Löggumál í fjölmiđlum

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

Hér eru nokkur dćmi úr fjölmiđlum. Ţau má kalla löggumál.

Grunur leikur á ađ blađamenn og lögreglan iđki ţann leik, saman eđa í hvor í sínu lagi, ađ búa til málfar sem er um flest allt frábrugđiđ ţví sem almenningur talar. Tilgangurinn er hugsanlega sá ađ upphefja lögguna, sveipa hana dulúđ međ torkennilegum orđum sem vér dauđlegir tökum okkur ekki í munn ađ ótta viđ refsingu.

Ţessi orđ og orđalag má finna í öllum fjölmiđlum ţegar sagt er frá verkefnum lögreglunnar. Sumt af ţessu er tóm della, annađ er ofnotađ. 

Mikilvćgt er ađ blađamenn hafi glöggan skilning á íslensku máli, búi yfir drjúgum orđaforđa og kunni ađ nota hann. Einhćfni drepur máliđ og ţađ gera líka fjölmiđlar sem birta fréttir á slćmri íslensku.

Löggumál

1. Vista mann fyr­ir rann­sókn máls

Villa: Röng forsetning.
Athugasemd: Afar auđvelt ađ skrifa framhjá svona.
Réttara: Vegna rannsóknar máls

2. Vista mann sök­um ástands í fanga­geymslu lög­reglu.

Athugasemd: Ofnotađ orđalag. Dćmigert löggumál.
Betra: Settur í fangelsi, lokađur inni, settur inn ...

3. Hafna utan vegar

Athugasemd: Ofnotađ. Dćmigert löggumál.
Sambćrilegt: Lenda, renna, falla, aka, enda ...

4. Fangageymsla

Athugasemd: Ofnotađ. Vafasamt ađ setja mann ţar sem hlutir eru geymdir, í geymslu.
Sambćrileg: Fangaklefi, fangelsi ...

5. Í tökum (ţađ er handtekinn)

Villa: Sá sem er handtekinn getur ekki veriđ í tökum.
Athugasemd: Getur valdiđ misskilningi
Sambćrilegt: Í haldi, handtekinn, í yfirheyrslu ...

6. Afskipti lögreglu

Athugasemd: Ofnotađ.
Sambćrilegt: Í skođun, athugun, međhöndlun hjá lögreglu ... (veltur á samhenginu).

7. Vettvangur

Athugasemd: Ofnotađ
Sambćrilegt: Stađur, svćđi, vígvöllur ... (veltur á samhenginu).

8. Ađhlynning

Athugasemd: Ofnotađ
Sambćrilegt: Međferđ, lćknishjálp, ađstođ, fyrsta hjálp ... 

9. Leggja hald á

Athugasemd: Ofnotađ. 
Sambćrilegt: Gera upptćkt, taka, fjarlćgja ...

10. Haldleggja

Villa: Hluti af nafnorđavćđingu málsins.
Athugasemd: Ljótt orđ. 
Betra: Gera upptćkt, taka, fjarlćgja ...

11. Tryggja vettvang

Athugasemd: Ofnotađ. Hráţýđing úr ensku; „to secure perimeter“.
Sambćrilegt: Loka fyrir öđrum en lögreglu.

12. Handtekinn fyrir rannsókn málsins

Villa: Röng forsetning.
Athugasemd: Hugsunarlaus afgreiđsla á stađreyndum.
Réttara: Handtekinn vegna rannsóknar málsins

13. Gera húsleit

Athugasemd: Nafnorđ í stađ sagnar. 
Betra: Leita, leita í húsi eđa annars stađar.

14. Viđbragđsađilar

Athugasemd: Ofnotađ, óljóst. Hráţýđing úr ensku; „response team“.
Betra: Hjálparliđ, lögregla, slökkviliđ, sjúkraliđar hjálparsveitir, björgunarsveitir, vegfarendur, nćrstaddir

15. Árásarţoli

Athugasemd: Uppskrúfađ stofnanamál, fćstir nota svona orđ.
Betra: Fórnarlamb, sá slasađi, sá sem meiddist

 


Bloggfćrslur 19. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband