Fara međ höfuđiđ hátt, sitjandi borđhald og svalalokun á svölum

Orđlof

Jónas

Jónas Hallgrímsson fćddist 16. nóvember 1807. Ríkisstjórnin ákvađ áriđ 1995 ađ 16. nóvember ár hvert yrđi dagur íslenskrar tungu og helgađur rćkt viđ hana. Fer vel á ţví ađ tengja slíkan dag minningu Jónasar enda hafđi hann sterk áhrif á menningarsögu Íslendinga. Alkunnur er skáldskapur Jónasar og framlag ţeirra Fjölnismanna til sjálfstćđisbaráttunnar.

Jónas Hallgrímsson bjó til ýmis nýyrđi og skulu nokkur ţeirra nefnd hér til gamans: ađdráttarafl, fjađurmagnađur, hitabelti, ljósvaki, sjónarhorn, sjónauki (Jónas notađi ţetta orđ reyndar sjálfur um ţađ sem nú heitir smásjá), sólmyrkvi, sporbaugur.

Málfarsbankinn.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

Eriksen getur fariđ međ höfuđiđ hátt.

Fyrirsögn á dv.is.               

Athugasemd: Hversu hátt á ţessi Eriksen ađ fara međ höfuđiđ og hvert? Hvers höfuđ er ţetta? Hvađ varđ um afganginn af líkamanum?

Í fréttinni segir:

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir ađ Christian Eriksen geti yfirgefiđ félagiđ međ höfuđiđ hátt.

Ţetta er illskiljanlegt eins og fyrirsögnin.

Einnig segir í fréttinni:

,,Ef hans ákvörđun er ađ fara ţá getur hann gert ţađ međ höfuđiđ hátt,“ sagđi Mourinho.

Blađamađurinn endurtekur vitleysuna.

Svo segir loks:

,,Viđ verđum ađ sýna virđingu en í dag ţá gerđi hann allt sem hann gat.„

Fyrr gćsalappir virđast gerđar međ tveimur kommum. Seinni gćsalappirnar eru eins og ţćr eiga ađ vera í upphafi tilvitnunar. Hrođvirknisleg vinnubrögđ.

Vera má ađ „blađamađurinn“ hafi ćtlađ ađ segja ađ Eriksen geti „boriđ höfuđiđ hátt“. Ţađ orđalag er kunnuglegt og merkir ađ mađurinn geti veriđ hreykinn, ánćgđur međ sig, stoltur

Blađamađurinn getur ekki boriđ höfuđiđ hátt eftir svona klúđur. Hann er ekki vel ađ sér.

Fréttin er öll í eins konar glósustíl sem líklega er ćtluđ fyrir ţá eina sem til ţekkja. Ađrir vita ekkert um hvađ fréttin snýst. Hún er ekki einu sinni hálfunnin.

Tillaga: Eriksen getur fariđ og boriđ höfuđiđ hátt.

2.

„Ţar kemur fram ađ sitjandi borđ­hald verđi á árs­há­tíđinni …“

Frétt á frettabladid.is.                

Athugasemd: Í fréttinni er sagt frá fyrirhugđri árshátíđ Arion banka. Ţar verđur međal annars „sitjandi borđhald“. Blađamanni Fréttablađsins finnst ţetta alveg ágćtis orđalag, notar ekki einu sinni gćsalappir. Ađalatriđiđ virđist vera kostnađurinn viđ árshátíđina.

Hvađ er svo „sitjandi borđhald“? Allir vita hvađ borđhald merkir, ţá er matast viđ borđ, yfirleitt setiđ til borđs, setiđ undir borđum. Varla kallast ţađ borđhald ţegar fólk stendur upprétt og matast.

„Sitjandi borđhald“ er auđvitađ tóm rassbaga rétt eins og „standandi“ eđa „sitjandi“ tónleikar.

Í fréttinn segir:

Lands­liđ ţekktra tón­listar­manna veriđ bókađur til ađ spila í nokkrum sölum tón­listar­hússins.

Fljótfćrnin gerir blađamanninum grikk, vonandi veit hann betur.

Ennig segir í fréttinni:

Öllu er tjaldađ til en gestum gefst kostur á ađ hlýđa á öll helstu tón­listar­stirni Ís­land …

Hvađ er „tónlistarstirni“? Er ţađ meira eđa minna en tónlistarstjarna? Samkvćmt orđabókinn er stirni leitt af stjarna. Ţekkt eru smástirni og jafnvel stórstirni sem ţó eru minni er stjörnur.

Á máliđ.is segir um stirni:

Plánet sem er smá og óregluleg í laginu. 

Get ekki skiliđ ţetta á annan vegu en ađ ţarna sé veriđ ađ gera lítiđ úr skemmtikröftunum.

Á dagskrá árshátíđarinnar er einn liđur sem kynntur er svona:

Jógvan međ sing-along.

Til er afbragđsgóđ regla sem reynst hefur vel í langan, langt tíma hjá flestum ţjóđum. Hún er svona: Ekki blanda saman tungumálum. Skrifađu íslensku fyrir íslenska lesendur. Ef ţig vantar íslenskt orđ notađu orđabók. Ekki sletta ensku eđa öđrum tungumálum. 

Um enska orđalagiđ „sing-along“ segir í orđabókinni:

An informal occasion when people sing together in a group; ´the party got off to a resounding start with a singalong.´

Hér er átt viđ ađ fólk syngi saman, taki ţátt í söng stjórnandans á sviđinu. 

Tillaga: Ţar kemur fram ađ setiđ verđur undir borđum á árs­há­tíđinni …

3.

Svalalokun er á svölum.“

Fasteignaauglýsing á visir.is.                

Athugasemd: Ansi er ţetta nú óheppileg setning. Ţannig fer ţegar nafnorđin fá ađ taka völdin, viljandi eđa óviljandi. 

Svalalokun er mikiđ notađ orđ, ađ minnsta kosti birtist ţađ oft í fasteignaauglýsingum og víđar og framleiđendur nota ţađ í auglýsingum. Mér finnst ţađ afspyrnu ljótt.

Svalir eru ekki beinlínis lokađar heldur eru settir á ţćr opnanlegir gluggar svo fólk geti betur notiđ ţeirra ţrátt fyrir kul eđa kulda. 

Í stađinn mćli ég međ ţví ađ segja gluggar á svölum og ţar međ er engin nástađa lengur. Ţar ađ auki held ég ađ orđalagiđ sem miklu meira ađlađandi en gluggalokun.

Tillaga: Gluggar á svölum.

4.

„Heimsókn í heild sinni: Ţriggja hćđa höll Súsönnu í London.“

Fyrirsögn á visir.is.                

Athugasemd: Hver er munurinn á heimsókn og „heimsókn í heild sinni“? Í sjónvaprţćtti á Vísi er veriđ ađ sagt frá heimsókn til íslenskrar konu sem býr í London. Fyrirsögnin er ljót og illa samin.

Óţarfi er ađ segja ađ heimsóknin sé sýnd „í heild sinni“, átt er viđ ađ allur ţátturinn sé sýndur en ekki hluti hans. Heimsókn er einfaldlega heimsókn. Sé hún sýnd stytt má taka ţađ fram. Lesendur eru ekki kjánar, ţeir skilja hvađ heimsókn merkir. Síst af öllu er ţađ sölulegra ađ bćta viđ „í heild sinni“. Berum bara saman tilvitnađa fyrirsögn og tillöguna hér fyrir neđan.

Fréttin er annars ósköp viđvaningslega skrifuđ. 

Tillaga: Heimsókn til Súsönnu í ţriggja hćđa höll hennar í London.

5.

Ađ ţví er fram kemur í frétt Guardian um máliđ skeytir dómarinn ekki oft skapi.

Fyrirsögn á visir.is.                

Athugasemd: Hvađ merkir ađ „skeyta skapi“? Ţetta er bull. Hvađ á mađur ađ segja svona klúđur sést í ágćtum vefmiđli? 

Blađamađurinn gćti kannast viđ orđasambandiđ „ađ skeyta skapi sínu á einhverjum“. Sögnin ađ skeyta er dregiđ af orđinu ađ skjóta og hér merkir orđasambandiđ ađ láta skapillsku sína bitna á einhverjum. Ţađ á hins vegar ekki viđ hér.

Ţá kann blađamađurinn ađ hafa heyrt um orđasambandiđ „ađ skipta skapi“. Ţeir sem ţađ gera fara venjulegast í fýlu eđa bregđast illa viđ einhverju.

Í ţriđja lagi gćti blađamađurinn hafa slegiđ saman ţessu tveimur orđatiltćkjum og útkoman orđalagiđ „ađ skeyta ekki skapi“. 

Viđ liggur ađ mađur vorkenni blađamanninum, en hann getur ekki gert meira en hann kann. Verra er ţó ađ útgáfan stendur í ţví ađ dreifa tómu bulli.

Fjölmargir villast á orđatiltćkjum og málsháttum og stundum eru ţau bráđfyndin. Hér eru nokkur dćmi: 

  1. Ţađ vćri nú til ađ kóróna alveg mćlinn
  2. Eins og ađ skvetta eldi
  3. Ţađ gengur alltaf allt á afturendanum á henni
  4. Sumir taka alltaf allan rjómann
  5. Getum ekki horft hvort á ađra
  6. Kannski ţykknar í mér pundiđ
  7. Ţetta var svona orđatćkifćri
  8. Hún á náttúrulega ađ fá greitt fyrir afturgengiđ orlof!
  9. Skírđur eftir höfuđiđ á honum
  10. Flokkast undir kynferđislegt álag
  11. Ţađ er enginn millivegur á ţér
  12. Viđ verđum ađ leggja okkur í spor barnanna okkar
  13. Fór í klippingu og lét rótfylla á sér háriđ
  14. Hjartađ hamađist í höfđinu á henni
  15. Sérđu snjóhryllingana

Birt án leyfis en sjá nánar hér.

Tillaga: Fram kemur í frétt Guardian um máliđ ađ dómarinn skiptir ekki oft skapi.


Bloggfćrslur 17. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband