Kirkjan tapađ jólunum og til urđu glysjól

Setjum sem svo ađ hvergi í auglýsingum í fjölmiđlum vćri minnst á jól, jólagjafir eđa jólasveina og álíka. Allt verđi eins og fyrri hluta ársins. Hvernig yrđu ţá jólin?

Ég hef ađ undanförnu veriđ ađ velta ţessu fyrir mér og ţá sérstaklega hversu „mikilvćgar“ auglýsingar verslana eru í upplifun fólks vegna jólanna.

Samkvćmt skođanakönnunum segjast 60% landsmanna játa kristna trú en ađeins 40% telja sig vera trúađa (sjá frettabladid.is). Í ţessu felst nokkur ţversögn en látum ţađ vera. Líklega heldur um 90% ţjóđarinnar upp á jólin. Hvers vegna? 

Af skođanakönnunum og miklu fleiru má draga ţá ályktun ađ jólin séu stórum hluta orđin trúarlaus hátíđ. Allir, trúađ fólk og trúlaust, lćtur berast međ straumnum. Ţoka jólaauglýsinga umlykur allt samfélagiđ og fćstir hafa neinar áhyggir ţví allir leika međ og engum leiđist. Ţetta er allt svo skemmtilegt og fallegt. Tilhlökkunin er hins vegar endalaus, allt frá ţví ađ jólabörnin setja upp jólaljósin á hús sín og tré í september og ţangađ til jólin byrja.

Hvađ yrđi nú um jólin ef jólaauglýsingarnar myndu leggjast af? Yrđu ţćr eins og hver annar frídagur? Mér finnst ţađ líklegt enda eru fjölmörg dćmi sem líta má til samanburđar.

Margt snýst upp í andstćđur sínar vegna ţess ađ óskyldir ađilar hafa gert yfirtökubođ í hátíđarhöldin og eignast stóran hluta í ţeim. Án ţeirra sem auglýsa af krafti verđur ekkert úr hátíđarhöldum. Samfélagiđ byggist á ţví ađ fjölmiđlar međ auglýsingum mati okkur.

Enginn vill eignast fullveldisdaginn og hann er ţví flestum gleymdur. Ekkert fjör, ekkert glys, ekkert gaman. Bara ţrír krakkar úr Háskóla Íslands sem leggja krans á leiđi einhvers kalls sem er löngu dáinn.

Allt annađ er međ sumardaginn fyrsta, sautjánda júní og verslunarmannahelgina. Í svoleiđis frídögum borgar sig ađ fjárfesta. Ţeir eru sexí. Samt vita nú fćstir neitt um sumardaginn fyrsta hvernig stendur á ađ ţessi dagur var og er merkisdagur. „Ţađ er ekki einu sinni komiđ sumar í lok apríl,“ dćsa margir og ađrir hlćgja.

Sautjándi júní er ađeins skemmtilegur falli hann öđru hvoru megin viđ helgi. Annars er hann til óţćginda. Verslunarmannahelgin er almennileg enda er frí á mánudegi. Öll helgin er í eigu fjárfesta, kaupahéđna, en verslunarmenn eru löngu gleymdir og ţrćla ţegjandi á eigin frídegi. Ónefndir eru svo tilbúnu „hátíđarnar“, mesta ferđahelgin í júlí, bćjarhátíđarnar og allt hitt.

Svona gerast nú kaupin á eyrinni. Allir eru undir áhrifavaldi auglýsinga og fjölmiđlarnir eru erindrekar ţeirra. Kirkjan missti jólin og raunar líka páskana. Hún glutrađi úr höndum sér öđrum dögum sem forđum voru kenndir viđ atburđi eđa dýrlinga vegna ţess ađ ţessir dagar eru ekkert sexí eđa fjölmiđlavćnir. Ţrátt fyrir nafniđ er Ţorláksmessa fjarri ţví ađ vera trúarlegs eđlis og kirkjan á ekkert í henni.

Ekki veit ég hvađ langt er síđan trúin í lífi mínu tók ađ dofna og er nú minningin ein eftir. Ég bý ţó ađ ţví ađ hafa lćrt ýmislegt gagnlegt í KFUM í gamla daga og man enn eftir Jesús í musterinu en frá ţví segir í Biblíunni:

Nú fóru páskar Gyđinga í hönd og Jesús hélt upp til Jerúsalem. Ţar sá hann í helgidóminum ţá er seldu naut, sauđi og dúfur og víxlarana sem sátu ţar.

Ţá gerđi hann sér svipu úr köđlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauđina og nautin. Hann steypti niđur peningum víxlaranna og hratt um borđum ţeirra og viđ dúfnasalana sagđi hann:

„Burt međ ţetta héđan. Geriđ ekki hús föđur míns ađ sölubúđ.“

Já, kaupahéđnarnir voru hraktir út úr musterinu en ţeir voru ekki af baki dottnir og hefndu sín grimmilega. Krókur kom á móti bragđi og trúin var gerđ ađ sölubúđ. Verslanir eru ađ vísu ekki í kirkjum enda ţarf ţess ekki. Trúartáknin eru orđin verslunarvara, ţađ er ytri umbúnađurinn. Innihaldinu var kastađ. Og ţađ er ekki einu sinni víst ađ Jesús eđa ađrir í hans ranni viti af ţessu. Ađ minnsta kosti veit kirkjan ekkert af ţessu, heldur ađ allt sé í besta lagi.

Vćru ekki jólin lítiđ skemmtileg án auglýsinga? Yrđi kristin trú ekki eins og vindlaus blađra ef „sölubúđin“ vćri skilin frá henni?

Ó, hvađ viđ erum nú heppin ađ vera vitni ađ ţví ađ jólalögin, sálmarnir og allt ţađ sem stendur í biblíunni sé poppađ upp og gert svo skemmtilegt til ađ viđ getum haldiđ upp á glysjól. 

Jólin eru hátíđ ljóss og friđar ... Nei, hvađa vitleysa. Ţau eru vertíđ fyrir sölubúđina og ţeir sem hana reka geta treyst ţví ađ ég borgi. Og sjálft Jesúbarniđ er orđiđ munađarlaust.

 


Bloggfćrslur 3. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband