Sauđur í jólagjafakaupum seint á Ţorláksmessukveldi

DrukkinnGunnar vinur minn sagđist vera sauđur og um leiđ gall í Stínu: „Get ég fengiđ ţađ skriflegt og vottađ ...“ Hún hafđi heyrt samtal okkar, lá greinlega á hleri, árans tófan. Fer ekki nánar út í ţá sálma. Hins vegar á mađur aldrei ađ gefa höggstađ á sér, síst af öllu skriflega enda hafniđ Gunni beiđninni. Ef lesendur lofa ađ hafa ţađ ekki eftir mér ţá verđ ég ađ viđurkenna ađ tek undir međ honum Gunna. Ég er líka sauđur, stundum, alla veganna.

Jólin hafa alltaf veriđ mér erfiđur tími og ţađ sem verra er, enginn vorkennir mér. Enginn fjölmiđill tekur viđ mig viđtal, hvergi hef ég öxl til ađ gráta á.

Sko, ţetta međ jólin og eru sjálfsköpuđ vandrćđi sem ég kem mér árlega í. Samfélagiđ, verslunin og jólasveinarnir setja á mig, og kannski ađra, óbćrilega pressu. Ég á ađ ţrífa allt, laga til, henda ónýtu, fara út međ rusliđ, henda fornum dagblöđum og tímaritum, fata mig upp og ... kaupa jólagjafir. Ţetta síđast nefnda veldur mér meiriháttar vanda, hitt skiptir mig engu, ég sleppi ţví bara. En jólagjafirnar. Drottinn minn dýri. Međ ţeim verđur til alvarlegur vandi sem venjulega verđur ađ heilmiklu klúđri, hamförum af mínum völdum.

Ţegar ég heyri jólalögin spiluđ pirrast ég, lái mér hver sem vill ţví undarlega er ég gerđur ađ ég kemst ekki í jólaskap í september eđa október, mér er ţađ algjörlega fyrirmunađ. Ţá myndast einhvers konar viđnám í hausnum á mér, líklega verđ ég bar ţverhaus og reynir hvađ ég get ađ spyrna gegn jólaundirbúningspressunni sem altekur veikgeđja fólk fjórum mánuđum fyrir jól.

Ţetta viđnám gerir ţađ ađ verkum ađ ég ţríf ekki í kringum mig, laga ekki til, hendi ekki ónýtu, fer ekki út međ rusliđ, hendi ekki fornum dagblöđum og tímaritum, fata mig ekki upp ... bara af ţví ađ ég er kominn á mótţróaskeiđ, sem raunar er frá byrjun janúar til loka desember ár hvert. Ţess vegna druslast ég ekki til ađ kaupa jólagjafir nógu tímanlega. Ástćđan er sú ađ ég á líklega svo erfitt međ ađ skilja á milli ţessara áđurnefndu húsverkefna og ráfa um verslanir og hamstra jólagjafir.

Núna er Ţorláksmessa ađ niđurlotum komin og viđ svo búiđ má ekki standa. Ţrátt fyrir viđvarandi skort á jólastemningu verđ ég ađ fara út í ösina, trođast og stympast, ýta og tuđa ... kaupa jólagjafir. Auđvitađ er ţađ hrikaleg stađreynd ađ ég á eftir ađ kaupa fyrir dóttur mína í Noregi og fjölskyldu hennar. Skilst ađ DHL sé ekki opiđ á sunnudögum ţó hann sé heitinn eftir heilögum Ţorláki. Ef til vill get ég faxađ gjafirnar til hennar eđa sent í tölvupósti. Vona ađ hún Heiđrún mín lesi ţetta ekki.

Jćja, ég ég verđ líklega ađ setja undir mig höfđiđ, ryđjast út og kaupa eitthvađ dinglumdall. Ég leit í kringum mig í morgun er ég hrópađi jólakveđjur af svölunum. Var svona ađ vonast eftir ţví ađ jólasveinninn vćri til og myndi taka af mér ómakiđ, en nei. Hvađ eru ţessir jólasveinar ţegar mađur ţarf á ţeim ađ halda?

Eitt er ađ fara út í ösina og kaupa jólagjafir annar og miklu alvarlegri hlutur er ađ pakka ţessu drasli inn. Ţá fyrst byrja hamfarirnar og hversu hrćđilegar eru ţćr ekki. Jólapappír sem fingur slćmast í gegn, límbönd sem rifna ekki, kuđlast, slitna á versta stađ og límast svo međ hrukkum á pappír. Og svo ţegar límbandiđ slitnar og lokast á rúllunni er útilokađ er fyrir venjulegan karlmann ađ kroppa endann upp aftur. Ţá verđur mađur ađ fara út aftur og kaupa fleiri límbandsrúllur. Hvađ á mađur ađ gera? Hjááááálp!

Merkimiđar međ englum eđa jólasveinu. Varla hćgt ađ skrifa á ţá nema skipta tvisvar eđa ţrisvar á milli lína og stafsetningarvillur verđa eiginlega sjálfkrafa til ţegar skrifađ er á ţá međ kúlupenna. Ekki nota blekpennan, ţá slettast klessur út um allt, á hvítu skyrtuna og andlitiđ. Best er ađ nota blýant en ţađ ţykir nú ekki nógu fínt. Og ađ ydda blýant, hver kann ţađ eiginlega nú til dags nema börn?

Ofangreint er bara alveg eins og í fyrra, já og í hitteđfyrra og áriđ ţar áđur og ...

Hversu oft hef ég ekki ákveđiđ ađ byrja nćstu jólagjafainnkaup í september. Ţá, nákvćmlega í fyrstu vikunna í september, ţegar ég er alveg ađ byrja ađ kaupa, hvađ haldiđ ţiđ ađ gerist? Jú, á ţeirri stundu er ég er ađ reima á mig skóna, á leiđinni út, byrja útvarpsstöđvarnar ađ leika jólalög og svo hljóma auglýsingar sem skrumskćla jólalög og sálma. Ég umhverfist, snýst, tapa mér og verđ ađ kjaftforum litlum strák sem hatar jólin ... og fer ekki í búđir fyrr en seint á messu Láka.

Jćja, ég er farinn út. Ákveđinn í ţví ađ koma viđ á nokkrum ölstofum í kaupleiđangrinum. Útilokađ er ađ komast ódrukkinn í gegnum ţetta.

Sjáumstustum síđar ...

 


Ţúsund jólakveđjur út í rafrćna tómiđ ...

kallariÍ morgun gekk ég út á svalir, eins og ég geri jafnan árla á Ţorláksmessu, dró nokkrum sinnum djúpt andann og hrópađi síđan af öllum kröftum:

Sendi ćttingjum og vinum bestu óskir um gleđileg jól og heillaríkt nýtt ár. Ţakka allt á árinu sem er ađ líđa.

Svo beiđ ég í dálitla stund ţangađ til svörin bárust:

Já, sömuleiđis, gleđileg jól, kallađi einhver.

Haltu kjafti, helv... ţitt. Fók er ađ reyna ađ sofa hérna, öskrađi rámur kall.

Ha ..., kaseiru? hrópađi skrćk kona.

Hundur gelti, annar tók umsvifalaust undir og köttur mjálmađi. Nagladekk skröltu á íslausu malbiki.

Ég gekk inn í stofu, nennti ekki ađ hlusta á hundgá, jafnvel ţótt fyrr eđa síđar myndi hundur sonar míns, hann Fróđi (sko hundurinn heitir Fróđi ekki sonurinn) hugsanlega gelta, mér eđa einhverjum öđrum til ánćgju.

Engu ađ síđur velti ég ţví samt fyrir mér hvort ekki vćri skynsamlegra ađ senda jólakort eđa tölvupóst. Ţetta hef ég hins vegar gert á Ţorláksmessu frá ţví ég var barn og međ ţví sparađ mér ótrúlegar fjárhćđir í kaupum á jólakortum og frímerkjum.

Nú kann ábyggilega einhver ađ misskilja mig og halda ađ ég sé ađ gagnrýna ţann hálfra aldar gamla siđ ađ senda jólakveđjur á gufunni Ríkisútvarpsins.

Nei, nei, nei ... Ţví er nú víđsfjarri, en úr ţví ađ veriđ er ađ brydda upp á ţessu, man ég aldrei eftir ađ hafa heyrt jólakveđju til mín eđa ţeirra sem ég ţekki. Sendendur eru alltaf einhverjir sem enginn ţekkir, til dćmis „Stína, Barđi, börnin“ og fleiri sem ég man ekki hvađ heita enda 3.200 kveđjur ţetta áriđ.

Nú má vel vera ađ enginn sendi mér jólakveđju í útvarpinu, sem í sjálfu sér er dálítiđ sorglegt. Hitt kann ţó ađ vera jafn líklegt ađ útilokađ sé ađ hlusta međ einbeittri athygli á yfir ţrjú ţúsund jólakveđjur lesnar í belg og biđu í tvo daga samfleytt og ná ađ grípa ţá réttu. Ýmsum kann ađ finnast ţađ álíka sorglega illa fariđ međ tímann miđađ viđ ţćr sekúndur sem tekur ađ lesa jólakort og kannski eina mínútu í andakt á eftir hverju. 

Svo mega lesendur líka hugsa til ţess hvort ađ ţessa jólakveđjur séu ekki bara feik, svona eins og rauđklćddi mađurinn međ hvíta skeggiđ.

Hitt er nú dagsatt ađ Ríkisútvarpiđ grćđir milljónir króna á tiltćkinu. Í anda samkeppni og ţjóđţrifa hyggst ég nú um áramótin bjóđa landsmönnum ađ hrópa nýárskveđjur af svölunum heima. Takist vel til mun ég líka hrópa jólakveđjur af svölunum á nćsta ári. Verđiđ er miklu betra en hjá Ríkisútvarpinu, heilum 17,5% lćgra. Komist ekki til skila fćr kaupandinn 33,9% endurgreiđslu. Samkeppnisađilinn getur sko ekki toppađ ţetta.

Fyrst veriđ er ađ misskilja viljandi tilganginn međ ţessum skrifum mínum vil ég nefna ţá stađreynd í fullkominni vináttu, kurteisi og virđingu fyrir hefđum fólks ađ ţađ er ábyggilega ódýrara og markvissara ađ hrópa kveđjur af svölunum en ađ borga Ríkisútvarpinu fyrir ađ lesa ţćr út í rafrćna tómiđ sem er umhverfislega stórhćttulegt og um síđir kann ţađ ađ yfirfyllast. Hvađ ţá?

Ţá hrekkur ţetta eflaust upp úr lesandanum:

En ţađ er svo gasalega jólalegt ađ hlusta á jólakveđjulesturinn á gufunni.

Já, ţví skal ég nú trúa. Ţađ er líka obbbbbođsleeeeega jólalegt ađ tala til ţjóđarinnar úti á svölum á Ţorláksmessumorgni. 

(Vilji svo til ađ einhver glöggur lesandi telji sig hafa lesiđ ofangreindan pistil á Ţorláksmessu á síđasta ári skal tekiđ fram ađ höfundur fer jafnan út á svalir ţennan dag.)

(Teikningin er bara ansi lík höfundi.)


Bloggfćrslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband