Jafnvígur, neikvćđar sögusagnir og eigendur beina

Orđlof

Glaumstund

Ţađ splunkunýja orđ leysir af hólmi hin tvö útjöskuđu ensku orđ happy hour. Séđ hefi ég nokkrum sinnum á prenti ađ landar hafa nefnt ţetta fyrirbćri hamingjutíma. Ţađ finnst mér ekki nógu góđ ţýđing. 

Margir telja sig náttúrulega upplifa hamingjuna ţegar ţeir finna á sér, en orđiđ er of hátíđlegt. Glaumur og gleđi eiga betur viđ og glaumstund held ég ađ henti bezt.

Morgunblađiđ, blađsíđa 33, 21.5.20. Ţórir S. Gröndal.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Stafrćn ökuskírteini verđa međ breytingunni gerđ jafnvíg ţeim prentuđu hér á landi.“

Frétt á visir.is.                              

Athugasemd: Lýsingarorđiđ „jafnvígur“ er hér notađ rangt. Réttara er ađ nota lýsingarorđiđ jafngildur.

Í fréttinni er talađ um stafrćn ökuskírteini, sem er vottorđ um ökuleyfi, og er ćtlunin ađ ţau geti veriđ á snjallsímum. Slík skírteini verđa gild rétt eins og ţau prentuđu, ţađ er jafngild.

Samkvćmt orđabókinni er jafnvígur haft um ţann sem er fćr í einu sem öđru eđa fćr međ eitt sem annađ. Tveir menn eđa fleiri geta veriđ jafnvígir, ţađ er jafningjar í kúluvarpi eđa annarri íţrótt. Einstaklingur getur veriđ jafnvígur á sverđ og boga, í ensku og dönsku eđa í fimmţúsund og tíu ţúsund metra hlaupi.

Útilokađ er ađ dauđir hlutir geti veriđ jafnvígir. Prentađ Morgunblađ getur aldrei orđiđ „jafnvígt“ stafrćnum Mogga á tölvu. Ekki er hćgt ađ bera saman tvo bíla og segja ţá „jafnvíga“. Sá sem heldur ţví fram skilur ekki orđiđ jafnvígur.

Tillaga: Međ breytingunni verđa stafrćn ökuskírteini jafngild prentuđum.

2.

„Ellen miđur sín yfir nei­kvćđum sögu­sögnum um per­sónu sína.“

Fyrirsögn á visir.is.                              

Athugasemd: Hver er munurinn á Ellen og „persónu hennar“? Vitaskuld enginn. Hvađ eru „neikvćđar sögusagnir“? Líkast til er ţađ rógur. 

Annar stađar í fréttin kemur fyrir orđalagiđ „tímabundin neikvćđni“. Ţađ skilst ekki.

Ţetta eru kjánaleg skrif og vart bođleg lesendum.

Tillaga: Ellen miđur sín yfir rógi um sig.

3.

Hefđbundnu viđhaldi á TF-GRO eftir útkalliđ á Hvannadalshnjúk lýkur fljótlega …“

Frétt á visir.is.                              

Athugasemd: Málsgreinin skilst illa. Er átt viđ ađ ţegar ţyrla Landhelgisgćslunnar flýgur upp á Hvannadalshnúk ţurfi hún ađ fara í „hefđbundiđ viđhald“?

Líklega er kominn tími á viđhald ţyrlunnar. Blađamađurinn skrifar án hugsunar.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

„Tryggvi krefst launa til ársins 2022 í kjölfar uppsagnar.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                              

Athugasemd: Er ekki átt viđ ađ hann krefjist launa vegna uppsagnar? Sé svo af hverju er veriđ ađ tala um „kjölfar“ uppsagnar?

Tillaga: Tryggvi krefst launa til ársins 2022 vegna uppsagnar.

5.

„Mađurinn á bak viđ myndavélina ákćrđur.“

Fyrirsögn á visir.is.                              

Athugasemd: Hver er á „bak viđ myndavél“? Oftast er ţađ ljósmyndari. Sá sem tekur hreyfimynd getur varla kallast ljósmyndari, frekar myndatökumađur. 

Í fréttinni er sagt frá feđgum í Bandaríkjunum sem skutu mann sem var úti ađ skokka. Sá sem tók mynd af atburđinum hefur nú veriđ ákćrđur fyrir ađild ađ morđinu. Blađamađurinn gleymir ađ segja frá ţví hvers vegna ljósmyndarinn er kćrđur. Fréttin er ţví handónýt. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram ađ ákćruvaldiđ hafi ekki gefiđ upp hvers vegna ákćran var gefin út. Blađamađur Vísis lćtur ţess ógetiđ.

Tillaga: Myndatökumađurinn ákćrđur.

6.

„Heilmikill eldur kviknađi í vinnubúđum …“

Fyrirsögn á visir.is.                              

Athugasemd: „Af litlum neista verđur oft mikiđ bál …“ segir í alţekktu lagi. Hvernig getur „heilmikill eldur kviknađ“? Líklega hefur eldurinn smám saman orđiđ heilmikill en ekki kviknađ ţannig.

Í fréttinni segir:

Búđirnar samanstanda af um tíu einingum. 

„Samanstanda“ er ekki gott orđ. Líklega er átt viđ ađ vinnubúđirnar séu einingar sem rađađ er saman. Betur fer á ţví ađ orđa setninguna svona:

Búđirnar eru tíu einingahús sem hafa veriđ sett saman.

Gera má fleiri athugasemdir viđ fréttina. Blađamennirnir skrifa orđrétt upp eftir viđmćlandanum í slökkviliđinu, lagfćra ekki orđalagiđ jafnvel ţó augljóst sé ađ ţađ er fjarri ţví ađ vera skiljanlegt eđa eđlilegt.

Til dćmis er haft eftir viđmćlandanum:

Reykkafarar unnu ađeins í anddyri til ađ ná betur ađ eldi innan frá …

Hvađ merkir ţarna atviksorđiđ „ađeins“? Er átt viđ ađ reykkafararnir hafi veriđ stutta stund í anddyrinu, hafi eingöngu veriđ ţar eđa voru ţeir bara ađ slökkva eldinn í anddyrinu međan glatt logađi annars stađar? Ţurfi lesandinn ađ giska er fréttin ekki vel skrifuđ. Alveg stórfurđulegt ađ blađamennirnir skuli ekki hafa lesiđ fréttina ítarlega yfir.

Í fréttinni segir:

En ţađ vill ţó til ađ ţetta kviknar í enda hlémegin miđađ viđ vindinn

Hvađ merkir atviksorđiđ hlémegin? Oftast ţar sem er skjól fyrir vindi, ađ minnsta kosti er ţađ svo í ţessu tilviki. Tóm vitleysa er ađ hnýta viđ setninguna orđunum „miđađ viđ vindinn“.

Tillaga: Heilmikill eldur í vinnubúđum.

7.

„Schmidt tel­ur ţó eig­end­ur bein­anna ekki hafa sćtt grófu of­beldi í lif­anda lífi.“

Frétt á visir.is.                              

Athugasemd: Málsgreinin er illa samin og líklega er ekki rétt haft eftir frú Schmidt.

Hverjir eru „eigendur beinanna? Bankar, kröfuhafar, einstaklingar, fyrirtćki eđa ríkisvaldiđ? Grínlaust, varla getur einhver „átt“ bein sem legiđ hafa í jörđu í eina og hálfa öld.

Á vef Jyllandsposten segir:

Sigrid Frances Schmidt afviser, at knoglerne skulle stamme fra en forbrydelse, der har fundet sted i nyere tid.

Frú Schmidt segir ţađ eitt í Jótlandspóstinum ađ beinin séu ekki ţarna vegna glćps frá síđustu árum. Hún segir ekkert um „gróft ofbeldi“.

Tillaga: Schmidt tel­ur ekki ađ fólkiđ sem ţarna er grafiđ hafi sćtt grófu ofbeldi.


Bloggfćrslur 22. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband