Er mögulegt að kjafta sig út úr nefndarálitinu?

Stendur til að Samfylkingin breyti um skoðun varðandi ákæruatriði eða ákæruna yfirleitt hvað varðar fyrrum formann flokksins? 

Má búast við því að þinglfokkur Samfylkingarinnar bjóði fleirum ákærðum að mæta á fund sinn og skýra út sitt mál?

Gæti hugsast að Vinstri grænir taki upp vinsamlegar yfirheyrslur á þeim sem nefndin hefur ákært?

Er mögulegt að hægt sé að afgreiða þessi „smámál“ með óformlegum fundum innan þingflokka ríkisstjórnarinnar? 

Er sem sagt mögulegt að kjafta sig út úr nefndarálitinu? 

Það er greinilegt að Samfylkingin er þverklofin vegna ákæru á fyrrverandi ráðherra og niðurstaðan er sú, til að friða þingmenn, að kalla til óformlegs þingfundar svo viðkomandi geti fengið leyfi til að tjá sig. Að sjálfsögðu er allur þessi málatilbúnaður stórkostlega vanbúinn og það lýsir sér í því að Samfylkingin er ekki tilbúin til ákæru frekar en VG væri það stæði sá flokkur í sömu sporum. Munurinn er hins vegar sá að Vg er með blóðbragð í munninum en Samfykingin finnur aðeins beiskju. Skyldi engan furða. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband