Látið hvalina vera

Fyrir leikmann er óskiljanlegt hvers vegna verið sé að reyna að reka grindhvalavöðu út úr Kolgrafarfirði. Í fyrsta lagi eru hvalir viðkvæmar skepnur og svona aðfarir hræða þá fyrst og fremst. Í öðru lagi eru hvalir ekki vanir því að láta reka sig. Miklu skynsamlegar er að leyfa þeim að eiga sig, þeir finna ábyggilega leiðina út af sjálfsdáðum.

Enginn veit hvers vegna hvalirnir leita inn í firði og jafnvel upp í fjörur. Hugsanlega finna þeir lykt sem þeir renna á. Má vera að enn séu síldin að rotna sem strandaði í Kolgrafarfirði fyrir tveimur árum.

Mér fannst hrikalegt að sjá myndbandið sem birt var á mbl.is. Tveir björgunarsveitarbátar reyndu að hræða hvalina og reka út fyrir brúna. Þetta var ójafn leikur, skemmtun fyrir björgunarsveitarmenn en ábyggilega ferlega illt fyrir hvalina.

Best af öllu er að láta náttúruna hafa sinn gang. Maðurinn á ekki að reyna að stjórna henni, við þekkjum afleiðingarnar af slíkri afskiptasemi og þær eru ekki allar fagrar.


mbl.is Líklega komnir aftur inn fjörðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband