Óbindandi markmiđ, rauđar hitatölur og líkamsárás gerđ

Orđlof

Málvönun

Ég lagđi til ađ orđ ársins yrđi „málvönun“. En nei, upplýst hefur veriđ viđ hátíđlega athöfn ađ „hamfarahlýnun“ hefđi hlotiđ náđ fyrir augum ađstandenda. Gárungarnir eru strax farnir ađ glotta og vilja breyta h-i í s.

Baldur Hafstađ, Tungutak á blađsíđu 24 í Morgunblađinu 18.1.2020.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Ríki NATO skulda Bandaríkjunum ekki fé, heldur er hann ađ vísa til óbindandi markmiđs bandalagsins um ađ …

Frétt á visir.is.                

Athugasemd: Hér hefđi veriđ betra ađ tala um markmiđ sem ekki eru bindandi. Orđalagiđ í tilvitnuninni bendir til ţess ađ blađamađurinn hafi ţýtt úr ensku í fljótheitum en ekki gćtt nógu vel ađ íslensku málfari.

Tillaga: Ríki NATO skulda Bandaríkjunum ekki fé heldur bendir hann á markmiđ bandalagsins sem ţó eru ekki bindandi um ađ …

2.

„Stuđningsmenn West Ham mótmćldu eignarhaldi David Sullivan og David Gold á félaginu fyrir leik dagsins …“

Frétt á frettabladid.is.                 

Athugasemd: Skrifa á mótmćltu ekki „mótmćldu“. Stafsetningavillur eiga ekki ađ vera í dagblöđum né í öđrum ritum. Til eru fyrirtaks villuleitarforrit sem koma í veg fyrir flestar villur. Vandinn er hins vegar sá ađ ţegar rangt orđ er skrifađ gagnast forritin ekki. Ţau skilja til dćmis ekki ef fall nafnorđsins er rangt eđa tíđ sagnarinnar. Skrifi ég óvart ţá í stađ ţú, gera forritin engar athugasemdir.

Ekkert kemur í stađ vökuls auga blađamannsins, ţekkingar og reynslu. Ţess vegna er á ţetta minnst ađ stundum veit ég ekki hvort blađamenn gerir villur af einskćru ţekkingarleysi eđa bara óvart.

Tillaga: Stuđningsmenn West Ham mótmćltu eignarhaldi David Sullivan og David Gold á félaginu fyrir leik dagsins …

3.

„Á­reksturinn á Sand­gerđis­vegi varđ viđ eftir­för lög­reglu.“

Frétt á frettabladid.is.                 

Athugasemd: Líklega er réttara ađ segja ađ áreksturinn hafi orđiđ vegna eftirfararinnar. Lögreglan eltir bíl sem ţess vegna lendir í árekstri. Hefđi löggan ekki elt hefđi varla orđiđ árekstur.

Tillaga: Á­reksturinn á Sand­gerđis­vegi varđ vegna eftir­farar lög­reglu.

4.

Ađstćđur til akst­urs víđa vara­sam­ar.“

Fyrirsögn á mbl.is.                 

Athugasemd: Skrýtiđ ađ orđa ţetta eins og segir í fyrirsögninni og raunar líka í fréttinni. Í henni kemur fram ađ vegir eru varasamir vegna hálku. Af hverju er ekki hćgt ađ segja ţađ beinum orđum?

Í fréttinni segir:

Hlýnađ hef­ur hratt á öllu land­inu síđastliđinn sól­ar­hring og eru rauđar hita­töl­ur á flest­öll­um stöđum.

Ţetta er skrýtiđ orđalag. Hvađ eru „rauđar hitatölur“? Hvađ eru „flestallir stađir“? Eftirfarandi hefđi ábyggilega skilist betur:

Hlýnađ hefur hratt á landinu síđastliđinn sólarhring.

Einnig segir í fréttinni: 

Ţegar einnig er hvass vind­ur eru ađstćđur til akst­urs mjög vara­sam­ar.

Ţetta vindatal er orđiđ dálítiđ hvimleitt svo ekki sé talađ um ţćr margumrćddu „ađstćđur“. Kalla má ţađ „misvindatal“ ţegar sífellt er talađ um lítinn vind, meiri vind og mikinn vind í stađ ţess ađ nota gömul og gegn orđ eins og hvassviđri, storm og álíka.

Hér áđur fyrr hefđi veriđ sagt:

Í hvassviđri [og hálku] getur veriđ erfitt ađ aka.

Í lok fréttarinnar er ţetta haft af vef Veđurstofunnar:

Sér­stak­lega má bú­ast viđ auknu af­rennsli á norđan­verđu Snćfellsnesi, svćđinu í kring­um Mýr­dals­jök­ul og á SA-landi. Einnig eru lík­ur á vatna­vöxt­um í Skagaf­irđi og Eyja­fjarđará vegna snjóbráđar í kjöl­far hćkk­andi hita og hvassra vinda,“ seg­ir á vef Veđur­stof­unn­ar.

Hvađ er „afrennsli“? Jú, líklega ţegar bíll rennur af vegi vegna hálku. Er ţetta kannski misskilningur. Getur veriđ ađ sá sem skrifađi eigi viđ ađ vegna hlýinda aukist vatn í ám og lćkjum? Nei, ansakorniđ. Ţá hefđi hann sagt ţetta beinum orđum.

Betra er ađ tala um vatnavexti í „Skagafirđi og Eyjafjarđará“. Ţađ ţýđir líklega ađ ekki vex í öđrum ám í Eyjafirđi, til dćmis Mjađmá, Gilsá, Finná, Skjóldalsá og fleirum sem ţó renna í Eyjafjarđará. Hvađ ţá Glerá, Hörgá, Fnjóská, Svarfađardalsá og fleiri sprćnum sem falla annars stađar til sjávar í firđinum, svo ekki sé minnst á allar ţverárnar. Nei, ađeins vex í Eyjafjarđará. 

Ţegar hlýnar ađ vetrarlagi er ţađ óumbreytanlegt lögmál ađ snjór bráđnar og vatn leitar niđur á viđ, í ám og lćkjum vex. Í stađinn fyrir ađ tilgreina Skagafjörđ og Eyjafarđará hefđi Veđurstofan (og Mogginn) átt ađ einfalda orđalagiđ, sleppa langlokunni og hafa ţetta svona:

Vegna hlýinda má búast viđ ađ vatn aukist í ám og lćkjum. 

Tólf orđ sem segja ţađ sama og ţrjátíu og átta í tilvitnađa textanum.

Svo er ţađ stóra spurningin: Hvađ eiga lesendur ađ gera međ ţessar upplýsingar. Nota björgunarvesti, kaupa bát …? Eđa heldur Mogginn og Veđurstofan ađ fólk hafi ekki rökhugsun ţegar kemur ađ veđurfari?

Tillaga: Vegir víđa varasamir vegna hálku.

5.

75 fangar sluppu úr fangelsi í austurhluta Paragvć nćrri landamćrum Brasilíu.“

Frétt á blađsíđu 13 í Morgunblađinu 20.1.2020.                 

Athugasemd: Óvíđa tíđkast ađ byrja setningu međ tölustaf. Engu ađ síđur gerist ţetta svo ótal oft í íslenskum fjölmiđlum. Líklega vita blađamenn ekki betur, tóku ekki vel eftir í íslenskutímum í framhaldsskólum og hafa ekki stundađ lestur fjölmiđla og bókmennta ađ neinu marki.

Ástćđan er einfaldlega sú ađ grundvallarmunur er á tölustaf og bókstaf. Stór stafur er alltaf ritađur í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti. Tölustafir hafa ekki stóran staf nema ţeir séu skrifađir međ bókstöfum og ţađ ber ađ gera, ađ minnsta kosti í upphafi setningar.

Sáraeinfalt er ađ lagfćra ţetta:

Tillaga: Sjötíu og fimm fangar sluppu úr fangelsi í austurhluta Paragvć nćrri landamćrum Brasilíu.

6.

„Framkvćmdastjóri Samtaka ferđaţjónustunnar horfir til ţess ađ fariđ verđi yfir tilfelli vetrarins ţar sem slys hafa orđiđ á ferđamönnum međ tilliti til ţess hvernig bćta megi kerfiđ.“

Frétt visir.is.                 

Athugasemd: Ţetta er ótrúlega bjánaleg málsgrein og rýr. Varla ţarf ađ rökstyđja ţessa fullyrđingu.

Hvađ merkir ađ „horfa til ţess“? Hvađa tilgangi ţjónar orđiđ „tilfelli“? Er betra ađ segja „slys hafa orđiđ á ferđamönnum“ en ferđmenn hafi slasast“? Hvađ er átt viđ „međ tillit til ţess“? Og loks hvađa „kerfi“ er veriđ ađ tala um?

Fyrirsögn fréttarinnar er svona:

Horfir til ţess ađ fariđ verđi yfir tilfelli vetrarins.

Skilur einhver ţetta? Setningin segir eiginlega ekkert, er galtóm.

Málsgreinin og raunar fréttin öll er ótrúlega viđvaningslega samin.

Tillaga: Framkvćmdastjóri Samtaka ferđaţjónustunnar vill ađ slys a ferđamönnum verđi rannsökuđ.

7.

„Lögreglan rannskar líkamsárás sem gerđ var í nótt.“

Frétt í sjöfréttum Ríkisútvarpsins 20.1.20.                 

Athugasemd: „Gera líkamsárás“ segir í fréttinni en dauđlegt fólk hefđi talađ um ađ ráđist hafi veriđ á mann. Sé orđiđ „líkamsárás“ notađ má ćtla ađ hún „hafi veriđ gerđ“.

Í svipađir frétt á ruv.is segir:

[Í] dagbók lögreglu kemur fram ađ tilkynning hafi borist laust fyrir klukkan ţrjú um ađ ţrír menn hefđu ráđist á starfsmann verslunar og haft á brott međ sér vörur.

Ţeir sem taka vörur á leyfis eru tvímćlalaust ađ stela eđa rćna. Af hverju er ţađ ekki sagt? Ţarf ađ hafa einhvern fyrirvara á athćfinu eđa bófunum?

Í fréttinni segir líka:

Um klukkustund síđar var tilkynnt um umferđaróhapp í Árbć. Ţar hafđi bíl veriđ ekiđ á ţrjá ađra bíla og síđan af vettvangi. 

Varla er ţađ „umferđaróhapp“ ţegar bíl er ekiđ á annan. Seinni setningin vekur athygli. Ţađ hefđi veriđ frétt til nćsta bćjar ef bílnum hefđi ekki veriđ ekiđ á „ţrjá ađra bíla“ heldur á sjálfan sig. 

Loks má ţakka fyrir ađ hiđ sívinsćla og klassíska lögreglu- og blađamannaorđ „vettvangur“ skuli koma fyrir í fréttinni. Ţađ hefđi veriđ frétt ef ţađ vantađi.

Tillaga: Lögreglan rannsakar líkamsárás frá ţví í nótt.


Bloggfćrslur 20. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband