Ragnar Arnalds

Og aftur lágu leiđir okkar Ragnars saman löngu síđar. Nú í Heimssýn, hreyfingu sjálfstćđissinna í Evrópumálum. Tilraun „vinstrimanna“ til ađ sameinast í eina pólitíska hreyfingu 1999 strandađi m.a. á utanríkismálum. Áhugi sumra á ađild ađ ESB klauf ţessa fylkingu.

Ţetta segir Jón Bjarnason, fyrrum alţingismađur og ráđherra, í minningargrein í Morgunblađi dagsins um Ragnar Arnalds en útför hans er í dag. Jón skrifar fallega um gamla félaga sinn og nefnir margt athyglisvert.

Ég ţekkti Ragnar Arnalds lítillega, nćr eingöngu úr heita pottinum í sundlauginni í Laugardal. Stundum var fámennt í pottinum og ţá gafst einstakt tćkifćri til ađ rćđa viđ Ragnar um stjórnmál og jafnvel sagnfrćđi. Í báđum greinum var ţekking hans mikil. Mér kom á óvart hversu auđvelt var ađ tala viđ hann um stjórnmál dagsins og ekki síđur liđna tíma. Margt sagđi hann mér sem kom á óvart, atburđi sem ekki voru á allra vitorđi en töldust samt engin leyndarmál. Hann var glöggur, talađi vel um alla en gat sagt broslegar sögur af ýmsum stjórnmálamönnum.

Oft voru fleiri í pottinum og ţá var stundum tekist hressilega á. Kjöftugt fólk átti ţađ til ađ segja ţađ sem í brjósti ţeirra bjó og ekki var ţađ allt „elsku mamma“ um VG og ađra vinstri menn. Ragnar rökrćddi, hann var ekkert ađ trana sér fram eins og viđ hinir en ţegar hann tók til máls hlustuđu allir, líka ţessir kjöftugu.

Ragnar las bloggiđ mitt enda skrifađi ég mikiđ um makalausa tilraun vinstri stjórnarinnar 2009 til ađ koma landinu inn í Evrópusambandiđ. Viđ vorum í sitthvorum stjórnmálaflokknum, ţađ vissi Ragnar, en í Evrópusambandsmálum vorum viđ samherjar, báđir á móti. 

Jón Bjarnason segir í minningargrein sinni:

Ragnar var trúr hugsjónum sínum og gekk til liđs viđ ţann flokk sem vildi standa vörđ um fullveldi landsins. Hann var algjörlega andvígur umsókn eđa ađild ađ Evrópusambandinu. Vildi ţar ekkert „bjölluat“. Ragnar taldi ađ barátta gegn inngöngu í ESB vćri svo mikiđ grundvallarmál ađ ţađ vćri hafiđ yfir hina hefđbundnu flokkadrćtti. Ţannig hlaut hann ađ vera í fylkingarbrjósti ţverpólitískra samtaka; Heimssýnar, hreyfingar sjálfstćđissinna í Evrópumálum. Ragnar varđ fyrsti formađur ţeirra samtaka.

Vonbrigđi Ragnars voru ţví mikil ţegar nokkrir forystumenn í flokknum sem hann hafđi gengiđ til liđs viđ stóđu ađ fyrirvaralausri umsókn ađ ESB međ beiđni um inngöngu. Rökfastur og baráttuglađur tók hann slaginn. Undir forystu Ragnars Arnalds varđ Heimssýn ađ stórri og áhrifaríkri fjöldahreyfingu međ félagsdeildir út um allt land. Og barátta Heimssýnar skilađi árangri. Okkur sem voru mjög andvíg ESB-umsókninni tókst ađ kćfa hana, enda fól hún í sér óafturkrćft framsal á fullveldi ţjóđarinnar og sjálfstćđi.

Í ţessu felst kjarni málsins og ţví voru Jón og Ragnar á móti ESB-ađildinni og svo viđ hinir, minni spámennirnir. Bjölluatiđ, er mergurinn málsins. Samfylkingin og Vinstri grćn héldu ađ hćgt vćri ađ semja um ađild ađ ESB, fá ţađ fram sem ţeir vildu og sleppa öđru. Rétt eins og ţegar bođiđ er úr konfektkassa. Ţví var nú öđru nćr og viđ lá ađ embćttismenn ESB hlćgju ađ vitleysunni hjá íslenskum stjórnmálamönnum sem töluđu um „samning“.

Aldrei var ţađ af reiđi er Ragnar talađi um samherja sína í Vinstri grćnum sem samţykkt höfđu hina makalausu ađildarumsókn ađ Evrópusambandinu. Hann var framar öllu málefnalegur og kurteis en skođanalaus var hann aldrei. Hann var einfaldlega ekki sammála, punktur.

Hann spurđi mig oft hvort ég vissi um viđhorf Sjálfstćđismanna um einstök pólitísk mál. Auđvitađ hef ég aldrei veriđ á dyramottunni ađ innsta kjarna flokksins en ţekkti ţó marga og vissi ýmislegt. Svo spjölluđum viđ Ragnar, hann hlustađi, hugsađi, og sagđi síđan hug sinn, hvort sem hann var sammála okkur eđa ekki. Oft velti ég ţví fyrir mér hversu eftirsóknarvert ţađ vćri ađ öđlast hógvćrđ sem pottavinur minn.

„Ţiđ kommarnir ...“, sagđi ég stundum viđ Ragnar, ţegar viđ rćddum um Viđreisnarárin eđa ađildina ađ Nató. Hann brosti, fannst gaman ađ hispursleysinu en lét ekki raska ró sinni og rökrćddi og ég reyndi ađ svara. Ţetta voru skemmtilegar stundir. 

Ragnar hćtti ađ koma í sundlaugina fyrir nokkrum árum. Ég frétti ađ heilsan vćri ekki góđ en vonađi auđvitađ hiđ besta. Ég velti ţví fyrir mér hvađa skođun herstöđvaandstćđingurinn Ragnar hefđi á innrás Rússa í Úkraínu og viđbúnađ íslenskra stjórnvalda vegna hennar. Ég leyfi mér ađ trúa ţví ađ hann vćri mjög hlynntur stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig forsćtisráđherra og utanríkisráđherra hafa tekiđ á málunum. En ţetta er bara ágiskun.

Ţannig minnist ég í stuttu máli Ragnars Arnalds. Mér ţótti afskaplega gaman ađ hafa kynnst honum, ţó ekki vćri nema lítillega. Ţegar ég las minningargreinarnar um hann í Morgunblađinu skildi ég hvers vegna mađurinn var jafn vinsćll og farsćll sem raun ber vitni. Yfir minningu Ragnars er heiđríkja. Svo segir einn vina hans sem ţekkti hann hvađ lengst.


Bloggfćrslur 30. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband