Nafnorđavćđingin, löggumáliđ og ensk íslenska

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

Viđ erum ađ liggja …

Í íslensku er (eđa hefur veriđ) gerđur munur á einfaldri nútíđ/ţátíđ og orđasambandinu vera ađ + nafnháttur (dvalarhorf), t.d.: 

Mađurinn skrifar vel/bréf á hverjum degi en hins vegar: Mađurinn er ađ skrifa bréf. 

Í síđara dćminu er um ađ rćđa (afmarkađan) verknađ sem stendur yfir en fyrra dćmiđ vísar til ţess sem er ekki afmarkađ í tíma (mađurinn skrifar alltaf vel/skrifar bréf daglega). 

Ţegar í fornu máli má sjá ţennan mun en ţćr reglur sem ráđa notkuninni er nokkuđ flóknar og ađ mestu óskráđar. Málnotendur fara eftir málkennd sinni enda dugir hún vel í flestum tilvikum. En eftir hverju fer notkunin?

Til einföldunar má segja ađ merking eđa vísun sagnar skipti mestu máli um ţađ hvort notađ er orđasambandiđ vera ađ + nh. eđa ekki. 

    1. Í fyrsta lagi er ţađ ekki notađ međ sögnum er vísa til ástands eđa kyrrstöđu, t.d. segja flestir: barniđ sefur, konan situr viđ borđiđ og mađurinn býr í Hafnarfirđi. Ţessi „regla“ hefur frá fornu fari og til skamms tíma veriđ býsna traust en nú virđist hafa orđiđ breyting ţar á, sbr.: 
      • Viđ erum ađ liggja [‘liggjum oft, ţurfum oft ađ leggjast] til ađ ná slösuđum úr bílum (14.9.06). 
    2. Í öđru lagi eru naumast til ritađar heimildir um ađ nafnháttarorđasambandiđ sé notađ međ svo kölluđum skynjunarsögnum (t.d. sjá, heyra, vita, skilja), sbr. Ţó: 
      • Viđ erum ađ sjá ţađ gerast (4.11.05); viđ erum ađ sjá hlutina sömu augum (18.12.06) og ég er ekki ađ skilja ţetta.  
    3. Í ţriđja lagi á sama viđ um sagnir sem lýsa afstöđu eđa skođun (t.d. telja, halda, álíta, trúa, vona) en út af ţví bregđur oft í nútímamáli, t.d.:
      • Ertu ađ reikna međ ađ gengiđ hćkki? (14.12.06) og Ég var ekkert ađ hugsa (12.4.07). 
    4. Í fjórđa lagi er nafnháttarorđasambandiđ sjaldnast notađ međ sögnum sem eru ekki bundnar viđ stađ eđa stund, t.d. leika vel, tala skýrt og standa sig vel. Hér gćtir einnig breytinga í nútímamáli, t.d.: leikskólarnir eru ađ standa sig mjög vel (13.3.07). 

„Reglur“ sem ţessar eru auđvitađ miklu fleiri en fjórar ofantaldar en mikilvćgasta reglan er vitaskuld málkenndin. 

Jón G. Friđjónsson: Íslenskt mál, 102 ţáttur, í Morgunblađinu 12.5.2007

Eins og endranćr í ţessum pistlum er greinaskilum, feitletrunum og fleira bćtt viđ í tilvitnađar setningar til ađ auđvelda lesturinn (án leyfis).

1.

Hann var sleg­inn í höfuđiđ og hon­um veitt­ir áverkar.

Frétt á mbl.is             

Athugasemd: Furđufréttir frá lögreglunni eru ótćmandi og ekki alveg ljóst hvor á sök, fjölmiđlar eđa löggan. Margt bendir til ađ af ţessum vćng liggi íslenskan undir hvađ alvegarlegustu árásum og bíđi slćmt afhrođ.

Hér virđast höfuđhögg ekki flokkast sem áverki. Hann var sleginn í hausinn og síđan veittir áverkar … Las ekki blađamađurinn skrifin sín yfir. Er ekki betra ađ segja: 

Hann var barinn, međal annars í höfuđiđ.

Nei, ţá er nebbnilega ekki hćgt ađ nota hiđ sívinsćla orđalag ađ veita áverka. Sko, ţegar mađur er laminn kemur fram áverki, jafnvel áverkar, ţađ er meiđsli eđa sár. Aldrei nokkurn tíma hefur veriđ sagt í löggufréttum ađ fólk hafi sćrst í árás, fengiđ sár. Nei, alltaf skal nota fleirtöluorđiđ áverkar, ađ veita áverka. Lengi lifi nafnorđavćđing löggunnar.

Svo segir í fréttinni:

Ađ sögn lög­reglu taldi mađur­inn ađ árás­ar­menn­irn­ir hafi ćtlađ ađ rćna hann.

Hér er fréttin bara hálfsögđ. Ekki kemur fram hvort aumingjans mađurinn hafi veriđ rćndur, ef ekki, hvers vegna ţeim tókst ţađ ekki. 

Enn er nokkuđ í pokahorninu:

Síđdeg­is í gćr stöđvađi lög­regl­an ferđ öku­manns í Árbćn­um sem er grunađur um akst­ur bif­reiđar und­ir áhrif­um fíkni­efna, auk ţess ađ aka svipt­ur öku­rétt­ind­um, međ fíkni­efni á sér auk ţess ađ vera vopnađur.

Ţvílík löggusteypa sem ţetta er. Hefđi ekki veriđ einfaldara ađ orđa ţetta svona: 

Í Árbć var bíll stöđvađur. Ökumađurinn reyndist dópađur, án ökuréttinda og vopnađur. 

Nei, svona orđalag er ekki löggumál og langt frá ţví ađ vera nćgilega stofnanalegt enda bara dauđlegt fólk sem talar á ţennan hátt.

Svo kemur ţessi frasi sem er beinlínis rangur:

… og eru ţeir vistađir fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Enn er skrifađ á geldu löggumáli. Bófarnir eru vistađir einhvers stađar. Líklega voru ţeir sendir í sveit yfir sauđburđinn. Slíkt hefur góđ áhrif á sálarlíf flestra. Úbbs ... ţeir voru settir, meina vistađir, í fangageymslu. Ekki fangaklefa, fangelsi, fangaherbergi, fangastofu, fangasvefnherbergi, fangadvalarstađ, fangaskáp eđa álíka. Nei, svoleiđis mćlir engin lögga međ snefil af sjálfsvirđingu. Geymsla skal ţađ heita (ekki ţó kústaskápur). Löggumáliđ er einfaldlega óumbreytanlegt, sömu orđin endurnýtt út í ţađ óendanlega

„… vistađir fyrir rannsókn máls …“ 

Ţetta er svo yndislega löggulegt orđalag ađ ţegar ţađ birtist eiga lesendur bókstaflega ađ standa upp, taka af sér pottlokiđ og ţegja ađ minnsta kosti í eina mínútu. Slíkt kallast andakt (ţađ ţýđir til dćmis ađ vera innanvarmur). Aldrei myndi flögra ađ löggunni eđa löggublađamönnum ađ segja ađ bófarnir hafi veriđ settir í fangelsi vegna rannsóknar málsins. Nei, slíkt er of hversdagsleg íslenska („plebbalegt“), allir tala svoleiđis.

Ökumađur og farţegi fundu til ein­hverra eymsla og fóru á slysa­deild.

Hér áđur fyrr kom fyrir ađ fólk meiddist og fann til eymsla, nokkurra eymsla eđa jafnvel ađ meiđsl hafi veriđ nokkur. Svoleiđis gerist ekki nú á dögum. Blađamenn misnota miskunnarlaust óákveđna fornafniđ einhver í ţágu enska orđsins „some“.

Sá sem ber ábyrgđ á birtingu ţessarar fréttar í Morgunblađinu skal umsvifalaust gerđur ađ ritstjóra Löggublađsins. Slíkir eru hćfileikurinn og dómgreindirnar (ha? Er hvort tveggja rangt? Jćja, skiptir aungvu)

Tillaga: Hann var barinn svo á honum sá.

2.

Ţađ fylgir alltaf sársauki ţegar umbreyting á sér stađ.

Frétt á blađsíđu 28 í Morgunblađinu 10.4.2019.             

Athugasemd: Aukafrumlagiđ „ţađ“ getur stundum veriđ hvimleitt enda oft kallađur leppur. Yfirleitt er ţađ merkingarlaust, hćgt ađ sleppa ţví án ţess ađ merking setningar eđa málsgreinar breytist.

Ofnotkun á aukafrumlaginu er bölvađur sóđaskapur í rituđu máli, stílleysa. Góđir skrifarar reyna ađ komast hjá ţví, ađrir eru blindir á ţetta en svo virđist ađ sumum sé alveg sama.

Sögnin ađ fylgja stjórnar ţágufalli. Ţar af leiđandi ćtti ađ standa ţarna ţví fylgir alltaf sársauki … Ţó fallstjórnunin skipti máli er ekki síđur mikilvćgt ađ losna undan ofurvaldi hins stíllausa aukafrumlags. Berum saman málsgreinina hér ađ ofan og tillöguna. Klisjan „ađ eiga sér stađ“ er horfin, enda gagnslaus. 

Hins vegar getur veriđ ađ tillagan sé frekar snubbótt og fylgi ekki tilfinningunni sem tilvitnuninni er ćtlađ ađ gefa. Ţegar setning eđa málsgrein hefur veriđ stýfđ á ţennan hátt er einfaldlega hćgt ađ byggja hana upp aftur. Ţar af leiđandi mćtti orđa hugsunina á ţann hátt sem viđmćlandinn segir í viđtalinu:

Sársaukalaus umbreyting er ekki til.

Hér ţarf ađ koma fram ađ fréttin fjallar um ljóđabók og ekki er sama hvernig um slíkar er skrifađ.

Tillaga: Sársauki fylgir umbreytingu.

3.

„Klopp bađst afsökunar á ţví ađ hafa spilađ Henderson í vitlausri stöđu.“

Fyrirsögn á visir.is.             

Athugasemd: Alltof oft (blađamenn segja „ítrekađ“) framleiđa blađamenn á visir.is skemmdar fréttir. Enginn segir neitt. Stundum heyrist hvíslađ: Tja, ţađ er nú ekki lengur neinn prófarkalestur hér. Rétt eins og ţađ sé einhver afsökun. Miklu frekar ađ ţađ sé ávirđing.

Heimildin fyrir fyrirsögninni í frá BBC. Ţar segir í fyrirsögn:

Klopp "sorry" for playing Henderson in wrong position.

Er í lagi ađ blađamađurinn ţýđi ţessa fyrirsögn beint? Nei, auđvitađ ekki. Ţetta er skemmd frétt og fjölmiđlunum ekki bođlegt ađ bjóđa upp á svona međferđ á málinu.

Ţjálfari Liverpool spilar ekki leikmönnum nema ţeir séu af einhverju öđru en holdi og blóđi. Hann teflir ţeim fram í ákveđnar stöđur, ţeir leika eđa spila. Ţjálfarinn er allan leikinn utan vallarins, kemur hvergi nćrri bolta eđa boltameđferđ hversu mikiđ sem hann ólátast.

Svo má deila um ţađ hvort leikmađurinn hafi spilađ „vitlausa“ eđa ranga stöđu. Hallast ađ hinu síđarnefnda.

Tillaga: Engin tillaga gerđ.


Bloggfćrslur 10. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband