Útsýni yfir Esju, verđa fyrir peningaţjófnađi og međ skemmtnari mönnum

Orđlof

Helmingi ţyngra

Ţegar talađ er um ađ eitthvađ sé helmingi ţyngra en eitthvađ annađ getur ţađ merkt tvennt: 

    1. ađ hluturinn sé 100% ţyngri
    2. ađ hluturinn sé 50% ţyngri.

Úr ţví ađ orđasambandiđ hefur tvćr merkingar í íslensku kann ţađ ađ valda misskilningi í málnotkun.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Íbúđin er 314 fermetrar ađ stćrđ og á efstu hćđ hússins ađ Vatnsstíg, međ útsýni yfir Esjuna.“

Frétt á visir.is.                  

Athugasemd: Ţađ hlýtur vera afar hátt hús ef sjá má af efstu hćđinni yfir Esjuna. Fjalliđ er rúmlega 700 m hátt.

Hitt er stađreynd ađ hús ţarf ekki ađ vera hátt svo vel sjáist til Esju eđa annarra fjalla. Víđa sést úr húsum til Snćfellsjökuls, ţó ekki yfir hann.

Tillaga: Íbúđin er 314 fermetrar ađ stćrđ og á efstu hćđ hússins ađ Vatnsstíg, međ útsýni til Esju.

2.

Međal annars fékk Röskva-samtök félagshyggjufólks viđ Háskola Íslands ţađ hlutverkfinna til aukaleikara og tóku ţví margir háskólanemar ţátt í kvikmyndinni.“

Frétt á visir.is.                  

Athugasemd: Málfrćđilega er ekkert ađ ţessari málsgrein. Fyrir utan eina stafsetningavillu (Háskola í stađ Háskóla) er ýmislegt ađ. Dálítiđ er öfugsnúiđ ađ Röskva hafi fengiđ hlutverk en ekki ţó í kvikmyndinni en háskólanemar fengu ekki hlutverk heldur tóku ţátt í myndinni.

Ađeins er getiđ um eitt „hlutverk“ Röskvu en engu ađ síđur er notađ orđalagiđ „međal annars“ og ţá vantar upplýsingar um önnur „hlutverk“ samtakanna. Ţau fengu ekki hlutverk heldur verkefni.

Hvađ merkir ađ „finna til aukaleikara“. Skil ţađ ekki alveg. Kannast ţó viđ orđalagiđ ađ taka til í merkingunni ađ ţrífa. Má vera ađ blađamanninum hafi ekki ţótt nóg segja ađ samtökin hafi fundiđ leikaraefnin og viljađ hnykkja á ţví orđin og bćta „til“ viđ ţađ.

Fréttin bendir til ađ blađamađurinn sé slakur í skrifum, jafnvel hrođvirkur. Fleira í fréttinni má gagnrýna.

Tillaga: Röskva, samtök félagshyggjufólks viđ Háskóla Íslands fékk ţađ verkefni ađ finna aukaleikara og fengu ţví margir háskólanemar hlutverk kvikmyndinni.

3.

„Flakkar heimshorna á milli til ţess ađ elta drauminn.“

Frétt á frettabladid.is.                 

Athugasemd: Á ensku er sagt „follow your dream“. Ţeir sem hafa rýran íslenskan orđaforđa og lélegan skilning á málinu halda ađ ţetta ţýđi „eltu drauma ţína“. 

Athygli vekur ađ fréttin er ekki ţýdd, heldur frumsamin. Blađamađurinn er ábyggilega betri í ensku en íslensku. 

Okkur dreymir og viđ eigum drauma, okkur langar og viđ ţráum eitthvađ. Viđ eltumst ekki viđ langanir okkar, óskir eđa ţrár. Ţađ er skelfilega vitlaust orđalag.

Talsverđur munur er á ensku og íslensku ţó málin séu skyld. Hiđ versta sem ţýđandi gerir er ađ ţýđa orđrétt. Ţađ getur Google-translate gert og oft mun betur. Ţýđingarforrit hefur  hins vegar hvorki hugsun eđa tilfinningu en mennskur ţýđandi ćtti ađ hafa hvort tveggja nema hann sé illa ađ sér.

Niđurstađan er ţví sú ađ Íslendingur segist vilja láta draum sinn eđa drauma sína rćtast. Honum er ómögulegt ađ „elta drauma“ ţví ţannig orđalag gengur ekki upp á íslensku. 

Og hvers virđi er sá draumur sem viđ ţurfum ađ eltast viđ.

Tillaga: Lćtur draum sinn rćttast á ferđalögum um heiminn.

4.

„Lög­regl­an á Suđur­nesj­um fékk í vikunni til sín erlenda ferđamenn sem sögđust hafa orđiđ fyr­ir peningaţjófnađi.“

Frétt á mbl.is.                 

Athugasemd: Hér er rétt eins og „peningaţjófnađur“ sé hlutur á hreyfingu sem skolliđ hafi á ferđamönnunum. Svo er ekki heldur er blađamađurinn einn af ţessum sem heldur ađ nafnorđavćđingin sé af hinu góđa, geri fréttirnar trúverđugri.

Fréttin er stutt. Í henni eru engar málfrćđilegar villur eđa rangt stafsett orđ en hún er bara illa skrifuđ. Öll er hún svona:

Lög­regl­an á Suđur­nesj­um fékk í vik­unni til sín er­lenda ferđamenn sem sögđust hafa orđiđ fyr­ir pen­ingaţjófnađi. Ferđamenn­irn­ir greindu lög­reglu frá ţví ađ and­virđi 300 ţúsund króna hefđi veriđ stoliđ úr bif­reiđ ţeirra ţar sem hún stóđ viđ Geysi.

Lög­regl­an seg­ir ađ fé ferđamann­anna hafi veriđ í pund­um og evr­um, en ađ ţeir hafi ekki getađ veitt nán­ari upp­lýs­ing­ar um ţjófnađinn. Máliđ er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu.

Í stuttu máli hefđi blađamađurinn getađ sparađ sér orđalengingar og skrifađ eitthvađ á ţessa leiđ:

Evrum og pundum var stoliđ úr bíl erlendra ferđamanna viđ Geysi í vikunni. Andvirđi peninganna var um 300 ţúsund íslenskar krónur. Ţeir kćrđu máliđ til Lögreglunnar á Suđurnesjum en gátu ekki veitt nánari upplýsingar um ţjófnađi.

Í stađ sextíu og sex orđa hefđi blađamađurinn getađ skrifađ fréttina međ ţrjátíu og sex orđum. Málalengingar, tuđ og tafs eru ekki til bóta í fréttaskrifum.

Tillaga: Peningum var stoliđ af erlendum ferđamönnum sem kćrđu máliđ til Lögreglunnar á Suđurnesjum.

5.

„Viđ hitt­umst oft á kránni. Hann var mjög op­inn og međ skemmtn­ari mönn­um.“

Frétt á mbl.is.                   

Athugasemd: Sá sem skrifar svona á ekki ađ skrifa fréttir nema einhver lagfćri skrifin fyrir birtingu. Fréttin er ekki vel skrifuđ, margt sem orkar tvímćlis í henni. 

Ţví miđur er enginn prófarkalestur á mbl.is frekar en öđrum íslenskum fréttamiđlum. Gera blađamenn og útgefendur sér grein fyrir ţví hversu mikil áhrif fjölmiđlar hafa?

Á undanförnum árum hefur ţeim blađamönnum fćkkađ sem eru vel máli farnir og skrifa lipran og  lćsilegan texta. Í stađinn eru ráđnir viđvaningar sem fá enga tilsögn frá stjórnendum fréttamiđlanna og oft eru ţeir síđarnefndu engu skárri.

Tillaga: Engin tillaga.

6.

„Líđum ekki brota­starf­semi á ís­lenskum vinnu­markađi.“

Frétt á mbl.is.                   

Athugasemd: Af og til koma upp nýyrđi sem ryđja eiga gömlum og góđur orđum úr vegi. Í stađ ţess ađ nota orđiđ lögbrot er komiđ „brotastarfsemi“. Ef til má ţakka fyrir ađ ekki sé talađ um „lögbrotastarfsemi“. 

Orđiđ lögbrot hefur ákveđna merkingu og hún er ekki góđ. „Brotastarfsemi“ virđist vera allt annars eđlis og ekki eins neikvćđ. Hér vinna menn ţá viđ „útgerđarstarfsemi“, „fiskvinnslustarfsemi“, „byggingastarfsemi“, „brotastarfsemi“, „ferđastarfsemi“ og ábyggilega margt fleira.

Orđiđ „brotastarfsemi“ er komiđ úr yfirlýsingu félagsmálaráđherra. Blađamađur hefđi mátt lesa fréttina yfir fyrir birtingu. Ekki er allt gott sem kemur frá stjórnsýslunni. Í henni er nástađa og langar og flóknar málsgreinar.

Tillaga: Líđum ekki lögbrot á ís­lenskum vinnu­markađi.


Bloggfćrslur 26. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband