Ákaft súkkulađi, nafnorđasýkin og nafnháttarsýkin

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

Gaupnir er íhvolfur lófi

Horfa/líta í gaupnir sér: hafast ekki ađ, vera auđgerđalaus. Keppinautarnir eru í stöđugri sókn međan forráđamenn fyrirtćkisins horfa í gaupnir sér - Hann situr bara og horfir í gaupnir sér međan hann er hafđur ađ fífli. 

Svipađ orđafar er kunnugt úr fornu máli: lúta í gaupnir sér í merkingunni „láta í ljós sorg“ (Sturl.II 100).

Úr síđari alda máli er kunnugt afbrigđiđ sjá í gaupnir sér; íhuga e-đ.

Mergur málsins, Jón G. Friđjónsson.

 

1.

„Súkkulađiđ er afar sérstakt á bragđiđ og ólíkt ţví sem viđ eigum ađ venjast en ţví er best lýst sem dökku og áköfu.“

Frétt á mbl.is.          

Athugasemd: Ţeim sem er ákafur er lýst ţannig ađ hann er afar áhugasamur, kappsfullur, spenntur og jafnvel ćstur.

Á malid.is segir ađ á- gćti međal annars veriđ herđandi forskeyti leitt af sögninni kafa á međ eftirásettri forsetningu. Viđ endurtekinn lestur og smá hugsun er  hćgt ađ skilja ţetta.

Af ákafur er leitt nafnorđiđ ákefđ og ákafi.

Ţessi einfalda lýsing á súkkulađi sem sagt er ákaft leiđir hugann ađ vínsmökkun sem ţykir afskaplega fín iđja sérstaklega ef sá sem hana iđkar kyngir ekki víninu. Ađrir stunda vínsmökkun og kyngja ţví og kallast ţađ almennt víndrykkja. Ţađ ţykir líka fínt, veltur ţó á magninu.

Engin ţversögn er talin í ţví ađ kyngja ekki vínsopanum og ađ kyngja honum. Hvađ um ţađ, lýsing á bragđi víns er stundum broslegur orđaleikur sem fjölmargir vilja taka ţátt í en útkoman verđur stundum furđuleg og jafnvel óskiljanleg. Sérstaklega á ţađ viđ lýsingar á erlendum tungumálum.

BRAGĐLÝSING: Ljóssítrónugult. Međalfylling, ósćtt, fersk sýra. Pera, litsí, blómlegt, vanilla.

Ţessi lýsing af vef Vínbúđarinnar (sem einu sinni hét ÁTVR) skilst vel, líklega vegna ţess ađ víninu er ekki „lýst sem áköfu“.

Hér til hliđar er bráđfyndin en ýkt ensk Vín lýsing 3lýsing á bragđi víns. Ţví miđur hef ekki getu eđa tíma til ađ ţýđa hana. Smella á myndina og hún stćkkar.

Ég vona ađ lesendur fyrirgefi mér ţennan útidúr. Get mér ţess til ađ bráđlega verđi lýsing á bragđi súkkulađis álíka háleit og óskiljanlegt og í enska textanum.

Hins vegar er alltaf best ađ bíta í súkkulađiđ og ef bragđi hugnast manni ţá kaupir mađur ţađ aftur. Skiptir engu hversu „ákaft“ súkkulađiđ er. Aftur á móti eru éta margir „súkkulöđ“ af ákefđ (sthugiđ ađ súkkulađi er eintöluorđ).

Mig langar til ađ bćta ţví hér viđ ađ ég ólst upp viđ ađ borđa súkkulađ. Mađur beit í súkkulađ. Ţegar mamma bauđ upp á súkkulađi ţá var ţađ drukkiđ. Orđiđ var haft um heitan súkkulađidrykkur, brćtt súkkulađ, blandađ viđ vatn og stundum rjómi međ. Ég ţori samt ekki ađ fullyrđa ađ ţetta sé rétt, systur mínar kunna ađ vita betur (raunar ţykjast ţćr vita allt betur en ég enda eldri og reyndari).

Tillaga: Engin tillaga.

2.

Barcelona var í gćr ađ ganga frá nýjum langtímasamningi viđ spćnska bakvörđinn Jordi Alba.

Frétt á visir.is.         

Athugasemd: Flestir ţekkja ţágufallssýkina sem ţó er engin sýki lengur, heldur „eđlileg“ tjáning ţó hún gangi í bága viđ „rétt“ mál. Fćrri ţekkja nefnifallssýkina en hún sćkir mjög á og birtist í ţví ađ fólk beygir nafnorđ, lćtur nefnifalliđ duga.

Nýjasta nýtt er nafnháttarsýkin. Hún gríđarlega lúmsk og er ţannig ađ sagnorđ ađeins í nafnhćtti en ekki notuđ í til dćmis ţátíđ. Hoppađi verđur var ađ hoppa og hugsađi verđur var ađ hugsa. Ég er búin ađ hoppa, ég var ađ hoppa. Dćmin eru í sjálfu sér ekki röng en athugasemdin byggir á samhenginu. Í tilvitnuninni segir ađ félagiđ var ađ ganga frá, í stađ ţess ađ ţađ gekk frá.

Síđar í fréttinni segir:

Ćtli félag ađ kaupa upp nýjan samning Jordi Alba ţá ţarf viđkomandi félag ađ borga 500 milljónir evra eđa 68 milljarđa íslenska króna.

Hćgt er ađ orđa ţetta á einfaldari máta:

Kaup á nýjum samningi Jordi Alba kostar 500 milljónir evra eđa 68 milljarđa íslenska króna.

Gera mćtti athugasemdir viđ margt annađ í ţessari stuttu frétt.

Tillaga: Barcelona gekk í gćr frá nýjum langtímasamningi viđ spćnska bakvörđinn Jordi Alba.

3.

Efnavopnastofnunin notađist viđ sýni úr umhverfi, vitnaskýrslur og önnur gögn sem aflađ var af rannsóknarteymi sem heimsótti stađi í Douma tveimur vikur eftir árásina.

Frétt á visir.is.         

Athugasemd: Mikilvćgt er ađ beygja nafnorđ, annars fćr mađur nafnorđasýkina. Réttara er ađ segja ađ teymiđ heimsótti stađinn tveimur vikum eftir árásins.

Mörgum kann ađ finnst ţessi athugasemd vera algjört smáatriđi. Jćja, en „smáatriđin“ í málinu skipta gríđarlega miklu. Frétt sem er til dćmis ekki međ réttum fallbeygingum er skemmd frétt. Ekkert minna enn ţađ. Skemmdar fréttir smitar út frá sér og íslenskunni hrakar ţar til fallbeygingin heyrir sögunni til ađ máliđ verđur eins og svo mörg önnur tungumál.

Ţess vegna skiptir svo öllu ađ blađamenn séu vel lesnir á íslenskri tungu, hafi alist um viđ bóklestur og hafi stundađ hann alla tíđ. Blađamađur sem hefur aldrei veriđ fyrir bókin skrifar yfirleitt lélegt mál og hefur rýran orđaforđa.

Enginn fylgist međ ţví hvort fjölmiđlar fari rétt međ íslenskuna, öllum virđist andsk... sama. Nema auđvitađ á tyllidögum.

Annars er ţessi málsgrein hér ađ ofan torf og hefđi mátt einfalda ađ mun. Hún er greinilega ţýđing, líklega áferđarfalleg á ensku en ómöguleg á íslensku.

Tillaga: Engin tillaga gerđ.

 

 

 


Bloggfćrslur 3. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband