Vill ASÍ vinna bug á atvinnuleysi og skuldavanda?

Hagfræðingur ASÍ hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að ekki sé hægt að svelta sig út úr þeim efnahagsvanda sem við erum stödd í. Hér þorir enginn neinu en samt er það þannig að verðmætasköpunin er það sem bjargað getur þjóðinni.

Mittisólin verður vart þrengd meira. Langt er síðan skattastefna ríkisstjórnarinnar fór að hafa þveröfug áhrif.  

Stærsta vandamál þjóðarinnar er atvinnuleysið. Til að hægt sé að vinna bug á því þarf erlenda fjárfestingu. Persónulega er ég ekkert spenntur fyrir álverum en enginn hefur getað bent á aðrar lausnir hvað þá að eitthvað annað sé í farvatninu. Stjórnvöld guma sig af því að fækkað hefur á atvinnuleysisskrá. Þeim er greinilega sama um þá sem voru hér atvinnulausir en hafa farið til annarra landa. Af sjálfu sér leiðir að þá fækkar á skránni alræmdu.

Hitt stóra vandamálið sem þjóðin stendur frammi fyrir er skuldastaða heimilanna. Hver er stefna ASÍ í því máli. Jú, samtökin vilja ekkert gera og jafnvel berjast hatramlega gegn góðum hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna til lausnar. Staðreyndin verður sú eftir nokkur misseri að landsmönnum mun fækka og enn færri greiða í þá sameiginlegu sjóði sem ætlað er að standa undir lífeyri þeirra sem nú eru á besta aldri. 


mbl.is Erum að ná botninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband