Féflettir, handsömun og frákastahár

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

Ekki lengur ţjófur heldur …

Máliđ er yfirfullt af nýsmíđum sem leysa eiga hin gömlu og grónu orđ af hólmi. Gallinn er bara sá ađ nýju orđin eru oft óţörf međ öllu, stundum kauđalega samsett orđ (eins og ađ hlýđniţjálfa). […]

Mér dettur ţá í hug orđiđ ţjófur sem lengi ţótti gott og gilt er fjallađ var um ţá sem tóku eitthvađ ófrjálsri hendi. En ţađ var í gamla daga. Ég tek eftir ţví ađ hinir stórtćkustu ţjófar eru ekki sćmdir ţeirri nafnbót nú um stundir, heldur ţeim valin önnur orđ auk ţess sem glćpirnir eignast ný hugtök. Nú nýveriđ sá ég eitt slíkt, nýyrđiđ féflettir. 

Tungutak í Morgunblađinu 8. janúar 2012. Höfundur pistilsins er Ţórđur Helgason.

 

1.

„Fjallskilanefnd og yfirmenn ţjóđgarđs munu funda í vikunni og skipuleggja handsömun á ţessum rollum. 

Frétt á blađsíđu 9 í Morgunblađinu 28. janúar 2019.      

Athugasemd: Ţetta er haft eftir sveitastjóra Bláskógabyggđar. Ţetta er vont mál. Enginn talar um „skipulagningu á handsömun“ fjár. Ţetta er hlćgileg stofnanamállýska en um leiđ hálfrotin, myndi sóma sér betur í skaupi eđa spaugstofu en í daglegu lífi.

Viđ ţetta má ţví bćta ađ ég hef lengi haft áhyggjur af orđinu „handsama“. Held ađ ţađ sé ekki gamalt, líklega dregiđ af ţví ađ leggja hendur saman og setja járn á ţćr, handjárna. Sé ţetta rétt er erfitt ađ handsama dýr. 

Áriđ 2013 fékk ég póst frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum frćđum, Málstöđ. Í honum fékk ég svar viđ ţessum vangaveltum mínum um sögnina ađ handsama og ţar segir.

Elstu dćmi um ţessa sögn í ritmálssafni Orđabókar Háskólans eru frá 18. öld og eru notuđ um ađ grípa/fanga dýr (t.d. fé, hesta). Sjá hér (linkurinn virđist óvirkur).

Sú merking sem ţú nefnir, ţ.e. ađ leggja saman hendur, getur ţví varla veriđ upprunaleg.

Í helstu orđsifjabókum er ekki fjallađ um uppruna ţessarar sagnar og ég get ţví miđur ekki veitt meiri upplýsingar um hann.

Ţetta er nokkuđ afgerandi svar frá Jóhannesi B. Sigtryggssyni. Hins vegar vćri gaman ađ heyra frá lesendum um ţetta.

Tillaga: Fjallskilanefnd og yfirmenn ţjóđgarđs munu funda í vikunni og ákveđa hvenćr fénu verđi smalađ.

 

2.

„Rochford hefur átt mjög góđa leiki međ Ţórsliđinu … 

Frétt á blađsíđu 3 í íţróttablađi Morgunblađsins 29. janúar 2019.

Athugasemd: Betra hefđi veriđ ef íţróttablađamađur Morgunblađsins hefđi skrifađ í stađinn eins og tillagan hér fyrir neđan er. Hann á ađ gera betur enda alvanur blađamađur og skrifari.

Um ţađ snýst íslensk mál ađ nota sagnorđin sem mest, ekki skrifa íslenska ensku. Sá sem „á góđan leik“ leikur vel. Hiđ síđarnefnda er mun lćsilegra og skýrara.

Síđar í fréttinni segir blađamađurinn aftur ađ leikmađur hafi „… átt jafna og góđa leiki …“. Líklega er átt viđ ađ hann hafi alltaf leikiđ vel.

Enn er ástćđa til ađ hnýta í fréttina, í henni segir:

… í hópi frákastahćstu leikmanna deildarinnar,  ásamt ţví ađ skila stöđugt sínu í öđrum ţáttum leiksins

Niđurlagiđ eftir kommuna er stíllaust, eiginlega hálfgerđur bastarđur. Engu líkar en ađ blađamađurinn hafi orđiđ uppiskroppa međ hól í umfjölluninni eđa ákveđiđ ađ stytta fréttina. Án efa er átt viđ ađ leikmađurinn hafi alltaf spilađ vel, jafnt í vörn sem sókn.

Aldrei hef ég heyrt lýsingarorđiđ „frákastahár“. Illt vćri ef „frákastahái“ vćri lágvaxinn. Eđa hvernig er „frákastahár“ á litinn? Grínlaust lýsi ég hér međ ţeirri skođun minni ađ orđiđ er drasl og á ađ fara í rusliđ ţar sem fyrir eru ómeti eins og „íţróttablađamannsskrif“ og „lćrisveinar“ í merkingunni leikmenn ţjálfara.

Tillaga: Rochford hefur leikiđ mjög vel međ Ţórsliđinu …

 


Bloggfćrslur 29. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband