Áfram eđa enn, allt í rúst og settur í klefa

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.


1.

„Sjáđu gróft brot Kompany á Salah: Hvernig fékk hann ekki rautt? 

Frétt á dv.is.     

Athugasemd: Blađamenn á DV eru dálítiđ einkennilegir, virđast ekki vel ađ sér. Spurnarfornafniđ hvernig í tilvitnuninni er ekki viđeigandi, réttara er ađ segja hvers vegna

Tillaga: Mynd af grófu broti Kompany: Hvers vegna fékk hann ekki rautt spjald?

2.

Áfram meiđist Bale.“ 

Fyrirsögn á mbl.is.      

Athugasemd: Welski sóknarmađurinn í fótboltaliđinu Real Madrid, Gareth Bale, hefur meitt sig oft upp á skíđkastiđ og um ţađ fjallar frétt á vefútgáfu Moggans. Ţetta er ţví miđur ekki nógu góđ fyrirsögn. Er hann meiddur frá ţví síđast er ţađ gerđist eđa meiddist hann aftur?

Áfram er atviksorđ og ţau standa flest međ sagnorđum, ţó ekki öll, en ţađ er annađ mál. Ótćkt er ađ nota hér atviksorđiđ áfram, ţví ţađ segir ekki alla söguna. Ţeir sem búa viđ drjúgan orđaforđa hafa öđlast góđa málkennd, og hún segir okkur hvađa orđ eigi ađ nota. 

Á visir.is er ţessa fyrirsögn ađ finna:

Magnús áfram útvarpsstjóri

Hver er nú munurinn á ţessum tveimur fyrirsögnum? Jú, sú fyrri á viđ eitthvađ sem gerist aftur. Hin síđari er um ţađ sem gerist án hlés og hún er rétt. 

Enginn myndi segja eđa skrifa: Magnús enn útvarpsstjóri. Ţannig talar enginn, flesti finna ţetta á sér, málkenndin vaknar.

Berum saman fyrirsögnina og tillöguna hér fyrir neđan. Rétt upp „hend“ sem vilja nota tillöguna.

Tillaga: Enn meiđist Bale.

3.

Haldiđ upp á ţrettándann víđa í dag.“ 

Fyrirsögn á visir.is.      

Athugasemd: Röđ orđa í setningu skiptir máli. Er hún spurning, fullyrđing eđa athugasemd? Má vera ađ ég hafi rangt fyrir mér og orđaröđin skipti ekki nokkru máli. Hver er ţá eđlileg orđaröđ í eftirfarandi dćmum og viđ einblínum á atviksorđiđ víđa (sko ég á ekki viđ vítt atviksorđ held ađ ţađ sé ekki til)?:

    1. Víđa haldiđ upp á ţrettándann í dag.
    2. Haldiđ víđa upp á ţrettándann í dag.
    3. Haldiđ upp á víđa ţrettándann í dag.
    4. Haldiđ upp á ţrettándann víđa í dag.
    5. Haldiđ upp á ţrettándann í dag víđa.

Fálkaorđan er veitt fyrir ţá útgáfu sem flestir ađhyllast. Hinir verđa fordćmir, gerđir útlćgir og ţurrkađir út úr ţjóđskrá, jafnvel ţó ţeir hafi rétt fyrir sér. Er ţađ ekki annars lýđrćđislegt?

Tillaga: Gettu!

4.

Farangur Selju Dísar allur í rúst eftir skođun:“ 

Yfirfyrirsögn á dv.is.      

Athugasemd: Nafnorđiđ rúst hefur fleiri en eina merkingu. Flestir ţekkja rúst sem leifar af byggingu. Í Íslenskri orđsifjabók segir: 

hrunin bygging, leifar hrunins húss eđa mannvirkis

Önnur merking er til. Á Wikipedia segir:  

Rústir eru bungur í landslagi fređmýrar, sem myndast ţannig ađ jarđvegsyfirborđ hćkkar ţegar íslinsa myndast í fínkornóttum jarđvegsefnum undir einangrunarlagi, t.d. mólagi.

Líkur benda til ţess ađ hvorug ofangreindra lýsinga á rúst eigi viđ farangur Selju Dísar. Hann hafi veriđ í óreiđu eđa skemmdur nema hvort tveggja sé.

Tillaga: Farangur Selju Dísar í óreiđu eftir skođun tollvarđa.

5.

Ađilinn var svo fjarlćgđur af lögreglunni og settur í klefa stuttu síđar.“ 

Frétt á dv.is.      

Athugasemd: Mađur nokkur braust inn í bíl og reyndi ađ stela úr honum en var gripinn. Á DV er hann í tvígang kallađur „ađili“. Enginn veit hvers vegna, ekki einu sinni blađamađurinn, sem ţó er varla nýgrćđingur í fréttaskrifum. Af hverju var skömmin ekki kallađur mađur sem hann ţó var og er.

Síđan kemur fram ađ ţessi ógćfumađur hafi veriđ „settur í klefa“. Líklega var hann ekki settur í símaklefa enda eru ţeir orđnir frekar fágćtir. Gera má ráđ fyrir ađ lögreglan hafi sett hann í fangaklefa. 

Ţakka ber ađ blađamađurinn hafi ekki orđa ţađ ţannig ađ manngreyiđ hafi veriđ „vistađur í fangageymslu“. Vonandi er ţađ útjaskađa orđalag á hverfandi hveli eftir margra ára misnotkun.

Tillaga: Lögreglan handtók manninn og fangelsađi.


Nálastungur, leikrćn lyfleysa

Ţekking flestra er takmörkuđ og ekki síst mín. Ţá er gott ađ geta leitađ til sérfrćđinga á hinum ýmsu sviđum eftir ţví sem viđ á. Ekki hef ég mikiđ vit á nálarstungufrćđum en hef ţó lesiđ talsvert um ţau og fundiđ út ađ ţau séu dularfull frćđi sem hjúpuđ eru leyndardómum og jafnvel yfirskilvitlegum kröftum.

Aldrei hef ég ţó fariđ til „nálastungulćkni“ en hef hitt nokkra sem segjast hafa fengiđ allra sinna meina bót eftir blessun ţeirra. Ţessu öllu hef ég trúađ eins og nýju neti.

Verstur andskotinn er samt ađ ţekkja menn eins og Björn Geir Leifsson, lćkni, sem er óhrćddur ađ gagnrýna ýmiskonar kukl og hindurvitni. Eftirfarandi pistil las ég á Facebook síđu hans:

Ţađ er ekki nóg ađ vita nokkurn vegin ađ lungun séu í brjóstkassanum (thorax) flestir átta sig ekki á hversu örstutt er inn í fleiđruna sums stađar milli rifja, a.m.k. í grönnu fólki, og ađ lungnatopparnir ná vel upp fyrir viđbein svo stungur á hálssvćđi geta valdiđ loftbrjósti. Og ţađ er ekki trygging ţótt viđkomandi telji sig kunna til verka. Nokkur tilvik ţekki ég til dćmis íslensk, ţar sem sjúkraţjálfarar töldu sig vera ađ međhöndla međ ţví ađ stinga í „gikkbletti”, trigger points, í vöđvum viđ herđablađ.
Í einhverju blađinu í gćr er haft eftir ljósmóđur ađ ţćr stingi aldrei í brjóstkassann heldur í útlimi, fótleggi og handleggi. Eins og ţađ sé eitthvađ betra?

Hún tekur ţađ sem sjálfsögđum hlut ađ stungur í hendur og fćtur geri eitthvađ gagn í allt öđrum líkamshlutum. Vitnađ er í valdar rannsóknagreinar sem virđast stađfesta ćtlađa virkni ef bara er lesinn titill og niđurstöđusetning. Svo ţegar betur er ađ gáđ er oftast enginn fótur fyrir fullyrđingunni. Nálastungur í útlimi eru bara alls ekki hćttulausar, fyrir utan ađ vera tilgangslausar. Í Noregi dó mađur áriđ 2017 af fylgikvillum eftir nálastungu í hendi. Sú međferđ var framkvćmd í nálastunguskóla svo ekki er hćgt ađ kenna viđvaningshćtti um.

Bak viđ nálastungufrćđin er enginn heildstćđur, samhćfđur ţekkingargrunnur.
Í handbók útgefinni af ljósmćđrafélaginu eru flóknar og ađ ţví er virđist merkilegar útlistingar á ţví hvar eigi ađ stinga í hinum og ţessum tilgangi.

Bak viđ útleggingar á ţví hvar eigi ađ stinga eru engin gagnreynd, stađfestanleg frćđi. Ef stungustađir í mismunandi útgáfum af nálastungufrćđum eru skođađir, er ekkert vitrćnt samrćmi milli kínversku, kóreönsku, japönsku... eđa annarra útgáfa. Ţađ er t.d. enginn sem veit af hverju á ađ örva blett á utanverđri litlutá til ţess ađ fá fóstur í sitjandastöđu til ţess ađ snúa sér viđ. Ţađ veit heldur enginn hvernig fundiđ var út ađ stunga í blett sem kallast CV-1 getur veriđ gagnleg viđ langri röđ meina allt frá ristruflunum og hćgđatregđu til drukknunar og međvitundarleysis. Ţessi blettur er stađsettur um fingurbreidd framan viđ endaţarmsopiđ hjá báđum kynjum og um ţetta eru útleggingar í mörgum frćđitextum.

Ţessar kenningar eins og allar ađrar í ţessum frćđum byggir hvorki á skipulega safnađri ţekkingu né stađfestanlegri reynslu. Engum hefur tekist ađ finna út af hverju og hvernig ţessir tilteknu stađir eru til komnir enda skiptir engu hvar er stungiđ ţegar ţađ er rannsakađ međ réttum og óvilhöllum hćtti. Ţađ skiptir heldur engu hvort raunverulega sé stungiđ, bara ef báđir ađilar halda ţađ. Ţetta hefur veriđ rannsakađ.

Nálastungur hafa engin mćlanleg eigin áhrif. Lengi voru uppi alls konar kenningar um losun bođefna og örvun taugabrauta. Talađ var um losun adenósins, endorfíns, gate theory og ţađan af fínna. Vissuleg gerist allt mögulegt slíkt viđ stungur en ţađ gerist líka ef slökkvitćki dettur á fót eđa hamri er slegiđ á ţumalfingur. Engum hefur dottiđ í hug ađ ţađ geti komiđ í veg fyrir mígreni eđa bćtt króníska verki meira en ađ ţeir gleymast kannski um stundarsakir. Ţótt einhverjir fái bót meina sinna samtímis nálastunguathöfnum ţá er yfirleitt hćgt ađ finna ađrar skýringar á breyttri líđan, sem oftast hefđi orđiđ hvort sem er, eđa ná fram sömu sefjandi lyfleysuhrifum međ öđrum, sársaukaminni og hćttuminni leikatriđum.

Leikţátturinn og dulúđin skapa sterkar eftirvćntingar, ekki síst hjá iđkendunum sjálfum, sem taka öllu sem virđist stađfesta vćntingarnar en gleyma fljótt ţeim sem engan bata fengu.

Nálastungur hafa veriđ kallađar leikrćn lyfleysa, theatrical placebo, og er sú nafngift afar lýsandi.

 


Bloggfćrslur 6. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband