Ætlar Jóhanna að „leiðrétta“ dóm Hæstaréttar?

Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, að standa fyrir lögum sem „leiðrétta“ eiga dóm Hæstaréttar?

Afsakið, en ég get ekki annað en spurt, því ég er eiginlega agndofa.

Ætlar hún að breyta með lögum skilmálum skuldabréfa á kostnað lántakenda og til hagsbóta fyrir banka og fjármögnunarfyrirtæki?

Síðan hvenær er það hlutverk alþingis að breyta dómum Hæstaréttar? Síðan hvenær hefur löggjafarvaldinu verið heimilað að breyta einhliða löglegum gerningum milli tveggja aðila? Hvaða fordæmi skapast fyrir vikið?

Getur Alþingi til dæmis ákveðið að vextir á skuldabréfum bílalána verði hærri ef bíllinn sé með tiltekna vélarstærð? Getur Alþingi ákveðið að afborganir skuli vera hærri á löngum lánum en lægri á stuttum?  

Er enginn endir fyrirsjáanlegur á vitleysisgangi ríkisstjórnarinnar? Það er ekki nóg með að ríkissstjórnin skattleggi þjóðina fram í rauðan dauðann heldur ætlar hún að hirða réttmæta breytingu af skuldurum myntlána og afhenda þá fjárhæð bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum sem þó eru ekki á hausnum að eigin sögn. Hvaða óvissu er þá konan að tala um? Er Landsbankinn á leiðinni á hausinn? Hann er eini ríkisbankinn eftir því sem ég best veit. Hinir hafa gefið út yfirlýsingu um stönduga stöðu sína.


mbl.is Óvissunni verði eytt sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband