Alls ekkert útivistarveđur Ríkisútvarpsins

RúvEinhvern tímann kemur ađ ţví ađ fyrirsögnin á vef Ríkisútvarpsins verđur rétt. Undanfarna daga hefur hún ekki veriđ ţađ. Stofnunin kallar sig „útvarp í almannaţágu“ og álíka en stendur ekki alltaf undir nafni, ekki frekar en ađrir fjölmiđlar. Allir ţykjast vera í ţágu lesenda, hlustenda og áhorfenda en svo er ekki alltaf. Ţví miđur.

Gallinn er sá ađ Ríkisútvarpiđ er međ beint streymi frá gosstöđvunum í Geldingadal. Í útsendingunni má glögglega sjá ađ ágćtt útivistarveđur hefur veriđ flesta daga síđan gosiđ byrjađi.

En hvađ er gott veđur til útvistar? Sumir segja ađ veđriđ skipti engu máli, bara klćđnađur fólks og annar útbúnađur til göngu. 

Ađrir hafa fundiđ upp orđiđ „gluggaveđur“. Ţađ notar „of-fólkiđ“ og sparar ţađ ekki. Úti er of kalt, of hvasst (of mikill vindur á fjölmiđlamáli), of mikil rigning (eđa bara rigning), of lítil sól. Viđbárurnar eru margar og aumar.

Ríkisútvarpiđ hefur hins vegar tekiđ ađ sér ţađ verkefni ađ segja fólki til um útivist en hefur ţví miđur nćr alltaf rangt fyrir sér. Sífelldur áróđur gegn útvist er lítt hvetjandi. Byggir upp bölvađan aumingjaskap sem endar međ ţví ađ fólk leggur upp laupanna heima í stofu horfandi og étandi sykurvörur. Ţá vćri nú meiri mannsbragur á ţví ađ berjast á móti vindi á „Kaldadal“: 

Ég vildi óska, ţađ yrđi nú regn
eđa ţá bylur á Kaldadal,
og ćrlegur kaldsvali okkur í gegn
ofan úr háreistum jöklasal.

Ţurfum á stađ, ţar sem stormur hvín
og steypiregn gerir hörund vott.
Ţeir geta ţá skolfiđ og skammast sín,
sem skjálfa vilja. Ţeim er ţađ gott.

Undir Kaldadal heitir ţetta ljóđ eftir Hannes Hafstein, tvö erindi af fimm. 

Ég ţreytist ekki ađ vitna í bók Guđmundar Einarssonar listamanns frá Miđdal:

„Íslendingar eru skyldugir til ađ leggja stund á göngur og skíđaíţrótt, ţá vaxa ţeim ekki fjarlćgđir í augum. Sund, leikfimi og fleiri íţróttir eru ágćtur undirbúningur fyrir fjallgöngumann jafnframt ţví, ađ hann beri virđingu fyrir líkama sínum. Ég veit, ađ fyrstu tilraunum fylgir nokkur hćtta, ef ekki er reynt fólk međ í för. En ţađ aftrar mér ekki frá ađ hvetja fólk til ađ ganga á fjöll.

Fleiri og vođalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séđ kunningja minn hrapa til dauđa í Alpafjöllunum, en ţađ fékk mér ekki eins mikillar sorgar og ađ sjá fjölda fólks, sem ég ţekki, grotna niđur af fitu, leti og óreglu.“ (Fjallamenn, blađsíđa 161)

Í stađ ţess ađ letja fólk til útiveru eiga fjölmiđlar eđa hvetja. Ekki láta fréttirnar fjalla um örfáa göngumenn sem eru illa búnir á ferđ sinni ađ gosstöđvunum heldur lífsreynslu ţeirra sem fariđ hafa.

Alamannavarnardeild Ríkislögreglustjóra vildi í upphafi goss ađ fólk gengi í Geldingadal frá Bláa lóninu eđa Grindavík. Ég ţekki fólk sem ţađ gerđi og komst til baka nćr örmagna eftir nćr ófćra leiđ yfir hraun og hlíđar. Og ekki hefur Ríkislögreglustjóri beđist afsökunar á frumhlaupi sínu. Líklegast stunda engir starfsmenn ţar útivist. Ţekkingarleysi er alvarlegur galli hjá valdstjórninni.

En um síđir verđur fyrirsögnin á vef Ríkisútvarpsins rétt, einhvern tímann kann ađ vera ađ veđur til útivistar verđi vont og jafnvel kann sú stund ađ renna upp ađ einhver útivistarmađur taki ađ sér ritstjórn vefsins.

Ruv 2Eftirskrift

Pistillinn birtist klukkan 08:25 og ég tók eftir ţví um nú hádegiđ ađ fyrirsögninni hefur loks veriđ breytt. Ţađ er gott. Sjá međfylgjandi mynd. 

 


Bloggfćrslur 27. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband