Heimsmeistarar Frakklands, innheimt veggjald og endi flugvélar

Orđlof

Baggamunur 

ríđa (eđa gera) baggamuninn merkir ađ ráđa úrslitum. 

Baggamunur er „munur á böggum á reiđingshesti“ (ÍO). Reiđmađur hallar sér til annarrar hvorrar hliđarinnar svo ađ baggarnir haldi jafnvćgi. 

Ekki er hćgt ađ „ráđa“ baggamuninn ţótt oft sjáist og heyrist reynt. Kannski áhrif frá ţví ađ ráđa úrslitum?

Máliđ, blađsíđa 63 í Morgunblađinu 10.10.2019.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„Ákćrđur fyrir ađ brjóta endurtekiđ á kćrustu sinni ţegar hún var sofandi.“

Fyrirsögn á visir.is.             

Athugasemd: Draugagangi orđsins „ítrekađ“ virđist vera ađ linna. Í stađinn er kominn annar uppvakningur sem er lítiđ skárri og ţađ er „endurtekiđ“. Bćđi eiga ađ koma í stađ atviksorđsins oft sem tekur hinum tveimur yfirleitt langt fram.

Má vera ađ oft ţyki ekki nógu stofnanalegt og flott en ţađ dugar engu ađ síđur. Er látlaust, stutt og segir ţađ sem segja ţarf.

Tillaga: Ákćrđur fyrir ađ brjóta oft á kćrustu sinni ţegar hún var sofandi.

2.

„… taka á móti heimsmeisturum Frakklands.“

Íţróttafréttir í Ríkisútvarpinu Sjónvarpi kl. 19:25, 9.10.2019.            

Athugasemd: Ekkert fótboltaliđ er heimsmeistarar Frakklands, ţađ er tćknilega ómögulegt. Hins vegar eru Frakkar heimsmeistarar, Frakkland er heimsmeistari.

Rökrétt ađ segja blakmeistarar Frakklands, handboltameistarar Frakklands, fótboltameistarar Frakklands og er ţá átt viđ ţá sem hafa unniđ titilinn í keppi innan landsins.

Nú er handboltavertíđin hafin en ekkert liđ getur tekiđ á móti Íslandsmeisturum Selfoss. Ţađ er líka tćknilega ómögulegt.  Ástćđan er einfaldlega sú ađ Íslandsmeistaramót var ekki haldiđ innanbćjar á Selfossi. Engu ađ síđur er Selfoss Íslandsmeistari í handbolta.

Munum ađ algjör óţarfi er ađ bćta lýsingarorđinu „ríkjandi“ viđ („ríkjandi Íslandsmeistari“, „ríkjandi heimsmeistari“). Nóg er ađ segja Íslandsmeistari vegna ţess ađ ađeins einn mađur, eitt liđ, getur veriđ Íslandsmeistari hverju sinni.

Í íţróttafréttum sama fjölmiđils var sagt 10.10.19:

Heimsmeistararnir í liđi Frakka …

Frekar skrýtilega ađ orđi komist en líklega vill fréttamađurinn hafa skal ţađ sem betur hljómar. Ţó kann ađ vera ađ hann sem ţetta sagđi hafi átti viđ ađ í liđi Frakka séu nokkrir sem urđu heimsmeistarar í fyrra og svo nýliđar. Eđa …

Nei, svona er ekki blađamennskan. Lesandinn á ekki ađ ţurfa ađ giska á hvađ átt er viđ í fréttum. Gera á kröfu á fjölmiđilinn ađ ţar starfi fólk sem er sćmilega vel máli fariđ.

Tillaga: … taka á móti frönsku heimsmeisturunum.

3.

Innheimt veggjald má ekki verđa svo hátt ađ bílstjórar velji ađ fara Vesturlandsveginn gjaldfrjálsan í gegnum Mosfellsbć.“

Fréttaskýring á blađsíđu 30 í Morgunblađinu, 10.10.19          

Athugasemd: Óţarfi er ađ tala um innheimt veggjald í ţessu samhengi. Nóg er ađ tala um veggjald.

Betra er ađ segja Vesturlandsveg, ţađ er án greinis. Venjan er sú ađ nota síđur ákveđinn greini međ sérnöfnum, ţađ er örnefnum og ýmsum heitum eins og vegum, sveitarfélögum, hverfum og landshlutum. 

Tillaga: Veggjald má ekki verđa svo hátt ađ bílstjórar vilji frekar aka án gjalds um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbć.

4.

„Hér má sjá valkostina sem einn af áskrifendum okkar fćr ađ velja um …“

Auglýsing á blađsíđu 44 í Morgunblađinu 10.10.19.      

Athugasemd: Ţessi málsgrein er hörmulega illa samin. Líklega hefur textagerđinni veriđ útvistađ til Indlands og einhver ţarlendur hnođađ henni saman međ ađstođ Google Translate. Ţetta var nefnt í ţessum pistlum í ágúst síđastliđinn. Síđan hafa fjölmargar auglýsingar um sama efni birst, fallegar myndir en alltaf međ ţessum hrćđilega illa samda texta. 

Mogginn er ađ safna áskrifendum og ćtlar ađ gefa einum ţeirra bíl. Um ţađ fjallar auglýsingin í blađinu. Í henni sjást tveir bílar og sá heppni má velja annan ţeirra. Á Moggamáli kallast ţetta „valkostir“.

„Valkostur“ er varla orđ, bastarđur. Tvö orđ, val og kostur, sem nánast merkja ţađ sama. Annađ ţeirra dugar alltaf. Í ţokkabót segir í auglýsingunni ađ áskrifandinn megi „velja um valkosti“.

Hefđi ekki dugađ ađ segja ađ sá heppni fái ađ velja annan hvorn bílinn? 

Tillaga: Hér eru tveir bílar sem einn af áskrifendum okkar fćr ađ velja um …

5.

„Sam­kvćmt vitni byrjuđu fjór­ir karlmenn ađ slást í enda flug­vél­ar­inn­ar.“

Frétt á mbl.is.      

Athugasemd: Held ađ samkvćmt málvenju sé aldrei talađ um enda flugvélar. Ekki myndi ţađ teljast vel ađ orđi komist ađ tala um enda skips, endann á strćtó eđa endann á bíl.

Miklu betur fer á ţví ađ tala um afturhluta flugvélar ţegar fjallađ er um ţá sem eru inni. Skutur er aftasti hluti báts eđa skips. Sumir velja sér aftasta sćtiđ í strćtó eđa rútu, enginn talar um endasćti. Ég minnist ţess ekki heldur ađ talađ sé um endann á bíl.

Hins vegar er oft talađ um afturenda á fólki og margir hafa fengiđ spark í hann. Sá endi stendur ţó engan veginn undir nafni miđađ viđ mann sem er uppréttur.

Tillaga: Sam­kvćmt orđum vitnis byrjuđu fjór­ir karlmenn ađ slást í aftast í flugvélinni.


Bloggfćrslur 11. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband