Tekur fanga aftur af lífi, flugvél hvolfir á jörđu niđri og sekt eđa sök

Orđlof

Ađal

Nafnorđiđ ađal (hk.) merkir eđlisfar, einkenni; jákvćđur eiginleiki eđa einkenni, t.d.: 

    • ađal hvers háskóla á ađ vera ....; 
    • prúđmennska og drengskapur ćtti ađ vera ađal góđs íţróttamanns og 
    • Mál er mannsins ađal, 

sbr. einnig samsetninguna ađalsmerki. 

Í nútímamáli er ţví stundum ruglađ saman viđ ađall (kk.) en ţađ styđst ekki viđ málvenju. Í Konungsskuggsjá segir t.d.: 

ţađ er kaupmanna ađal ađ kaupa jafnan og selja síđan skyndilega 

og í Hávamálum stendur: 

*fimbulfambi heitir, 
sá er fátt kann segja, 
ţat er ósnotrs ađal.

Morgunblađiđ, Íslenskt mál, 114. ţáttur, Jón G, Friđjónsson.

Til viđbótar: Snotur merkir ţarna vitur mađur, snjall, skynugur. Ósnotur er andheitiđ. Af snotur er dregiđ sögnin ađ snotra sem merkir ađ gera vitran, frćđa.  Af orđinu eru dregin orđin snyrtir, snyrting, snyrtilegur og snyrta. Sjá nánar á malid.is. 

103. Heima glađur gumi
og viđ gesti reifur,
svinnur skal um sig vera,
minnugur og málugur,
ef hann vill margfróđur vera.
Oft skal góđs geta.
Fimbulfambi heitir
sá er fátt kann segja:
ţađ er ósnoturs ađal.

Fimbulfambi merkir mjög heimskur mađur.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Solskjćr skipar Woodward ađ nćla í Maguire og ţađ sem fyrst.“

Fyrirsögn á visir.is.     

Athugasemd: Ţetta er afar lítiđ upplýsandi fyrirsögn nema fyrir ţá fáu sem eru vel ađ sér í nöfnum í enskum fótbolta. Fyrsta nafniđ er kunnuglegt og vísar í fótbolta. Hin nöfnin eru flestum ókennileg.

Í stuttu máli eru ţjálfari fótboltafélagsins Manchester United og stjórnarformađur ađ fjalla um leikmann sem sé fyrrnefndi vill láta kaupa. Kjánalegt er ađ nota sögnina ađ „nćla“ í ţessu tilviki.

Goggunarröđin er hins vegar á ţann veg ađ ţjálfari er upp á náđ stjórnar félagsins kominn og formađurinn er afar valdamikill enda hugsanlega meirihlutaeigandi hlutafélagsins.

Allt bendir til ţess ađ ţjálfarinn hafi óskađ eftir ţví ađ félagiđ kaupi leikmanninn sem heitir Harry Maguire. Í fréttinni sjálfri segir:

Ole Gunnar Solskjćr, stjóri Manchester United, hefur gefiđ Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins, ţau skilabođ ađ hann vilji fá varnarmanninn Harry Maguire til liđsins og ţađ strax.

Hvort skipađi Solskjćr stjórnarformanninum eđa „gaf“ honum skilabođ? Blađamađurinn er orđinn tvísaga í örstuttri frétt. 

Rétt er ađ vekja athygli á enskuskotnu orđalaginu. Á íslensku „gefur“ enginn öđrum skilabođ heldur sendum viđ skilabođ, biđjum fyrir ţau eđa álíka. 

Svo segir í fréttinni:

Woodward hefur ekki veriđ međ United í ćfingaferđ sinni um Ástralíu og Asíu til ţess ađ vinna í kaupunum en hefur ţó ekki enn náđ samkomulagi viđ Leicester um kaupverđ.

Var ţetta ćfingaferđ Woodwards eđa United. Orđalagiđ getur bent til ţess ađ sá fyrrnefndi hafi veriđ í eigin ćfingaferđ. Raunar er ţessi málsgrein tóm ţvćla og skilst varla. Woodward var ekki međ félaginu í ćfingaferđinni „til ţess ađ vinna í kaupunum …“ Bull.

Fréttin er sex línur á vefnum og fátt rétt. Enginn les yfir og öllum er sama ţó viđ neytendur fáum skemmda frétt.

Tillaga: Engin tillaga.

2.

„Taka fanga aftur af lífi eftir áralangt hlé.“

Fyrirsögn á visir.is.     

Athugasemd: Stundum verđa illa samdar fyrirsagnir tilefni til skemmtunar á kaffistofunni eđa viđ kvöldverđarborđiđ. Ekki er erfitt ađ skilja ţessa fyrirsögn á ţann veg ađ nú eigi aftur ađ taka sama fangann af lífi, ađ minnsta kosti reyna ţađ.

Ţá kemur ósjálfrátt upp í hugann niđurlagiđ á Passíusálmi nr. 51 eftir Stein Steinar. Hrein snilld í einfaldleika sínum:

Á Valhúsahćđinni
er veriđ ađ krossfesta mann.
Og fólkiđ kaupir sér far
međ strćtisvagninum
til ţess ađ horfa á hann.

Ţađ er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.

Ţetta er laglegur mađur
međ mikiđ enni
og mógult hár.

Og stúlka međ sćgrćn augu
segir viđ mig:

Skyldi manninum ekki leiđast
ađ láta krossfesta sig?

Líklega leiđist fanganum ađ láta taka sig af lífi ...

Mun betur fer á ţví ađ hafa fyrirsögnina eins og segir í tillögunni hér fyrir neđan.

Tillaga: Aftökur hefjast eftir áralangt hlé.

3.

„Óhapp varđ ţegar einshreyfils flugvél kom til lendingar á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum á sjötta tímanum í gćr. Vélin snerist í lendingunni og stöđvađist á hvolfi á jörđu niđri.“

Frétt á visir.is.     

Athugasemd: Svona er hćgt ađ hnođast međ einfalt mál. Óhappiđ varđ ekki er flugvélin kom til lendingar, hún var lent. 

Eins gott ađ taka fram ađ hún hafi stöđvast „á jörđu niđri“. Hugsa sér ef hún hefđi stöđvast í lofti. Ţađ hefđi ţá veriđ frétt.

Blađamađur hefđi mátt skipuleggja frásögnina, hćtta hnođi, segja frá stađreyndum og setja punkt. Hann segir of mikiđ, til dćmis hér:

Flugsviđi rannsóknarnefndar samgönguslysa var gert viđvart og hefur máliđ nú á sinni könnu.

Nóg hefđi veriđ ađ segja:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa var tilkynnt um slysiđ.

Lesendur vita ađ nefndin rannsakar slysiđ sem flugslys, ekki bílslys eđa skipsstrand. Tilgangslaust er ađ segja ađ ţađ sé á hennar könnu, ţađ liggur í augum uppi.

Ekki er vitađ um tjón á flugvélinni en Oddur Árnason yfirlögregluţjónn á Suđurlandi gerđi ráđ fyrir ađ vélin vćri töluvert skemmd.

Flugvélin snérist í lendingu og lenti á hvolfi. Lesendur geta ábyggilega ímyndađ sér ađ hún sé skemmd. Engu ađ síđur er vitnađ í lögreglumann sem veit ţó ekkert um skemmdirnar og hann fullyrđir ţađ sem lesendur hafa fengiđ á tilfinninguna, ţađ er ađ vélin sé skemmd. Ţetta er engin blađmennska, bara óskipulagt hnođ međ orđ.

Aldeilis furđulegt er hversu margar fréttir á Vísi eru gallađar, jafnvel skemmdar. Greinilegt ađ ritstjórinn hefur ekkert eftirlit međ ţví sem birt er og ber enga ábyrgđ á slćmu máli sem er dreift međal lesenda. Matvćlafyrirtćki sem uppvíst eru ađ ţví ađ framleiđa skemmda vöru er skipađ ađ taka hana úr dreifingu.

Tillaga: Óhapp varđ ţegar einshreyfils flugvél lenti á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum á sjötta tímanum í gćr. Vélin snerist í lendingunni og hvolfdi.

4.

„Konan heitir Sherra Wright og viđurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gćr.“

Frétt á visir.is.     

Athugasemd: Talsverđur munur er á sekt og sök. Samkvćmt orđabókinni er sekt sú fjárhćđ sem greidd er í bćtur eđa sem refsing, samanber fésekt.

Sekur er hins vegar sá sem hefur viđurkennt sök eđa er dćmdur sekur. Orđiđ merkir misgerđ sem getur veriđ af ýmsu tagi. Blađamađurinn er annađ hvort fljótfćr eđa ţekkir ekki muninn og segir konu sem viđurkenndi morđ á fyrrum eiginmanni sínu hafa viđurkennt „sekt“. Um ţađ var ekki ađ rćđa.

Fyrirsögn fréttarinnar er svona:

Fyrrum eiginkona NBA-leikmanns á leiđ í 30 ára fangelsi fyrir morđiđ á honum.

Tilhneigingin hér er ađ nota nafnorđiđ morđ en ekki sögnina ađ myrđa. Ţetta ber öll einkenni slakrar ţýđingar úr ensku og ţađ sem verra er slakrar ţekkingu á íslensku.

Međ öđrum og einfaldari orđum sem henta betur í fyrirsögn:

Fyrrum eiginkona NBA leikmanns dćmd í 30 ára fangelsi fyrir ađ myrđa hann.

Í fréttinni segir ennfremur:

Hann endađi ferilinn međ Cleveland Cavaliers tímabiliđ 2008-09.

Enskan er undirliggjandi. Á íslensku er sagt ađ hann hafi lokiđ ferli sínum.

Nćsta málsgrein er svona:

Rúmu ári síđan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur.

Enn skín enskan í gegn. Hvađa tilgangi ţjónar atviksorđiđ „síđan“? Ćtlađi blađamađurinn ađ skrifa: Rúmu ári síđar …? Málsgreinin er hins vegar hnođ. Betur fer á ţví ađ segja:

Rúmu ári síđar hvarf Lorenzen frá heimili sínu og sást ekki framar.

Fréttin er hrođvirknislega samin og viđvaningsleg. Í henni er nástađa og endurtekningar.

Tillaga: Konan heitir Sherra Wright og viđurkenndi sök sína fyrir rétti í Memphis í gćr.

 

 

Smćlki

Hrun?

Hrundi niđur stiga á skemmtistađ.Fyrirsögn á visir.is.

Tillaga: Datt í stiga á skemmtistađ.

Fróđleikur

Ţorskur

Samheiti; auli, blóđseiđi, bútungur, býri, fiskur, fyrirtak, golţorskur, kastfiskur, kóđ, maurungur, murti, nćli, sćringur, sá guli, seiđi, smáţyrsklingur, sprotafiskur, stútungur, styttingur, ţyrsklingur.

[norskt bókmál] gjedd,
[enska] Atlantic cod,
[danska] torsk,
[franska] cabillaud,
[latína] Gadus morhua,
[ţýska] Dorsch,
[spćnska] bacalao,
[fćreyska] toskur,
[portúgalska] bacalhau 

Sjá Orđabanka íslenskrar málstöđvar og malid.is

 


Bloggfćrslur 26. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband