Borgarstjóranu leiðist í vinnunni

Lýðræðiskennd fólk birtist oft í viðhorfi þeirra til minnihlutans. Sumir eru þannig gerðir að þeir geta unnið afar vel með minnihluta í sveitarstjórnum eða á þingi. Aðrir kunna ekki þessa list eða hafa einfaldlega ekki í sér skilning á félagsstarfi og eðli lýðræðisins.

Jón borgarstjóri hefur enga reynslu í stjórnmálum og skilur lítið í rekstri. Enn minna áttar hann sig á eðli sveitarstjórnar og tilgangi. Því miður er maðurinn fyrst og fremst í showbusiness og það kann hann. Þar af leiðandi er honum ami af gagnrýni minnihlutans í borgarstjórn rétt eins og hann hafi öðlast skilning sem ofar er öðrum.

Því miður hafa fjölmiðlar ekki gengið á manninn heldur hefur hann fengið að leika sér með borgarastjóraembætti eins og hann það sé hlutverk í sjónvarpsþætti. Frumkvæði hans og meirihlutans er ekkert. Sama hefur meirihlutinn sagt upp fólki, dregið saman rekstur, hækkað gjöld og útsvar. Þetta er grátlegt.

Borgarstjóra sem leiðist í vinnunni á einfaldlega að finna sér eitthvað annað starf. 


mbl.is Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband