Viðskiptaráðherra rakkar enn niður bankakerfið

Það er nöturlegt að fylgjast með viðskiptaráðherra rakka niður bankakerfið í landinu. Hann telur það svo illa statt að það þoli ekki réttlæti Hæstaréttar og því væri betra að þola ranglæti fjármögnunarfyrirtækjanna.

Þetta eru stórmerkilegar yfirlýsingar frá einum að leiðtogum búsáhaldabyltingarinnar.

Engu að síður hefur Íslandsbanki og Arion banki lýst því yfir að efnahagur þeirra myndi þola afnám gengistryggingarinnar. Þetta hefur Landsbankinn ekki gert og bendir það til að ríkisstjórnin beri hag hans sér fyrir brjósti. Þar af leiðandi væri líklegast réttast að hirða þetta smáræði sem maður á í bankanum og færa yfir í hina bankana.

Enn hefur ekkert að viti komið frá forsætisráðherra og fjármálaráðherra um málið. Þau etja viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra á foraðið í þeirri von að það gefi óréttlætinu einhverja vigt og ekki falli neitt á ímynd þeirra sem málasvarar litla mannsins. Síðar, þegar heimilin eru komin út á götu til mótmæla,geta þau svo komið fram og haldið því fram að þau hafi alla tíð verið á móti því að krukka í dóm Hæstaréttar.

Svona lið leiðir nú þessa þjóð, tækifærissinnar og lið sem fyrir löngu hefur týnt eldmóði sínum og til hvers þeir sitja í þeim stólum sem þeir verma nú svo þægilega um þessar mundir. Sá tími styttis nú óðum.


mbl.is Of þungt högg á kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband