Boragarstjórnarmeirihlutinn skapar ljóta borg

Ég þekki mann sem er svona frekar latur og nískur og hann viðurkennir það fúslega. Hann á stóran garð en hefur engan áhuga á garðverkunum og það sem meira er sinnir þeim ekki. Honum fannst hann því hafa himinn höndum tekið þegar því var gaukað að honum að ekki þyrfti að vera gras í garðinum. Hann lét því rífa upp grasið og flestar plöntur og setja í staðinn marglita möl. Þetta var ansi snoturt hjá honum.

Nokkru síðar gerðist það að alls kyns plöntur tóku að stinga upp kollinum í garðinum, arfar, sóleyjar, hundasúrur og njóli. Hann sá þá eftir öllu saman, fannst garðurinn vera ljótur með þessu njólum og örfum og enn verra að eltast við þessar plöntur til að halda ásýnd garðsins eins og hún var þegar mölin var nýkomin.

Sagan endaði á því að maðurinn lét taka mölina úr garðinum og setti aftur gras og plöntur. Svo réði hann einhverja garðaþjónustu til að slá og hirða um annan gróður. Hann er núna alsæll.

Meirihluti borgarstjórnar er latur. Hann nennir ekki að ráða skólafólk til að sinna hirðingu eins og alla tíð hefur verið gert. Meirihlutinn er líka nískur. Hann heldur að snyrtileg ásýn borgarinnar fari með fjárhaginn.

Meirihluti borgarstjórnar er enn að læra stjórnun. Hann var blautur á bak við eyrun og er það ennþá. Borgin er orðin ljót og það er meirihlutanum að kenna.


mbl.is Vilja minnka tún í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband