Back to work, Steinholtsá, barn skýrt og magavöđvar á snekkju

Orđlof

Lognmolla eđa ekki

Hvađ merkir orđasambandiđ eđa frasinn Hér er allt ađ gerast? – Ég sá fyrir skömmu auglýsingu frá símafyrirtćki sem hófst á ţessum orđum. 

Mér virđist frasinn vísa til ţess ađ líf sé í tuskunum, engin lognmolla ríki, og enn fremur felst í orđunum ađ ákjósanlegt sé ađ vera í slíku umhverfi. Eftir stjórnarslitin heyrđi ég sama frasa í síbylju, hann notuđu jafnt fréttamenn sem stjórnmálamenn. 

Ekki hirđi ég um ađ velta fyrir mér tengslunum á milli beinnar (orđfrćđilegrar) merkingar og yfirfćrđrar en segi eins og stundum áđur: 

Ekki er allt vakurt ţó riđiđ sé.

Málfarsbankinn. Jón G. Friđjónsson (2017).

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Til ţess ađ koma til móts viđ samfélagiđ á ţessum COVID tímum erum viđ hjá Regus ađ bjóđa upp á BACK TO WORK tilbođ.“

Fjöltölvupóstur frá regus.is.                                   

Athugasemd: Fyrirtćkiđ heitir „Regus og Spaces“ og ţađ sendir mér stundum tölvupóst. Ţađ á fullt af skrifstofuhúsnćđi og leigir ţađ út. Í síđasta pósti bauđ ţađ mér upp á tvö tilbođ. Annađ kallst „back to work“ og hitt „free beer“.

Gott vćri ef einhver sem skilur útlensku gćti ţýtt tilbođin fyrir mig. Sko, ég gćti veriđ ađ missa af einhverju mikilvćgu.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Hlýja loftiđ ađeins ađ yfirgefa okkur.“

Frétt á blađsíđu 6 í Morgunblađinu 17.8.20.                                   

Athugasemd: Atviksorđiđ ađeins er mikiđ notađ í talmáli. Ţar hefur ţađ dálítiđ ađra merkingu en í ritmáli og helgast ţađ af framburđi og áherslu. Ţarna gćti viđmćlandinn hafa sagt:

Hlýja loftiđ er aaađeins

Merkingin er lítilsháttar, á hugsanlega viđ um skamman tíma. Skýringin er sú ađ spáđ var kólnandi veđri.

Í ritmáli hefđu margir skrifađ til dćmis á ţá leiđ sem segir í tillögunni. 

Tillaga: Hlýja loftiđ er ađ yfirgefa okkur í bili.

3.

„Ađstođa ţurfti erlendan ferđamann sem festi bifreiđ sína í Steinholtsá ţann 15. ágúst.“

„Frétt“ á vef lögreglunnar.                                  

Athugasemd: Má vera ađ ţađ sé dálítiđ orđum aukiđ ađ löggan kunni ekki ađ skrifa. Jafnframt kann ţađ ađ vera ofmćlt ađ hún kunni ekkert í landafrćđi. Stađreyndin er hins vegar sú ađ áin heitir Steinsholtsá. Međ essi. 

Steinsholt er örnefni sunnan viđ Krossá og nokkrir stađir kenndir viđ ţađ. Ţarna er Steinsholtsdalur, sem skriđjökullinn Steinsholtsjökull hefur mótađ og Steinsholtslón er fyrir framan hann.

Svona skrifar löggan:

Eitt ţessara mála snýr ađ umferđarslysi sem varđ á austurleiđ eftir Ţjóđvegi 1 …

Sem sagt slysiđ var á leiđinni austur. Líklegra er ađ mađurinn sem lenti í slysinu hafi veriđ á austurleiđ. Á ţessu tvennu er talsverđur munur.

Ţeir sem kjósa ađ tala um ţjóđveg eitt, sem er ađalţjóđvegur landsins og hjá Vegagerđinni merktur međ ţessari tölu, ćttu ađ nota lítinn staf. Löggan skrifar veganafniđ međ litlum og stórum staf í litlu „fréttinni“ sinni.

Löggan skrifar:

Hann virti stöđvunarmerkin engu, virđist hafa aukiđ viđ hrađan, og hvarf úr sjónmáli.

Ţetta er illa skrifađ. Eftirfarandi er skárra:

Hann virti ekki stöđvunarmerkin, virđist hafa aukiđ hrađann, og hvarf úr sjónmáli.

Gera má athugsemdir viđ fjölmargt annađ í ţessum skrifum löggunnar. Skrifarinn ćtti ađ láta ađra lesa yfir ţađ sem hann skrifađ. Verst er ađ blađamenn éta ţađ upp sem löggan skrifar rétt eins og ţađ sé „gullaldarmál“. 

Tillaga: Ađstođa ţurfti erlendan ferđamann sem festi bifreiđ sína í Steinsholtsá ţann 15. ágúst.

4.

„Ţrjú ný innanlandssmit og sex viđ landamćrin.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                                    

Athugasemd: Má vera ađ fáir sjái skopiđ í fyrirsögninni. Ţađ gerir ekkert til. Lítiđ bros léttir lundina í faraldrinum.

Samt er alltaf slćmt ađ sjá svona skrifađ í fréttinni:

383 sýni voru tekin til greiningar á veirufrćđideildinni í gćr …

Enginn sómakćr skrifari, blađamađur eđa rithöfundur byrjar setningu á tölustöfum. Reglan er sú ađ byrja á setningu á stórum staf en slíkur er ekki til í tölustöfum.

Enginn myndi til dćmis skrifa svona:

1 sýni tekiđ til greiningar á veirufrćđideildinni í gćr …

Hvers vegna ekki? Í fyrsta lagi byrjum viđ ekki setningu á tölustöfum. Í öđru lagi er ţetta ljótt. Flestir myndu skrifa „Eitt sýni …“ og bera ţađ fyrir sig ađ ţađ sé laglegra. Ţađ eru góđ rök.

Tillaga: Engin tillaga.

5.

„Slösuđ stúlka hjá Ţingvallarvatni.“

Fyrirsögn á visir.is.                                     

Athugasemd: Erfitt er ađ skilja fyrirsögnina ţví Ţingvallavatn geysistórt, 84 km2. Til samanburđar er Seltjarnarnes tveir km2 og Heimaey ţrettán km2.

Allir hljóta ađ sjá ađ ófullnćgjandi er ađ segja einhvern „viđ Ţingvallavatn“. Sá gćti veriđ hvar sem er. Og hvađ merkir forsetningin „hjá“ hérna. Er ţađ á ströndinni, einn metra frá henni, einn km frá eđa hvađ? Svona kallast ekki blađamennska.

Tillaga: Engin tillaga.

6.

Skýrđi barniđ sitt eftir umdeildum leikmanni.“

Fyrirsögn á dv.is.                                     

Athugasemd: Ţeir eru til sem segja ađ stafsetning skipti engu máli. Sé ţađ rétt, hvađ merkir ţá fyrirsögnin. Var barninu skýrt frá leikmanninum eđa var barniđ skírt eftir honum.

Blađamađurinn skrifar svona í fyrirsögn og einnig í meginmáli fréttarinnar. Raunar er ţetta ekki frétt, bara bull.

Tillaga: Skírđi barniđ sitt eftir umdeildum leikmanni.

7.

„Spenn­ir maga­vöđvana á snekkju.“

Fyrirsögn á mbl.is.                                      

Athugasemd: Varla er hćgt ađ orđa ţetta á annan hátt. Hins vegar telur góđur kunningi minn ţví blákalt fram ađ snekkja hafi ekki magavöđva. Enn hefur enginn dregiđ ţá fullyrđingu í efa.

Tillaga: Engin tillaga.


Bloggfćrslur 19. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband