Hugga sig heima, búbbla og frelsissviptur

Orđlof

Ađ vera

Samkvćmt „Íslenskri orđtíđnibók“ (1991) er sögnin vera algengasta sagnorđ í íslensku og jafnframt eitt af ţremur algengustu orđum málsins ásamt samtengingunum og og ađ. 

Í textasafni međ rúmlega hálfri milljón lesmálsorđa kom vera rúmlega 21.000 sinnum fyrir í einhverri mynd. 

Öll algengustu orđ málsins eru svokölluđ kerfisorđ, ţar á međal hjálparsagnir eins og vera, verđa og hafa. 

Af öđrum sögnum er koma algengust en hún er í 22. sćti yfir algengustu íslensk orđ og kemur miklu sjaldnar fyrir en vera. 

Tiltölulega margar sagnir eru međal hundrađ algengustu orđa málsins og auk ţeirra sem ţegar eru nefndar eru algengustu sagnirnar ţessar: segja, fara, geta, taka, eiga, gera, sjá, halda, finna, fá, vita, standa, ganga, láta, vilja, leggja, mega og reyna.

Orđaborgarar. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Huggum okkur heima“

Auglýsing í Ríkisútvarpinu 13.12.20, klukkan 12:40.                                     

Athugasemd: Held ađ ţađ hafi veriđ nćrbrókarsali sem orđađi ţetta svo í auglýsingu sinni í Ríkisútvarpinu. Hugsanlega hefur hann fengiđ orđiđ úr norsku eđa dönsku. Í báđum málunum er talađ um ađ „hygge sig“. Ţegar ég nam í Noregi var stundum sagt:

Vi skal hygge oss í kveld.

Ţá var ćtlunin ađ hafa ţađ náđugt međ rauđvínslögg, góđri bók og eldi í arni.

Á íslensku er vissulega til sögnin ađ hugga en hún merkir ađ hughreysta, sefa og álíka. 

Í stađ ţess ađ „hugga okkur“ getum viđ haft ţađ náđugt, njóta einhvers, slaka á, slappa af og svo framvegis.

Ég mćli ekkert međ lýsingarorđinu „kósí“, finnst ađ afar aumt. Fjöldi íslenskra orđa eru betri.

Tillaga: Höfum ţađ náđugt heima.

2.

„Búbbla.“

Notađ í tengslum viđ fjöldatakamarkanir í faraldrinum.                                  

Athugasemd: Búbbla er ómögulegt orđ. Ţađ er einfaldlega enska orđiđ „bubble“ og snarađ yfir í íslenskan framburđ. Ţannig skemmri skírn gengur varla.

Í faraldrinum er „búbbla“ ćtlađ ađ vera einhvers konar takmörkun á fjölda ţeirra sem mega koma saman í einum hóp. Sumir tala um kúlu í sömu merkingu.

Um leiđ og ţeir sem nota „búbbla“ og „kúla“ hafa sleppt orđinu er nćst á vörum orđiđ hópur, hópamyndun, hópatakmarkanir og svo framvegis. Af hverju er ekki haldiđ áfram međ ţetta og talađ um „búbblumyndun“ og „búbblutakmarkanir“ eđa „kúlumyndun“, „kúlutakmarkanir“?

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ ekkert annađ orđ kemur í stađ nafnorđsins hópur. Tíu manna hópur er miklu betra orđalag en „tíu manna búbbla“ eđa „tíu manna kúla“.

Satt ađ segja er alveg furđulegt ađ fjölmiđlar hafi grafiđ upp „búbbla“ eđa „kúla“ í tengslum viđ faraldurinn. Líklega er ţetta komiđ úr ensku en sú tunga er ágćt ein og sér, íslenskan dugar okkur hérna.

Ég hef enga trú á ađ „búbbla“ nái fótfestu í íslensku en tel samt vissara ađ grafa orđiđ og kasta á ţađ rekunum.

Tillaga: Hópur.

3.

Aus fúkyrđum yfir ţjálfarann til ađ komast burt …“

Fyrirsögn á dv.is.                                  

Athugasemd: Sögnin ađ ausa er í eintölu nútíđar:

ég eys, ţú eyst, hann eys.

Í ţátíđ: 

ég jós, ţú jóst, hann jós

Orđiđ er ţví ansi óreglulegt og vissara ađ leggja beyginguna á minniđ.

Tillaga: Jós fúkyrđum yfir ţjálfarann til ađ komast burt …

4.

Plastefni brotnuđu niđur í leiđslum í ofn­in­um ţegar of heitt vatn rann um ţćr. Plastefn­in runnu síđan óhindruđ međ vatn­inu inn í kjarna­ofn­inn međ ţeim af­leiđing­um ađ plastefn­in urđu geisla­virk.“

Frétt á mbl.is.                                   

Athugasemd: Nástađa kallast ţađ ţegar sama orđiđ kemur óţarflega oft fyrir í texta. Vanur skrifari hefđi ađeins notađ orđiđ plastefni einu sinni.

Fréttin byrjar á ţessum orđum:

Sjálf­virk slökkvun átti sér stađ í kjarna­ofni 2 í Olkiluoto kjarnorku­ver­inu á vest­ur­strönd Finn­lands, ţann 10. des­em­ber síđastliđinn.

Nafnorđiđ „slökkvun“ er nokkuđ oft notađ í fréttum. Ţađ finn ég ekki í orđabókunum mínum. 

Margir skrifarar, ekki bara blađamenn, vilja endilega notađ nafnorđ eins og gert er í ensku og telja ađ skrifin verđi skýrari fyrir vikiđ. Sjaldnast er ţađ svo. Í fréttinni hefđi veriđ hćgt ađ umorđa málsgreinina og sleppa nafnorđinu. Til dćmis svona:

Öryggiskerfi slökktu sjálfkrafa á kjarnaofni tvö Olkiluoto kjarnorku­ver­inu á vest­ur­strönd Finn­lands, ţann 10. des­em­ber síđastliđinn.

Vandinn er ađ lesandinn veit ekki hvađ var slökkt í kjarnorkuverinu. Var eldur slökktur eđa var slökkt á framleiđslunni? 

Í fréttinni segir:

Ţetta ţykir minni­hátt­ar­at­vik

Held ađ íslenskukennarinn minn í MR hefđi af miskunnsemi sinni gefiđ ađeins eina villu fyrir ţetta í stađ tveggja eđa ţriggja. Samkvćmt reglunum á ađ skrifa ţetta svona: Minni háttar atvik.

Svo er ţađ ţetta međ nafnorđiđ atvik sem tröllríđur öllum fréttum í fjölmiđlum. Ţegar óhapp, slys eđa handvömm verđur á Landspítalanum heitir ţađ atvik. Í kjarnorkuveri kallast óhappiđ atvik. Líklega var ţađ atvik ţegar kjarnaofninn í Tsjernóbýl sprakk í loft upp áriđ 1982 og geislavirknin barst til norđurhluta Evrópu. Hins vegar geta atvik verđi spaugileg. Ţegar ég datt á rassinn á ísnum á Elliđavatni fannst öllum atvikiđ hlćgilegt og skelltu upp úr.

Í fréttinni er ţetta haft eftir viđmćlanda:

Full­trú­inn sem hafđi stýrt sam­skipt­um Finna á međan ćf­ing­unni stóđ gleymdi ađ breyta und­ir­skrift sinni á til­kynn­ing­ar frá ţeim eft­ir ćf­ing­una, ţannig ađ ţegar hann svo til­kynnti um al­vöru at­vikiđ ţá ţurfti hann ađ árétta efti­rá ađ hann hafi vissu­lega gleymt ađ breyta und­ir­skrift sinni sem stjóri ćf­ing­ar­inn­ar, ţví ţađ var jú eng­in ćf­ing leng­ur í gangi.

Ég skil ekki ţessa löngu málsgrein.

Nauđsynlegur eiginleiki blađamanns er ađ geta sagt sögu. Frétt er ekkert annađ en saga sem sett er upp á ákveđinn hátt. Orđ sem kastađ er fram í belg og biđu hjálpa ekki lesendum. 

Tillaga: Plastefni brotnuđu niđur í leiđslum í ofn­in­um ţegar of heitt vatn rann um ţćr. Ţau runnu síđan međ vatn­inu inn í kjarnaofn­inn og urđu ţar geisla­virk.

5.

„Langvarandi Covid-19 mögulega ónćmiskerfiđ ađ ráđast á líkamann.“

Fyrirsögn á visir.is.                                  

Athugasemd: Hvađ merkir ţessi setning? Međ ţví ađ lesa fréttina má hugsanlega skilja hana á ţann veg ađ ónćmiskerfi líkamans geti brenglast eftir ađ hafa sýkst af Covid-19. Ţađ trufli síđan eđlilega starfsemi hans lengi eftir ađ sjúklingurinn hafi náđ sér.

Orđunum virđist rađađ upp af handahófi en samt getur lesandinn áttađ sig á ţví sem ţarna segir.

Tökum dćmi. Skilur einhver ţetta: „Hstamnmót“. Eflaust átta flestir sig á ţví ađ orđiđ hestamannamót er ţarna rangt skrifađ. Hér er annađ frumsamiđ dćmi:

Bíl í Flatey ađ aka hestamannamóti á ţrjá hesta.

Lesandinn getur ráđiđ í ţađ sem ţarna er skrifađ. Engu ađ síđur er setningin langt frá ţví ađ vera rétt.

Líklegast er ađ blađamađurinn á Vísi hafi ekki lesiđ fréttina yfir og ekki heldur samstarfsmenn hans og síst af öllu fréttastjórinn ţví hún stendur óbreytt ţegar ţetta er skrifađ. Sannast nú hér sem áđur hefur veriđ sagt ađ fréttirnar skipta minna mál, auglýsingarnar eru ađalatriđi.

Lesendur fréttarinnar gera athugasemdir viđ ofangreinda frétt á Vísi og ţeirra á međal er Kristinn Sigurjónsson sem skrifar:

Ţađ er nokkuđ sérstakt í upphafi greinarinna ađ segja „taliđ hrjá um 10% einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára og einn af fimm 70 ára og eldri.“ 

Á einfaldri íslensku er ţetta 10% einstaklinga á aldrinu 18 til 49 ára og 20% sem eru 70 ára og eldri.

Samhengiđ í fréttinni er ađ ţessu leyti alls ekki gott. Varla viđ öđru ađ búast ţegar fólk er látiđ skrifa um ţađ sem ţađ ţekkir ekki.

Gera má athugasemdir viđ fjölmargt annađ í fréttinni.

Tillaga: Enginn tillaga.

6.

Frelsis­sviptur, laminn og rćndur.“

Fyrirsögn á frettabladid.is.                                   

Athugasemd: Fyrst á annađ borđ er veriđ ađ nota orđskrípiđ „frelsissviptur er ekkert samrćmi í fyrirsögninni. Hún ćtti ađ vera svona:

Frelsissviptur, lemsturgefinn og verđmćtasviptur

Löggumáliđ er hrikalega skrýtiđ. Ístöđulitlir blađamenn sem eru ađ feta sín fyrstu spor í skrifum bera óttablanda virđingu fyrir bullinu úr löggunni. Halda ađ hún tali „gullaldarmál. Og löggan finnur svo mikiđ til sín ađ hún keppist viđ ađ fullkomna stofnanamál sitt en af miklum vanefnum.

Hér eru dćmi um orđalag löggunnar: 

    • Frelsissviptur. Sviptur frelsi sínu.
    • Framkvćma húsleit. Leita í húsi. 
    • Haldleggja. Tak eđa leggja hald á.
    • Tryggja ástandiđ. Hafa stjórn á ađstćđum
    • Međ mann í tökum. Mađur er handtekinn, í járnum.
    • Árásarađili. Sá sem beitir ofbeldi, ofbeldismađur.
    • Árásarţoli. Fórnarlambiđ, sá sem er ráđist á.
    • Vista í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Settur í fangelsi međan veriđ er ađ rannsaka máliđ.
    • Fangageymsla. Fangelsi. 
    • Í annarlegu ástandi. Undir áhrifum áfengis, lyfja eđa fíkniefna.
    • Nytjastuldur. Rán. 
    • Afstunga. Sá sem veldur árekstri eđa slysi flýr af stađnum.
    • Klessa bíl. Bíll skemmist vegna áreksturs

Sumt af ţessu er í lagi, annađ tóm vitleysa. Öll orđin eiga ţađ sameiginlegt ađ vera ofnotuđ af löggunni og „löggufréttablađamönnum“. 

Tillaga: Engin tillaga.


Bloggfćrslur 16. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband