Héðinsfjarðargöng hafa sannað gildi sitt

Samgöngur eru grunnatriði í tilveru allra sveitarfélaga á landsbyggðinni. Viðbrögð fólks fyrir Í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum var eingin tilviljun þegar brúin fór af Múlakvísl í flóðinum um daginn. Allt byggist á góðum samgöngum; vegum, flugi og höfnum. Með flutningi á vegum á fólk víðast um land þess kost að fá ferska matvöru svo að segja daglega. Samgöngurnar eru nefnilega ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur byggist lífsviðurværi annarra líka á þeim.

Gunnar Birgissin þáverandi bæjarstjóri í Kópavogi og þingmaður var svo smekklegur að hann lýsti því yfir í grein í Morgunblaðinu að þegar Héðinsfjarðargöng voru á teikniborðinu að þau væru „vitlausasta framkvæmt Íslandssögunnar“.

Ég ritaði grein á móti 21. apríl 2005 og fyrirsögnin var „Vitlausasti þingmaðurinn?“.  tek það fram að þetta var ekki fullyrðing heldur fylgdi spurningarmerki á eftir. Í greininni er eftirfarandi:

Nauðsynlegt er að gera einfaldar athugasemdir við ummæli Gunnars þó ekki sé til annars en að benda á að þau endurspegla alls ekki skoðanir fjölmargra íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er mér til efs að þau eigi þar nokkurn hljómgrunn nema kannski hjá Errlistanum í Reykjavík sem hefur leiðst út í óþarfa andstöðu við landsbyggðarfólk.

Svona skrýtnar eru skoðanir þingmannsins.

1. Hann metur samgöngubætur eftir kjördæmum og íbúafjölda sem orkar að minnsta kosti tvímælis.

2. Hann vill etja saman höfuðborgarsvæði og landsbyggð í kappi um fjárveitingar til samgöngumála sem er ákaflega heimskulegt.

3. Hann hefur haft fjölmörg tækifæri til að ræða við samgönguráðherra um samgönguáætlunina en ræðst engu að síður opinberlega gegn honum með gífuryrðum sem er óskiljanlegt.

Vegabætur á landsbyggðinni teljast ekki byggðamál í þröngum skilningi þess orðs heldur miklu frekar þjóðarnauðsyn. Ákvörðun um framkvæmdir geta ekki byggst á íbúafjölda vegna þeirrar einföldu staðreyndar að víða er landslagið ráðandi þáttur. Þörf er málamiðlunar milli ólíkra sjónarmiða og sem slík er samgönguáætlunin mjög góð.

Auðvitað eru áherslur manna margar og mismunandi en skýr stefna verður hins vegar að vera til staðar. Í stað þess að standa í gamaldags kjördæmapoti ætti Gunnar að einbeita sér að því að vera þingmaður allra landsmanna, óháð búsetu.

Þrátt fyrir strákslega fyrirsögn er langt í frá að ég vilji vega að Gunnari persónulega en ummæli hans um Héðinsfjarðargöng eru engu að síður þau vitlausustu sem ég heyrt um í langan tíma. 

Til skýringar skal þess getið að sú samgönguáætlun sem um er rætt kom frá Sturlu Böðvarssyni, þaverandi samgönguráðherra, og samflokksmanni Gunnars Birgissonar.

Nú hefur Morgunblaðið birt ítarlega og góða samantekt um stöðu mála eftir að Héðinsfjarðargöng hafa verið tekin í notkun. Vissulega voru þau dýr en hagkvæmnin er gríðarleg fyrir fólkið sem þarna býr. Fyrir vikið er búsetan um allt auðveldari og rekstur hins nýja sveitarfélags léttari en fyrir var.

 


mbl.is Fjölbreyttara mannlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband