Reynt ađ breyta merkingu orđa og hrikaleg nástađa

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum.

 

1.

„Diego Si­meo­ne, knatt­spyrn­u­stjóri Atlético Madrid, verđur í stúk­unni ţegar lćri­svein­ar hans mćta Marseille í úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.“ 

Úr frétt á mbl.is.      

Athugasemd: Ţeir gefast ekki upp á Mogganum. Ţeir reyna ađ breyta merkingu orđa. Fótboltamenn í spćnsku liđi sem fá fúlgur fjár fyrir ađ sparka bolta eru kallađir lćrisveinar ţjálfarans, stjórans.

Ţetta er svo vitlaust sem mest má vera og ber annađ hvort vott um vanţekkingu blađamanns eđa hann er synir viljandi lesendum ókurteisi, nema hvort tveggja sé.

Lćrisveinn eru sá nefndur sem er nemandi, er í lćri. Varla eru blađamenn lćrisveinar ritstjóra Moggans, né heldur eru ţingmenn lćrisveinar forseta Alţingis, hvađ ţá ađ sá sem er afgreiđir í verslun sé lćrisveinn verslunarstjórans. 

Útilokađ er ađ gera athugasemdir viđ málfar hjá íţróttablađamönnum Moggans. Ég reyndi ţađ ţó fyrir um ári og fékk ţessi skilabođ frá einu fréttabarninu:

Ég get ekki lofađ ţér ađ notkun ţessa orđs [lćrisveinn] verđur hćtt á íţróttadeildinni, ţar sem ţetta er mjög algengt orđatiltćki, hjá okkur rétt eins og öđrum miđlum. Ţó ađ  bein ţýđing á orđinu lćrisveinn sé nemandi eđa lćrlingur, ţá fá orđ oft nýja ţýđingu í hinum ýmsu greinum. Segja má ađ noktun orđsins lćrisveinn á ţennan máta sé svokallađ íţróttamál.

Sem sagt, blađamenn taka sér bessaleyfi og búa til „íţróttamál“. Sá sem ritađi svariđ getur í ţokkabót ekki svarađ fyrirspurn villulaust. 

Tillaga: Diego Si­meo­ne, knatt­spyrn­u­stjóri Atlético Madrid, verđur í stúk­unni ţegar leikmenn hans mćta Marseille í úr­slita­leik Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

2.

„Manchester United tapađi 1:0-gegn nýliđum Bright­on í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gćr og náđi ţar međ býsna óćski­legu af­reki.“ 

Úr frétt á mbl.is.      

Athugasemd: Hvađ er eiginlega „óćskilegt afrek“? Afrek getur seint veriđ óćskilegt, ţađ liggur í augum uppi. Fótboltaliđ sem tapar vinnur ekki afrek, ţađ … tapar, einfaldara er ţađ ekki. ekkert afrek felst í tapi.

Íţróttablađamenn Moggans reyna hvađ ţeir geta ađ skreyta skrif sín en ţeim ferst ţađ mörgum afar óhönduglega. Sá er í vanda sem ekki ber skynbragđ á stíl, hefur ekki nćgan orđaforđa til ađ tjá sig svo vel sé og kann ekki skil á algengnum orđasamböndum. Skrifi slíkur fréttir verđa meiri líkur en ella á skemmdum fréttum.

Verst er ţó ađ enginn les yfir fréttirnar og ţví fer sem fer. Ţví miđur er ţetta ekki bundiđ viđ Morgunblađiđ, ađrir fjölmiđlar eru jafn slćmir, sumir enn margfalt verri.

Tillaga: Manchester United tapađi 0:1 gegn nýliđum Bright­on í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í gćr og setti um leiđ óćskilegt met í sögu félagsins.

3.

„Auk Hall­gríms sam­an­stóđ hóp­ur­inn af Birgi Valdi­mars­syni, Guđjóni …“ 

Úr frétt á mbl.is.      ćla

Athugasemd: Hér er illa skrifađ. Blađamađurinn hefđi einfaldlega getađ slepp ţessu sagnorđaómynd samanstendur og notađ einfaldlega sögnina ađ vera. Einfaldara og snyrtilegra. 

Annars líđur fróđleg grein fyrir ótrúlegar nástöđur: Fjalliđ … fjalliđ … fjall. Kastađi upp … kastađi upp … ćldi … ćldi … ćldi. Topp … toppinn, toppnum … toppnum … toppnum … toppinn.

Vanir blađamenn láta ekki grípa sig á stagli.

Leiđangursmenn gengu upp á fjallaskíđum en ekkert er hins vegar sagt frá ađstćđum, skíđaleiđum eđa skíđafćri, hvorki upp né heldur niđur. Sem sagt, gölluđ grein og ekki eins fróđleg og fyrr var sagt.

Tillaga: Auk Hall­gríms voru í hópnum Birgir Valdi­mars­son, Guđjón …

4.

„Pétur Pétursson, slökkviliđsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir ađ eldurinn hafi komiđ upp á afmörkuđu svćđi og starfsmenn fangelsins hafi ţegar slökkt eldinn. Hlutverk slökkviliđsmanna sé ađ reykrćsta og tryggja ađ eldurinn kvikni ekki aftur.“ 

Úr frétt á visir.is.      Eldur

Athugasemd: Svo virđist sem blađamađurinn sem skrifađi ofangreint hafi annađ hvort ekki lesiđ textann sinn yfir eđa beri ekkert skynbragđ á stagliđ. Hvort tveggja er vont.

Eldurinn … eldinn … eldurinn. Oft er ţađ kallađ nástađa ţegar sömu orđ eđa svipuđ standa of ţétt saman. Segja má ađ nálykt sé af slíku stílleysi. Í frétt um eld í húsi ţarf ekki ađ tönglast á ţví ađ eldurinn hafi veriđ eldur. Hćgt er ađ nota einfalt mál, ţađ skilst jafnan best.

Eldurinn kom upp á afmörkuđu svćđi.“ Annars stađar kemur fram ađ hann hafi komiđ upp í herbergi sem vissulega kann ađ vera afmarkađ svćđi. Af hverju var ţarf ađ kalla herbergi afmarkađ svćđi, ţađ er ekkert skýrara.

Gott er til ţess ađ vita ađ slökkviliđ gćti ţess ađ eftir ađ eldur hafi veriđ slökktur ađ hann kvikni ekki aftur. Ef til vill er ţetta kaldhćđni. Svo er nauđsynlegt ađ blađamađur viti hvernig nafnorđiđ fangelsi fallbeygist.

Tillaga: Pétur Pétursson, slökkviliđsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir ađ eldurinn hafi komiđ upp í einu herbergi og starfsmenn fangelsisins hafi ţegar slökkt hann. Hlutverk slökkviliđsmanna sé ađ reykrćsta og tryggja ađ ekki kvikni í af sjálfu sér.

5.

„Bónd­inn Col­in Tremain seg­ir starfs­menn sína hafa tekiđ eft­ir hol­unni snemma morg­uns í síđustu viku. Hann seg­ir hol­ur víđa ađ finna á land­ar­eign sinni en ţessi sé sú stćrsta. Hann seg­ist ćtla ađ girđa um­hverf­is hol­una. Of mikiđ mál sé ađ fylla hana af sandi.“ 

Úr frétt á mbl.is. Hola     

Athugasemd: Svo virđist sem blađamađurinn Moggans sem skrifađi ofangreint hafi annađ hvort ekki lesiđ textann sinn yfir eđa beri ekkert skynbragđ á stagliđ sitt. Hann fellur í sömu gryfju og blađamađur Vísis í kafla 4 hér ađ ofan.

Í fréttinni er ekki ađeins tönglast á sama orđinu heldur er skiptir blađamađurinn um skođun nokkrum sinnum. Fyrst er fyrirbrigđiđ hola, svo breytist hún í gil, nćst verđur hún ađ gjá og í lokin breytist hún aftur í holu. Hmmm, ţađ er nú ekki góđ blađamennska ađ gleyma ađ kalla holuna gat eđa gryfju.

Nástađan er engu ađ síđur algjör og af henni leggur náfnyk. Í gamla daga var manni kennt ađ skárra vćri ađ halda sig viđ eina vitleysuna, ekki gera lítiđ úr sér og gera margar.

Tillaga: Col­in Tremain, bóndi, seg­ir starfs­menn sína hafa tekiđ eft­ir hol­unni snemma morguns í síđustu viku. Hann seg­ir margar víđa á land­ar­eign sinni en ţessi sé sú stćrsta. Hann seg­ir hagkvćmara ađ girđa hana af en fylla af sandi.

 

Stćkka má myndirnar međ ţví ađ smella á ţćr.

 


Bloggfćrslur 7. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband