... Ljótt er að hrekkja fólk. Jafna má saman því að moka skaflinum úr skarðinu og að fela hitamælinn fyrir veðurfræðingnum. Hann myndi ekki geta á sér heilum tekið næstu hundrað árin.


mbl.is Örlög skaflsins enn óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband