Furðulegir stjórnunarhættir Orkuveitunnar

Meirihlutinn í borgarstjórn er gagnslaus. Hann er eins og ríkisstjórnin. Engar hugmyndir um framkvæmdir eða niðurskurð, ekkert samráð, aðeins gömlu úreltu ráðin; segja fólki upp.

Orkuveitan Reykjavíkur þarfnast vissulega aðhalds. Ljóst er að starfsmenn hennar hafa skoðun á málunum og vilja aðstoða. Þeir eru á móti uppsögnum, þessu dæmalausa uppsagnaferli sem var tilkynnt um einum og hálfum mánuði áður en þær eiga að taka gildi.

Á meðan var ætlast til að allir starfsmenn fyrirtækisins séu í óvissu, grillaðir, og í lokin verður 80 manns sagt formlega upp.

Þetta er eins og að standa fyrir framan aftökusveit sem síðan þyrmir sumum.

Er þetta sú aðferð sem nýji borgarstjórnarmeirihlutinn vill? Er það þannig sem Jón borgarstjóri vill láta minnast sín?

Er þetta aðferðin sem fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar, Hjörleifur Kvaran, vildi ekki beita og var rekinn fyrir?

Og hver segir að fulltrúar starfsmanna hafi ekki málfrelsi og fundarfrelsi að vild? Mega þeir ekki hitta þá sem þeim sýnist án þess að forstjóri og stjórnarformaður ráðist inn á þann fund?

Þetta tekur nú yfir allan þjófabálk?

Hversu lengi þarf borgin að hanga með þennan nýja borgarstjórnarmeirihluta? Jú, þrjú og hálft ár til viðbótar, en brandaranum er lokið og á honum fannst enginn hnykkur (punch line).


mbl.is Hugmyndir ekki ræddar í stjórn OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Fyrir alla sem hafa kynnt sér mál OR fordómalaust hefur verið ljóst frá gengishruninu 2008 að bregðast þurfti við vandanum. Vandinn hins vegar látinn magnast með aðgerðaleysi í tvö ár sem veldur því að nú þarf að ráðast í enn harkalegri aðgerðir, borgarbúar þurfa að borga hærra verð en ella og fleiri missa vinnuna en þurftu.

Sem betur fer er einhver í OR sem þorir að taka á vandanum núna því ef OR getur ekki greitt af lánum sínum mun koma alvarlegt bakslag í fjármögnun ríkisins á næstu árum og kreppan verður enn dýpri. Þá er hætt við að enn fleiri myndu missa vinnuna.

Það er bara sorglegt að sömu aðilar og komu fyrirtækinu í þau vandræði sem þau eru í keppist nú við að kenna öðrum um meðan verið er að greiða úr vandanum.

Steinn Hafliðason, 19.10.2010 kl. 10:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er ekki sammála þér, Steinn. Stór hluta vanda Orkuveitunnar eru erlend lán, þau urðu að vanda með hruninu. Allt þetta tal um að einhverjir núverandi stjórnarmanna hafi komið Orkuveitunni í þennan vanda skilar engu, er bara fortíðarhjal án nokkurra raka.

Það er hins vegar afar sorglegt að núverandi stjórnarmeirihuti skuli ekki hlusta á starfsmenn og fara fram með því offorsi í uppsögnum sem hann ætlar sér. Hægt er að taka miklu betur á málunum og hætta við uppsagnir með því að fara að tillögum starfsmanna um lækkað starfshlutfall.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2010 kl. 10:32

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ertu að segja mér að vandi OR sé bara óheppni???

Steinn Hafliðason, 19.10.2010 kl. 10:39

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll aftur. Þú hefur rétt á að skilja orð mín eins og þér hentar. Málið er einfaldlega það að núverandi meirihluti OR og er ekki starfi sínu vaxinn og sama á við forstjórann. Út á það gengur pistillinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2010 kl. 10:48

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Uppsagnir í OR eru búnar að vera yfirvofandi í 2 ár eða frá því að hrunið átti sér stað. Nú er loksins verið að taka á vandamálum OR sem fráfarandi meirihluti hafði ekki kjark til að gera en koma nú eins og hreinar meyjar og kenna núverandi stjórnendum um slæleg vinnubrögð. Fyrir vikið munu fleiri missa vinnuna, það er því miður ekki nein góð eða auðveld leið út úr vandanum en vonandi mun óvissunni sem ríkt hefur síðan um hrun brátt ljúka.

Steinn Hafliðason, 19.10.2010 kl. 11:50

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Steinn

·  Orkuveitan skuldar 240 milljarða króna. Langstærstur hluti þeirra skulda er til kominn vegna fjárfestinga fyrirtækisins í virkjunum og veitum, sem ákvarðanir voru teknar um á síðasta kjörtímabili R-listans 2002-2006.

 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihluta árið 2006 hafði fráfarandi meirihluti R-listans mótað stefnu um gífurlegar virkjanaframkvæmdir á Hellisheiði, gert bindandi orkusölusamninga og hafið byggingu Hellisheiðarvirkjunar. Ekki var annað að gera en klára virkjunina og standa við skuldbindingarnar. Stærstur hluti lánanna var því tekinn á síðasta kjörtímabili en ákvarðanir voru að mestu leyti teknar á valdatíma R-listans og undir borgarstjórum Samfylkingarinnar.

 

Á árunum 2001-06 áttu sér stað mikil uppkaup OR á veitum og dreifikerfi á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítil arðsemi hefur verið af þessum veitum og sumar beinlínis reknar með tapi.

Þetta er hluti vandans - stór hluti viltu fleira?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.10.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband