Halldór Blöndal talar niđur til Davíđs Oddssonar

Ţegar Davíđ Oddsson tjáir sig missa andstćđingar hans oft alla sjálfstillingu. Ţetta gerđist ţegar síđasta Reykjavíkurbréf sunnudagsblađs Morgunblađsins kom út. Ţeir sem lesa bréfiđ titra og bulla rétt og ţeir sem aldrei lesa ţađ en bulla ţó hinum til samlćtis.

Ţeir sem telja sig eiga einhverra harma ađ hefna ađ vitna oftast til orđa Davíđs í óbeinni rćđu, ţá geta ţeir túlkađ orđ hans ađ vild, venjulega ţvert á ţađ sem mađurinn sagđi.

Alltaf, hreint alltaf, skrifar Davíđ Oddsson yfirvegađ og málefnalega en oftar en ekki felst broddur í orđum hans og ţá hrína ţeir sem fyrir verđa en viđ hinir höfum ánćgju af góđum skrifum, kristaltćrri pólitíkinni, kaldhćđninni og skopinu. 

Svo ber ţađ til tíđinda ađ Halldór Blöndal, fyrrum alţingismađur og ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, reyndir í blađagrein ađ setja niđur í viđ Davíđ. Hann segir:

Og auđvitađ hefn­ir ţađ sín, ef illa ligg­ur á manni, - ţá mikl­ar mađur hlut­ina fyr­ir sér og freist­ast til ađ fara ekki rétt međ.

Eitthvađ er ađ Halldóri sem talar niđur til Davíđs, reynir ađ brúka föđurlegan umvöndunartón. Segir í fyrsta lagi ađ hann hafi skrifađ ţar síđasta Reykjavíkurbréf í slćmu skapi og í öđru lagi ađ hafi ekki fariđ rétt međ. Ţetta er allt svo skrýtiđ og furđulegt og auđvitađ sprek fyrir óvinafagnađ enda logađi vel hjá andstćđingum Sjálfstćđisflokksins sem ráđa sér ekki fyrir kćti og tala um klofning. 

Mesta furđu vekur ţó, ađ mađur sem á mestalla sína upphefđ í stjórnmálum Davíđ Oddssyni ađ ţakka, skuli telja sig ţess umkominn ađ tala niđur til hans. Ţó hlakkađ hafi í óvinum Sjálfstćđisflokksins og hćlbítum Davíđs eftir ţessi orđ endurgalt Davíđ ekki sendinguna á sama veg. Hann kann sig betur. Í umfjöllun sinni fékk Halldór samt dágóđan skammt af skopi og kaldhćđni, en meiđandi var umfjöllunin um hann ekki. 

Í stjórnmálum skiptir miklu ađ vera vel áttađur, hafa skýra stefnu. Halldór tekur meira mark á ćttarvitanum, sem Davíđ nefnir svo, en sjálfstćđri skođanamyndun. Og Davíđ segir:

Nú sýna kannanir ađ allur ţorri flokksmanna er á móti orkupakkaruglinu. Enginn hefur fengiđ ađ vita af hverju forystan fór gegn flokknum í Icesave. Og nú fćr enginn ađ vita „af hverju í ósköpunum“, svo notuđ séu orđ formannsins sjálfs, laskađur flokkurinn á ađ taka á sig enn meiri högg. Halldór Blöndal áttar sig ekki á ţessu fremur en Icesave, sem hann hafđi barist gegn ţar til ćttarvitinn tók öll völd. Ţessi sami ćttarviti sem núna er ađ ćrast í segulstormunum.

Ţađ vantađi ekki neitt upp á ţađ ađ hann sendi ţá gömlum vinum sínum kveđjurnar eftir krókaleiđum vegna ţess ađ ţeir mökkuđu ekki međ. Ţeirra svik voru ađ fara ekki kollhnís ţegar kalliđ barst frá Steingrími og kröfuhöfum.

Enginn kali virđist vera í orđum Davíđ gagnvart Halldóri ţví hann segir:

Nú hefur bréfritari ekki heyrt í Halldóri lengi. En hann hringir til manna allt í kringum ţann međ sama hćtti og síđast og ţeir segja ađ ţađ liggi ţetta líka óskaplega illa á honum núna. Ţađ hlýtur ađ gera ţađ, ţví ađ Halldór er innst inni drengur góđur.

Viđ sem heima sitjum og stundum ekki pólitík nema í bloggum og af og til í heita pottinum erum doldiđ hissa á ţví ađ gamall samherji hafi ekki einfaldlega hringt í Davíđ og spurt hvers vegna hann sé á móti ţriđja orkupakkanum sem svo er kallađur. Má vera ađ virđingin fyrir fyrrverandi formanni Sjálfstćđisflokksins sé svo mikill, og blönduđ ótta, ađ betra sé ađ kalla til hans úr fjarlćgđ og hlaup síđan á brott og fela sig eins og götustráka er siđur.

Eđa heldur Halldór Blöndal ađ enn liggi illa á ritstjóranum og Davíđ í fýlu sé verri viđureignar en Davíđ í góđu skapi. Hvor sem stađan er á Davíđ er ekki víst ađ Halldór bjargi sér á hlaupum. Reykjavíkurbréfiđ hefur ábyggilega hitt hann vel. Má vera ađ hann standi upp aftur. Ţá vćri ráđ ađ hann hringi í Davíđ, ekki skrifa bréf, nema kannski vísnabréf.

Halldór veit ekki ađ opinbert bréf í fjölmiđli er yfirlýsing, ekki vingjarnleg ábending.

Eitt verđur Halldór Blöndal ađ vita ađ Davíđ Oddsson á mikiđ fylgi innan Sjálfstćđisflokksins. Ţar erum viđ fjölmörg sem misvirđum ţađ sé Davíđ sýnd ókurteisi. Ţađ er einmitt ástćđan fyrir ţessum skrifum.


Bloggfćrslur 16. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband