Íslandsmeistaratitillinn á lofti og ţjálfarinn spilar leikmönnum

Orđlof

Tjör

Orđhlutinn Tjör- í Tjörnes merkir líklega: furutré (Íslensk orđsifjabók).

Málfarsbankinn. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Sćv­ar Karl lif­ir lista­manna­lífi í Miđ-Evr­ópu.“

Fyrirsögn á mbl.is         

Athugasemd:Lífiđ er stutt en listin er löng,“ segir einhvers stađar og í ţví felst djúp speki. Stundum heyrist hvatningin lifđu lífinu lifandi. Ekki vera dauđyfli.

Hvernig fer sá ađ sem „lifir listamannalífi“. Getur veriđ ađ hann lifi eins og listamađur? Hins vegar er algjörlega óljóst í hverju „listamannalíf“ felst, og ađ lifa eins og listamađur. Er ţađ ađ sinna list sinni, drekka rauđvín, éta franska osta og fleka konur? Spyr sá sem ekki veit.

Davíđ Stefánsson orti af mikilli list í Ítalíuferđ sinni áriđ 1920. Hann var skáld, listamađur, og hefur eflaust sopiđ af rauđvíni og etiđ ítalska osta og án efa hafđi hann auga fyrir fegurđ ítalskra kenna. Ljóđiđ um Lapí er ţrungiđ ţrótti, gleđi og list:

Í Flórens hafa fjöldamargir ferđalangar gist,
og hvergi hćrri klukknaturn og hvergi meiri list
Ţar anga blóm, ţar blikar vín, ţađ besta er jörđin á,
og ţarna er litla Lapí sem er listamannakrá.
[…]
Enga leikur Amor ver
en unga listamenn,
og Flórenzdćtur forđast ekki
farandskáldin enn,
og blótprestarnir bera vín
um borđin endilöng,
uns drykkjukráin dynur öll
af dansi og gleđisöng.

Jakob Hafstein gerđi lag viđ ţetta fallega kvćđi og enn heyrist hann syngja ţađ í Ríkisútvarpinu: „… En Lapí er og Lapí verđur listamannakrá.“

Tillaga: Sćv­ar Karl lif­ir sem listamađur í Miđ-Evr­ópu.

2.

„Tveir val­kost­ir vegna Sunda­braut­ar.“

Fyrirsögn á mbl.is.         

Athugasemd: „Valkostur“ er fáránlegt orđ. Í stađinn má nota sögnina ađ velja, af ţví er dregiđ nafnorđiđ val. Einnig nafnorđiđ kostur (úrrćđi) sem hefur svipađa merkingu og val. Ţar af leiđir ađ einstaklega stíllaust er ađ hnýta ţessi tvö orđ saman.

Fáir myndu samţykkja orđ eins og „taktekt“, „akbíll“, „sjónarhorf“, „lánsleiga“ eđa álíka samsetningar orđa sem búin eru til úr orđum sem eru svipađrar merkingar.

Má vera ađ nú sé orđiđ „valkostur“ svo útbreitt ađ vonlaust sé ađ berjast gegn ţví. Ţađ bćtist ţá viđ furđuorđin sem íslenskan uppfull af og eru engu skárri. Nefna má tvítekningarorđ eins pönnukökupanna, bílaleigubíll og tréherđatré.

Má vera ađ ég taki hér fullmikiđ upp í mig ţví jafnvel örnefni eru mörg ansi skringileg međ endurtekningum sínum, eins og Hólahólar, Stađarstađur, Dalsdalur, Hoffellsfjall, Bakkarárholtsá og Vatnsdalsvatn.

„Valkostur“ er hrikalegt klunnalegt orđ, verra er ţó ađ sjá orđ eins „valkostagreining“ og „valkostaval“.

Tillaga: Tveir kostir vegna Sundabrautar.

3.

„Íslandsmeistaratitillinn í Pepsímax deild kvenna fór á loft í dag.“

Íţróttafréttir kl. 19:20 í sjónvarpi Ríkisútvarpsins 21.9.2019.

Athugasemd: Íţróttafréttamađurinn sem segir alltaf í lok frétta; „ţá er ţetta komiđ hjá mér“ rétt eins og hún sé ein ábyrg fyrir fréttum Sjónvarpsins. Vel má vera ađ svo sé. Gerum hann ţá ábyrgan fyrir ofangreindri tilvitnun. Hún er röng.Titillinn fór ekki á loft. Hann er hugtak, óáţreifanlegt. Hins vegar lyftu knáar Valskonur Íslandsmeistarabikarnum á loft og úuđu ógurlega af ţví tilefni.

Í fréttinni segir:

En Keflvíkingar voru ekki búnir ađ gefast upp.

Af hverju sagđi ekki fréttamađurinn?:

En Keflvíkingar gáfust ekki upp.

Svona orđalag er mjög algengt hjá yngra fólki. Margir geta ekki talađ hreint út. Sagt er „viđ erum búnir ađ fara“ ţegar nćgir ađ segja viđ fórum. 

Í Málfarsbankanum segir ţetta međal annars og er hér vísađ til hans um nánari umfjöllun:

Mikill (of)vöxtur hefur fćrst í ţetta nýmćli í nútímamáli. Ýmsar hömlur eru á notkun ţess, t.d. munu fćstir geta notađ ţađ međ sögnunum sofna, vakna, deyja, lifna viđ og mörgum fleiri. Hliđstćđur viđ eftirfarandi dćmi eru ţó auđfundnar:

Svo er rosaleg sorg í hópnum. Ţađ eru svo margir vinir búnir ađ deyja (Frbl 4.4.18, 4).

Hér er ekki svigrúm til ađ fjalla nánar um ţetta en lesendum til athugunar skal teflt fram nokkrum dćmum sem ekki samrćmast málkennd ţess sem ţetta ritar:

Ţađ er ljóst ađ viđ erum búin ađ vera ađ hćkka laun, ef horft er til baka, langt umfram ţađ sem ţekkist hjá okkar nágrannaţjóđum (Mbl 15.9.17, 2);

Danir eru búnir ađ fjölmenna innan teigsins (Sjónv 6.8.2017);

Heimir er búinn ađ ţurfa ađ gera eina skiptingu (Sjónv 5.9.2016);

NN er ekki búinn ađ vera hćttulegur í leiknum (30.5.18);

Okkur [hljómsveitarmenn] er búiđ ađ langa lengi ađ koma saman aftur (2.6.18).

Trúr orđalagi íţróttablađamanna getur fréttamađurinn ekki sagt ađ Valur hafi sigrađ í leiknum, heldur „siglt sigrinum heim“. Sem auđvitađ er rosalega fínt og flott hefđi keppnin veriđ á sjó.

Best ađ forđast klisjur á borđ viđ ţessa, ţćr hjálpa okkur, lesendum, hlustendum og áhorfendum, ekkert. 

Ađ lokum sagđi fréttamađurinn ađ Valur vćri „ríkjandi“ Íslandsmeistari í fótbolta, handbolta og körfubolta.

Hver er munurinn á á ađ vera „ríkjandi Íslandmeistari“ og Íslandsmeistari? Enginn. Alls enginn. Hvers vegna er ţá veriđ ađ trođa orđinu „ríkjandi“ inn í frásögnina? 

„Ţá er ţetta allt komiđ hjá MÉR í kvöld, „veriđi“ sćl.“ 

Aldrei taka ađrir fréttamenn fréttastofu Sjónvarps ţannig til orđa. Hvers vegna?

Tillaga: Íslandsbikarinn í Pepsímax deild kvenna fór á loft í dag.

4.

„Ole Gunnar Solskjćr lofar ţví ađ spila ungum leikmönnum Manchester United mikiđ í vetur.“

Frétt á visir.is. 

Athugasemd: Hvađ merkir ţessi málsgrein? Ekkert hún er bull.

Vefmiđillinn Sky Sport virđist vera heimildin fyrir fréttinni. Ţar segir í fyrirsögn:

Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer to play youngsters in Premier League.

Blađamađur Vísis heldur ađ hann geti ţýtt orđin beint yfir á íslensku en hvorugt tungumáliđ virđist honum tamt.

Ţetta er ekki nein tilviljun eđa yfirsjón hjá blađamanninum. Síđar í fréttinni segir hann:

„Ţú lćrir mikiđ á ađ spila ungum leikmönnum,“ sagđi Solskjćr viđ Sky Sports.

Auđvitađ er ekki alltaf hćgt ađ ţýđa beint, stundum ţarf ađ umorđa og ţađ ţurfa allir blađamenn ađ gera.

Tillaga: Ole Gunnar Solskjćr lofar ţví ađ ungu leikmennirnir fá ađ spila mikiđ međ Manchester United í vetur.


Bloggfćrslur 22. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband