Rúll af boltahindrun, vera milli tannanna á fólki og ađskiliđ mál,

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

Skemmra og skemur

„Ţessar ađgerđir ganga skemur en mađur átti von á.“ Ţarna hefđi ţurft ađ standa skemmra. 

Ađgerđir geta gengiđ langt eđa skammt og ţá gengiđ lengra eđa skemmra en vćnst var. 

Úrbćturnar sem stefnt var ađ geta hins vegar enst lengur eđa skemur en vćnst var. 

Skemmra um vegalengd, skemur um tíma.

Máliđ á blađsíđu 60 í Morgunblađinu 17.1.2019.

 

Nefnifallssýki

Nefnifallssýki lćtur lítiđ yfir sér enda hefur ekki veriđ amast viđ henni eins mikiđ og ţágufallssýkinni alrćmdu (t.d. mér langar í stađ mig langar). 

Nefnifallssýki er ţó talsvert algeng međ mörgum sögnum, t.d. úthluta, eins og ţegar sagt er aflaheimildir voru úthlutađar í stađ aflaheimildum var úthlutađ.

Úr dálkinum Orđtak á blađsíđu í Morgunblađinu 19.1.2019.

 

1.

„Dagur Sigurđsson og fallega japanskan hans var mikiđ á milli tannanna á fólki međan á leik Íslands og Japan stóđ. 

Frétt á visir.is.      

Athugasemd: Blađamađurinn skilur ekki orđasambandiđ ađ vera á milli tannanna. Ţađ ţýđir ekki einhver sakleysisleg umrćđa heldur er beinlínis veriđ ađ baktala ţann sem fyrir verđur. Hvernig er hćgt ađ vera blađamađur og klúđra ţessu?

Fólk dáđist ađ japönskunni hans Dags og hćldi honum jafnvel fyrir hana. Ólíklegt er ađ hann hafi veriđ baktalađur. Hins vegar eru ekki miklar líkur á ţví ađ margir Íslendingar hafi hafi vitađ hvort japanskan hans hafi veriđ fallega eđa ekki.

Tillaga: Dagur Sigurđsson og fallega japanskan hans lofuđ međan á leik Íslands og Japan stóđ.

2.

„Taliđ er ađ Lance Armstrong sé í dag metinn á um sex milljarđa íslenskra króna. 

Frétt á visir.is.      

Athugasemd: Stundum er sagt ađ einhver sé jafnţyngdar sinnar virđi í gulli og ţađ er mikiđ hól, ţyngdin er aukaatriđi ţegar slegnir eru svona gullhamrar.

Hjólreiđakappinn Lance Armstrong er ekki metinn til fjár, hvorki í ţyngd sinni né á annan hátt. Hins vegar eru auđćfi hans talin vera um sex milljarđar króna. Ţađ er auđvitađ allt annađ mál.

Í ţessu tilviki er óţarfi ađ taka ţađ fram ađ ţetta sé auđur hans „í dag“, ađ öđrum kosti hefđi komiđ fram tilvísun til annars tíma.

Tillaga: Taliđ er ađ auđur Lance Armstrong sé metinn á um sex milljarđa íslenskra króna.

3.

„Hafđi Seinfeld áhugi ţjálfarans áhrif á komu Kramer? 

Fyrirsögn á visir.is.      

Athugasemd: Ég skildi ekki fyrirsögnina ţegar ég las hana fyrst. Ţurfti nokkrar atrennur og ţá las ég fréttina, en ţađ hefđi ég ekki átt ađ gera. Ég skil hana núna, hún er alls ekki röng mćtti vera skárri. Fréttin er hins vegar illa skrifuđ. Hvađ finnst lesendum til dćmis um ţetta:

Sóknarlega er hann ruslakarl sem skorar eftir rúll af boltahindrun, hrađaupphlaupum sem og ruslastig.

Ţetta er frétt um körfubolta og rćtt viđ ţjálfara í efstu deild. Blađamađurinn veit ábyggilega hvađ snýr upp og niđur á körfubolta en hann ţarf vanda sig betur, lesenda sinna vegna.

Reglan sem ALLIR blađamenn verđa ađ hafa í huga er ađ skrifa frétt sína á skiljanlegu máli. Tali viđmćlandinn ekki gott mál á blađamađurinn ađ umorđa ţađ, endursegja. Ofangreint er bull. 

Ţetta skilst ekki heldur:

Sem körfuboltamađur er hann hugsađur til ađ dýpka bekkinn hjá okkur, …

Ég skil ţetta ekki, hef ţó leikiđ körfubolta. Er veriđ ađ endursmíđa einhvern bekk og hvađ kemur hann íţróttinni viđ?

Tillaga: Var Kramer ráđinn vegna ţess ađ ţjálfarinn hefur áhuga á Seinfeld ţáttunum?

4.

„Alls greiddu 115 ţingmenn atkvćđi međ Löfven og 77 sátu hjá. 153 greiddu atkvćđi gegn Löfven. 

Frétt á visir.is.      

Athugasemd: Reglan er ţessi: Ekki byrja setningu á tölustöfum. Ţetta ţekkist hvergi í vestrćnum tungumálum. Ástćđan er einföld. Međ punkti er setningu eđa málgrein lokiđ og ţá getur önnur byrjađ og ţađ er gert međ stórum staf í upphafi fyrsta orđs. Ţetta er öllum auđskiljanlegt, truflar ekkert. Tölustafur truflar hins vegar vegna ţess stóran staf vantar. Tala stendur ţarna eins og illa gerđur hlutur.

Fyrsti stafurinn í setningu kallast upphafsstafur, líka hástafur. Í ensku nefnist hann „capital letter“, „stor bokstav“ á norsku, dönsku og sćnsku (stór stafur á íslensku), „Großbuchstabe“ á ţýsku, „lettre capitale“ á frönsku og svo framvegis.

Ţrátt fyrir ţessa reglu hallast margir ađ ţeirri undantekningu ađ fyrirsagnir megi byrja á tölustaf. Einnig veldur ţađ engum vandrćđum ef töluorđ er notađ í stađ tölustafs.

Berum nú saman ofangreinda tilvitnun og tillöguna hér fyrir neđan. Í henni er punkti breytt í kommu, sneitt framhjá tvítekningunum, nástöđunni. 

Tillaga: Alls greiddu 115 ţingmenn atkvćđi međ Löfven og 77 sátu hjá, 153 gegn.

5.

„Hafţór, sem nýlega var dćmdur í tólf mánađa fangelsi fyrir peningaţvćtti í ađskildu máli, sagđi … 

Frétt á visir.is.      

Athugasemd: Sagnorđiđ ađ ađskilja merkir greinilega ađ skilja ađ en hentar ekki í ţessu sambandi. Blađamađurinn ćtlar sér eflaust ađ segja ađ málin séu tvö og eigi ekkert sameiginlegt. Ţá er gott ađ nota óákveđna fornafniđ annađ, en ţađ er haft til eitthvađ sem er hliđsćtt, andstćtt eđa í samanburđi, svo dćmi séu tekin.

Réttara er ađ segja ađ mađurinn hafi veriđ dćmdur í öđru máli. Orđin „ađskiliđ“ og „annađ“ eru ţví gjörólík ađ merkingu í ţví samhengi sem hér um rćđir.

Tillaga: Hafţór, sem nýlega var dćmdur í tólf mánađa fangelsi fyrir peningaţvćtti í öđru máli, sagđi …


Bloggfćrslur 19. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband