Aumlegt yfirklór forsćtisráđherra

Forsćtisráđherra hefur brotiđ jafnréttislög. Um ţađ er ekki hćgt ađ deila. Hún er ćđsti yfirmađur í forsćtisráđuneytinu og ber ábyrgđ á öllum ţeim störfum sem ţar eru unnin. Verđi einhverjum á mistök, ber hún ábyrgđ. Brjóti einhver lög, ber hún ábyrgđ. Ţađ getur ekki veriđ flóknara.

Ţessu til viđbótar skal ţess getiđ ađ í ráđuneytinu starfar 41 mađur, ţar af níu manns á skrifstofu yfirstjórnar, sem hafđi međ höndum ráđninguna. Á svona litlum vinnustađ er útilokađ annađ en ađ forsćtisráđherra viti hvađ sé veriđ ađ vinna og hverjir sinni hvađa störfum. Getur nokkur sem til ţekkir fullyrt ađ forsćtisráđherra, stjórnmálamađurinn Jóhanna Sigurđardóttir, hafi ekki vitađ eđa fylgst međ ráđningu skrifstofustjóra?

Auđvitađ vissi konan um ráđninguna og allan ferilinn. Og auđvitađ var boriđ undir hana hvern hún vildi fá sem skrifstofustjóra. Ţađ liggur í hlutarins eđli.

Ţar af leiđandi er ţađ meira aumingjans yfirklóriđ hjá Jóhönnu ađ kenna ráđgjöfum forsćtisráđuneytisins um ráđninguna eđa starfsfólkinu.

Ég veit hreinlega ekki hvort er verra fyrir Jóhönnu, sem aldrei tekur nokkrum ábendingum, ađ kenna öđrum um ákvörđina, hafa vísvitandi brotiđ jafnréttislögin sem hún sjálf setti eđa ţá ađ vera svo slćmur stjórnandi ađ hún hafi enga stjórn á ráđuneyti sínu.

Hvađ sem tautar og raular ber ćđsti yfirmađur í ráđuneytinu hina endalegu ábyrgđ. Hins vegar er sá sem stöđunni gegnir ţekkt fyrir ađ fara sínu fram hvađ svo sem lög og reglur segja. 


mbl.is Gat ekki sniđgengiđ matiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiđdal

Jóhanna forsćtis verđur sífellt vinsćlli.

Hjá mér stígur vísitala hennar hvern dag sem hún situr í embćtti viđ endurreisn ţjóđfélags sem virđist haldiđ illilegri sjálfstortímingarhvöt.

Hjá stórnarandstöđunni er hún ć vinsćlli sem skotmark fyrir hvellsprengjur og bullpólitík.

Ţorgerđur Katrín fer mikinn og talar um hroka Jóhönnu, aumingjalegt yfirklór og húmbúkk. Ţađ er sem hún og hennar flokkur eigi enga fortíđ á ţeim sviđum sem hér eru til umfjöllunar.

Og ekki bregst ritstjórinn á sprungusvćđinu viđ Rauđavatn. Hann bregđur Jóhönnu um heimsku og skrifar um skipulagsbreytingar í stjórnaráđinu: „Ţar var bersýnilega veriđ ađ reyna ađ laga forsćtisráđherraembćttiđ ađ getu viđkomandi persónu.“

Og Björn Bjarnason, sem var sjálfur í skítverkunum, skrifar: „viđbrögđ hennar viđ úrskurđinum sanna mér endanlega ađ Jóhanna er mesti gervibaráttumađur í stjórnmálum sem ég hef kynnst.“

Allt ţetta ómerkilega blađur vegna ţess ađ Jóhanna, ţveröfugt viđ ýmsa fyrrum ráđherra Sjálfstćđisflokksins, framfylgdi vinnureglum sem miđa ađ ţví ađ losa tök pólitíkusa á mannaráđningum hjá hinu opinbera.

Hjálmtýr V Heiđdal, 24.3.2011 kl. 21:47

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Vinsćldir stjórnmálamanns eru sannarlega ekki óyggjandi merki um ađ hann sé ađ gera rétta hluti né afkasta ţví sem máli skiptir. Held ţó ađ lélegt skor forsćtisráđherra sé hvorki merki um dugnađ og afköst né geđuga framkomu. Ađ öđru leyti eru ţetta vel valin orđ úr Mogga og frá Birni Bjarnasyni og verđa vart hrakin.

- Ţađ sem helst hann varast vann varđ ţó ađ koma yfir hann, orti Hallgrímur Pétursson forđum daga um manninn sem sveik ţann sem síst skyldi. Miđađ viđ árangursleysi tveggja ára hefur ríkisstjórnin óumdeilanlega svikiđ ţjóđ sína ţó hún hafi ekki lagt upp međ ţađ í byrjun.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 24.3.2011 kl. 23:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband