Sátt viđ ađgerđir, gríma sem er vatnshellt og framkvćma ađgerđ

Orđlof

Ákvćđisorđ

Á undanförnum árum hef ég iđulega rekist á setningar eins og „Gćtu veriđ ár í ađ klöppin hrynji“, „Ćđislegt rjómapasta á mínútum“ og ýmsar fleiri í svipuđum dúr. 

Ţarna eru orđ sem vísa til tíma, ár og mínútur, notuđ án nokkurs ákvćđisorđs. Ţađ er ekki í samrćmi viđ mína málkennd – ég get bara notađ orđin svona í eintölu, ekki fleirtölu. 

Ţegar um er ađ rćđa orđ í fleirtölu sem tákna tíma ţarf yfirleitt ađ fylgja ţeim eitthvert ákvćđisorđ – töluorđ, lýsingarorđ eđa óákveđiđ fornafn – í setningum af ţessu tagi. Ţetta er hins vegar eđlileg setningagerđ í ensku.

Eiríkur Rögnvaldsson, sjá ítarlegar á vefsíđu hans.

Ákvćđisorđ: Orđ sem stendur međ öđru orđi og kveđur nánar á um einkenni ţess sem ţađ á viđ eđa segir nánar til um viđ hvađ er átt. Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Doktor Helga Kristjánsdóttir hefur hlotiđ framgang til prófessorsstöđu …

Frétt á blađsíđu 16 í Morgunblađinu 5.12.20.                                    

Athugasemd: Hlaut konan prófessorsstöđuna eđa ekki? Ţetta međ framgang skilst illa. Líklega eru ţeir sem annast ráđninguna enn ađ brćđa ţađ međ sér hvort hún fái starfiđ.

Í orđabókinni minni segir um orđiđ framgangur:

Framkvćmd, ţađ ađ koma e-u fram; framganga.

Tilvitnunin í fréttina verđur ekki skýrari međ ţessu, ţvert á móti. Ţá verđur ţađ fyrir manni ađ gúggla orđasambandiđ og ţá kemur í ljós ađ ţađ er nokkuđ algengt í ţessari merkingu. Af ţessu leiđir ađ leikmađurinn getur varla fullyrt ađ ţađ sé rangt notađ.

Í skrá um orđasambönd eru gefin tíu dćmi:

    1. (ekki framgang
    2. <málinu> framgang
    3. framgangur jöklanna 
    4. hafa framgang (međ <bókina>)
    5. <máliđ, breytingartillagan, gjaforđiđ> fćr (ekki) framgang
    6. <máliđ> hefur (<engan>) framgang
    7. <máliđ> hefur/hafđi hindrunarlausan framgang
    8. vera fljótstígur í framgangi
    9. vera luralegur í framgangi
    10. vera ţóttalegur í framgangi

Ekkert af ţessum hjálpar fáfróđum lesanda ađ í fréttina. 

Loks má geta ţess ađ framgangur er nafnorđ. Miklu betur fer á ţví ađ nota einfaldara orđalag međ sagnorđi, ţađ er ađ segja hafi konan veriđ skipuđ sem prófessor.

Tillaga: Doktor Helga Kristjánsdóttir hefur veriđ skipuđ í prófessorsstöđu …

2.

„Ţađ sést á könnunum Gallup ađ ţađ hefur veriđ mikil sátt viđ ţessar ađgerđir

Frétt ruv.is.                                     

Athugasemd: Fer ekki betur ađ segja ađ sátt sé um ađgerđirnar?

Tillaga: Ţađ sést á könnunum Gallup ađ mikil sátt var um ţessar ađgerđirnar

3.

„… [öndunargríma] sem hleypir vel út hita en er samt sem áđur vatnshellt.“

Auglýsing á blađsíđu 9 í Morgunblađinu 7.12.20.                                     

Athugasemd: Öndunargríma er nafnorđ í kvenkyni og ţví er hún vatnsheld. Orđiđ vatnsheldur er myndađ međ nafnorđinu vatn og sögninni ađ halda, ţađ sem heldur vatni.

Í auglýsingunni er textinn svona óstyttur:

Airpop Active er fjölnota öndunargríma, ytri skelin er úr mjúku örtrefjaefni (micro- fiber) sem hleypir vel út hita en er samt sem áđur vatnshellt.

Oft er ţađ svo ađ starfsmenn fyrirtćkis hanna auglýsingu og senda á fjölmiđil sem setur hana upp eins og kallađ er. Umbrotsmenn á fjölmiđlum eru yfirleitt mjög vandvirkir og ţessi auglýsing er ágćtt dćmi um ţađ. Ţó hefur gleymst lesa textann yfir. Gera má athugasemdir viđ ýmislegt annađ.

Í auglýsingunni er til dćmis sagt ađ gríman „sitji vel á andlitinu“. Ekki gott orđalag og sé ţađ gúgglađ kemur í ljós ađ ţađ er allt annars eđlis.

Tillaga: … [öndunargríma] sem hleypir vel út hita en er samt sem áđur vatnsheld.

4.

„Ţetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar ná ađ framkvćma slíka ađgerđ …“

Frétt á blađsíđu 13 í Morgunblađinu 7.12.20.                                     

Athugasemd: Orđalagiđ „framkvćma ađgerđ“ er nafnorđahnođ og merkir einfaldlega ađ gera. Ótrúlegt ađ reyndur blađamađur skuli skrifa svona.

Í fréttinni segir:

Ţeir stefna ţó enn lengra, og má segja ađ leiđangurinn nú hafi einungis veriđ áfangastađur í kapphlaupi stórveldanna og fleiri um ađ senda fyrsta manninn á yfirborđ Mars.

Enn er ţetta hnođ. „Senda fyrsta manninn“. Átt er viđ ađ senda mann eđa menn til Mars.

Óhjákvćmilega munu Marsfarar lenda á yfirborđinu, annars stađar verđur aldrei lent. Er blađamađurinn ađ ţýđa enska orđalagiđ „landing on the surface of March“? Sé svo nćgir einfaldlega ađ orđa ţađ ţannig ađ lent verđi á Mars.

Í fréttinni segir:

Gangi allt ađ óskum munu Kínverjar komast í útvalinna hóp ţjóđa, sem hafa náđ ađ sćkja grjót frá tunglinu …

Sá sem er útvalinn hefur veriđ sérstaklega valinn til ákveđins verks.

Ríki sem hafa sótt grjót til tunglsins eru ekki „útvalinna“ ekki frekar en ţeir sem hengja upp mynd heima hjá sér eđa aka bíl sínum í vinnuna.

Tillaga: Ţetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar ná ađ gera ţetta


Bloggfćrslur 7. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband