Málaliði Vesturverks reynir að fegra Hvalárvirkjun

kort VestfEr til of mikils mælst að þeir sem búa við allsnægtir höfuðborgarsvæðisins með örugga orku á lágmarksverði, fjölbreytta atvinnumöguleika og alla nauðsynlega innviði á sínum stað, standi með okkur Vestfirðingum í þeirri viðleitni að gera fjórðunginn okkar að sambærilegum búsetukosti og önnur svæði Íslands?

Af slíkum endemum skrifar Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, sem á sér þá ósk eina að fá að reisa svokallaða Hvalárvirkjun og spilla þar með einu mikilfengnasta fossasvæði landsins. Grein birtist á síðu 30 í Morgunblaðinu, laugardaginn 9. júní 2018.

Málaliðinn

Þetta er ekki fyrsta greinin sem málaliði Vesturverks skrifar í Moggann. Í fyrri greinum reynir hún að gera lítið úr þeim sem unna landi sínu og vilja verja það fyrir ágangi virkjunarfyrirtækja. 

Ofangreind tilvitnun er innantóm tal. Reynt er að koma því að hjá lesendum að lífsgæði Vestfirðinga séu lakari en íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að Hvalárvirkjun vantar. Þetta er einfaldlega rangt. Vestfirðingar eiga kost á öllum þeim „allsnægtum“ sem aðrir landsmenn njóta. Ég hef búið á Ísafirði, að vísu í skamman tíma hef margoft ferðast um Vestfirði og tel mig þekkja þá nokkuð vel sem og mannlífið sem þar þrífst. 

Hvalárvirkju hefur enga þýðingu

Hvalárvirkjun hefur ekkert að gera með neinar framfarir í raforkumálum fyrir Vestfirði. Það sjá allir sem skoða kortið hér fyrir ofan. Takið eftir að raforkulínan frá fyrirhugaðri Hvalárvirkjun (sú bleika) tengist raforkulínunni í Kollafirði í Austur-Barðastrandasýslu. Svo merkilega vill til að þar um er fyrir línan frá hringtengingu landsins.

Af kortinu má draga þá einföldu ályktun að Hvalárvirkjun Vesturverks mun ekki hafa nein áhrif á raforkukerfið á Vestfjörðum umfram þá raforku sem kemur frá Kröfluvirkjun eða  Smyrlabjargarárvirkjun í Suðursveit, skammt frá Hornafirði. 

Í raun er það fáránleg röksemd að halda eftirfarandi fram en það gerir Birna Lárusdóttir, málaliði Vesturverks:

Nú hillir undir að langþráðar framfarir í raforkumálum og atvinnuuppbyggingu líti dagsins ljós á Vestfjörðum. Um það eru þeir sérfræðingar samdóma, sem hafa sett sig gaumgæfilega inn í það hvaða þýðingu Hvalárvirkjun, og nauðsynleg orkuflutningsmannvirki henni tengdri, munu hafa fyrir orkuöryggi og möguleika til atvinnusköpunar í fjórðungnum.

Þetta er þvílíkt rugl að tekur ekki nokkru tali. Vestfjörðum er ekki skömmtuð raforka. Þar er framleitt rafmagn og þeir fá það rafmagn sem þarf.

 

Hringtengingu vantar

Vandinn í landshlutanum er sá að þar er ekki hringtenging raforkulína. Rofni raflína á einum stað verður rafmagnslaust þar fyrir norðan. Hvalárvirkjun mun engu breyta um það.

Mesta framfaraspor í raforkumálum á Vestfjörðum er ekki Hvalárvirkjun, fjarri því, heldur hringtengingin. Punktur. Vanti eitthvað upp á allsnægtir á Vestfjörðum getur hringtengingin hjálpað þar eitthvað upp á.

Hvalárvirkjun er óþörf. Vesturverk leggur ekki krónu í raforkulínu frá virkjuninni í Kollafjörð. Ríkissjóði er ætlað að gera punga út fjórum milljörðum króna í verkið. Fyrir vikið er rafmagnssalan allt í einu orðin rekstrarlega hagkvæm. Einhver myndi nú kvarta ef fiskiskip með ríflegan kvóta ætlaðist til að ríkissjóður kostaði flutning aflans frá miðum og til lands.

Hvað er nú næst á dagskránni. Miðað við ómálefnalegan málflutning Birnu Lárusdóttur gæti ég nefnt virkjun Bjarnafjarðarár í samnefndum firði. Vatnsmikið fljót allan ársins hring. Sama er með Reykjafjarðarósinn, Þaralátursósinn og fleiri vatnsföll þar fyrir norðan. Ætlar Vesturverk að láta bara staðar numið með Hvalárvirkjun í þeim göfuga tilgangi að  tryggja allsnægtir, orkuöryggi eð atvinnusköpun á Vestfjörðum? Getur fyrirtækið ekki grætt á fleiri stöðum?

Skipulagsstofnun harðorð

Birnu Lárusdóttur, málaliða Vesturverks til upplýsingar, eru fleiri á móti Hvalárvirkjun en Tómas Guðbjartsson, læknir. Sá ágæti maður hefur verið afar duglegur að vekja athygli á fyrirhuguðum hryðjuverkum Vesturverska á landinu við Hvalá og Eyvindará. Hins vegar skrifaði hann ekki eftirfarandi fyrir Skipulagsstofnun:

Skipulagsstofnun telur að helstu umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar felist í umfangsmikilli skerðingu óbyggðs víðernis og breyttri ásýnd fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis og landslagi þess, þar sem náttúrulegt umhverfi verður manngert á stóru svæði.

Inngrip í vatnafar svæðisins verður mikið og mun rennsli í Hvalá, Rjúkanda og Eyvindarfjarðará minnka verulega og hafa áhrif á ásýnd vatnsfallanna, meðal annars fossins Drynjanda í Hvalárgljúfrum, fossaraðar í Eyvindarfjarðará, Hvalárfoss og Rjúkandafoss.

Samlegð með áhrifum fyrirhugaðrar háspennulínu yfir Ófeigsfjarðarheiði og mögulegrar Austurgilsvirkjunar á Langadalsströnd eykur enn á áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni.

Og ekki heldur skrifaði Tómas læknir þetta heldur Skipulagsstofnun:

Áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir og gróður verða talsvert neikvæð þar sem umfangsmikið svæði verður fyrir raski.

Hvor er trúverðugri, hugsjónamaðurinn eða málaliðinn

Munurinn á Tómasi Guðbjartssyni, lækni, og Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa Vesturverks, einfaldur. Sá fyrrnefndi er hugsjónamaður fullur eldmóðs um náttúruvernd. Sú síðarnefnda er ráðin til að tvinna saman sennilegar lýsingar á herferð Vesturverks gegn landinu.

Hvorum trúir þú ágæti lesandi, hugsjónamanninum eða málaliðanum?

 


Bloggfærslur 9. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband