Ofbeldi meirihluta borgarstjórnar

Við ætlum að taka 25.000 manns úr bílum og setja í strætó,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og væntanlega forystumaður flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.

Hún nefndi ekki hvernig ætti að gera það. Hins vegar er alveg ljóst hvaða aðferðir vera notaðar en ætla má að fjölskyldufólki á einkabílum verði gert miklu erfiðara fyri en nú. Þetta er helst á dagskránni:

  1. Götur verða þrengdar rétt eins og gerðist með Grensásveg, Borgartún og Hofsvallagötu
  2. Strætó verður látinn hafa forgang umfram einkabílinn, þetta var gert í Borgartúni
  3. Tafið verður fyrir einkabílnum með því að lækka hámarkshraða eins og rætt hefur verið um að gera á Miklubraut og Hringbraut
  4. Lokað verður fyrir umferð einkabíla og honum kennt um mengun.
  5. Strætó fær forgang umfram aðra bíla og jafnvel umfram núgildandi umferðalög

Þetta heitir að berja fólk til hlýðni. Svo viss er meirihluti borgarstjórnar um ágæti almenningsfarartækja að hann er tilbúinn til að gera allt til að fá fólk inn í vagnanna. Frjáls vilji skiptir engu.

Aðeins um 4% borgarbúa taka strætó og þeim hefur ekki fjölgað neitt á undanförnum árum. Engu að síður skal sósíalískt boðvald borgarstjórnar stýra eftirspurn eftir strætó hvað svo sem almenningur vill. 

Líf Magneudóttir er trú sínum sósíalístíska uppruna og ætlar með berja fólk inn í strætó.

Fyrir nokkrum árum gerði ég tilraun í eitt ár og fór allra minna ferða á reiðhjóli. Það var skemmtileg upplifun. Hins vegar gengur ekki að setja alla á hjól. Þar að auki hefur meirihlutinn lítið gert í að auðvelda hjólafólki ferðir um borgina. Ekki heldur gert mikið í því að lagfæra strætó og gera hann að hvetjandi samgöngumáta. 

Stjórnmálamenn þurfa að vinna heimavinnuna áður en þeir setja fram yfirlýsingar. Ég ber enga ábyrgð á Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa VG. Hún hótar ofbeldi.


mbl.is „Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband