Á sunnudagsmorgni er mbl.is þunnur og án frétta

Screenshot 2021-08-29 at 10.14.00Vefútgáfa Moggans virðist vera orðin að einhvers konar kjaftaútgáfu, engar fréttir því alvörublaðamennirnir fá að sofa út og krakkarnir fá að leika. Aðalfréttin er úr helgarblaðinu. Og svona eru fyrirsagnirnar um klukkan tíu á sunnudagsmorgni:

  • Er hann þá eins og Einstein
  • Slökkviliðið vill að fólk njóti dagsins í dag
  • Níu ára fékk að lita á sér hárið
  • Tvífari Cardi B gerir allt vitlaust
  • Goðafoss falinn í strikamerki skyrs ...
  • Eldhústrixið sem þig hefði aldrei grunað að virkaði
  • Útsaumaður risasófi ...
  • Veður
  • Erfir fólk í sambúð hvort annað
  • Stórstjarna í París gegn vilja sínum
  • Löggufréttin
  • Að vera í búrleskhópi snýst ekki bara um að fara úr fötunum

Sem sagt ekkert í fréttum hjá Mogganum, allir sofandi.

Screenshot 2021-08-29 at 10.14.44Á Vísi virðist ýmislegt í frásögur færandi:

  • Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt
  • Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja
  • Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás
  • Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum

Screenshot 2021-08-29 at 10.39.00Á vefsíðu Ríkisútvarpsins er einnig margt í fréttum:

  • Búist við versta fellibylnum frá miðri 19. öld
  • Vara við trúverðugri hótun í Kabúl
  • Hætta flugi til Vestmannaeyja um mánaðamót
  • Dæmd til að bæta syni fyrir að henda kláfsafni hans
  • Óafturkræft óleyfilegt jarðrask segir Umhverfisstofnun
  • Lilja ætlar að óska eftir skýringum frá KSÍ
  • Aðaláherslan var ekki á bringuna

Screenshot 2021-08-29 at 10.38.11Og jafnvel á vefsíðu Fréttablaðsins er sagt frá fjölmörgu athyglisverðu:

  • Tæknideild lögreglunnar rannsakar vettvang á Egilsstöðum
  • Bretar hætta að flytja fólk frá Kabúl
  • Leghálssýni flutt til Hvidovre vegna „alvarlegra gæðavandamála“ KÍ
  • Hraðpróf framkvæmd í nýrri skimunarmiðstöð í Kringlunni
  • Alls 66 innanlandssmit ...
  • Opna áfallamiðstöð eftir atburðinn á Egilsstöðum
  • Níu ára strákar grýttir og lamdir með járnröri
  • Danir segja Covid ekki lengur ógn við samfélagið
  • átta hafa sótt um bætur í kjölfar bólusetningar

Í DV er frétt sem hvergi hefur birst annars staðar og er fyrirsögnin: „Manndráp til rannsóknar.“ Stuttu síðar virðast allir blaðamenn á vakt hafa lesið frétt DV og birt sömu fréttina nærri því orðrétt.

Ýmislegt að frétta í dag þó Mogginn standi sig illa og segi okkur að ekkert sé að gerast í heiminum nema að níu ára krakki hafi fengið að lita á sér hárið, tvífari einhverrar útlendrar stelpu sé að gera allt vitlaust og nokkur heimilisráð og sófafrétt. Þetta er auðvitað engin blaðamennska.

Svona hversdags finnst manni Mogginn vera ábyrgur og góður fréttamiðill. Um helgar breytist hann hins vegar í „Alt for damene“. Ekki misskilja, þetta er ekki sagt konum til lasts.


Bloggfærslur 29. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband