Ekkert mansal, ekkert lögbrot þrátt fyrir fullyrðingar RÚV

Á vef RÚV kemur fram að umræddur veitingastaður sé Sjanghæ sem er við Strandgötu á Akureyri. Eigandi veitingastaðarins er grunuð um vinnumansalið en starfsmennirnir, fimm kínverjar, fengu loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi, gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir.

Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn. Ég hlustaði á fréttirnar í útvarpi eða sjónvarpi og hneykslaðist á enn einu mansalsmálinu og þrælahaldi sem komist hafði upp í ferðaþjónustu hér á landi og hét því að skipta aldrei við þennan hræðilega veitingastað.

Ég er ekkert öðru vísi en aðrir meðalmenn hér á landi. Maður tekur allar fréttir trúanlegar og án þess að leita sér frekari upplýsinga hneykslast maður og lætur móðan mása um alla þessa skíthæla sem brjóta lög, reglur og kjarasamninga.

Svona er nú stutt í heimskuna hjá manni á tölvuöldinni þegar bullfréttir, falsfréttir og áróður tröllríða ginnkeyptum neytandanum. 

Skyndilega verður gjörbreyting:

Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.

Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.

Þetta las ég á visir.is og þar kveður við allt annan tón. Á veitingastaðnum Sjanghæ er ekkert mansal, ekkert þrælahald, allur rekstur samkvæmt lögum, reglum og kjarasamningum.

hvað í fj... er að gerast. Áður var fullyrt af virðulegum fréttamiðli að þarna væri svínað á starfsmönnum en núna er þetta allt saman tómt plat.

Auðvitað ber fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um málið það með sér að það fór fram út sjálfri sér, ætlaði aldeilis að vera fyrst með réttirnar, skjóta keppinautunum ref fyrir rass. Þetta er núna ljóst.

Fjölmiðlar eiga það til að fara farið offari, stundum viljandi, og þá er betra að einhver sé á vakt sem tekur að sér verkefni gagnrýnandans, þess sem á ensku er stundum nefndur „the devil's advocate“. Slíkt fyrirkomulag getur komið í veg fyrir vandræðalegar uppákomur.

Getur verið að fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi haft svo „áreiðanlegar“ heimildir fyrir frétt sinni að hún hafi talið pottþétt að fréttin stæðist? Sé svo þarf hún að endurskoða verklag sitt.

Á meðan þarf ég, og væntanlega aðrir neytendur, að breyta þeirri skoðun sem Ríkisútvarpið innrætti mér. Eyða fordæmingunni og fordómunum og hugsanlega að kaupa mér máltíð á Sjanghæ næst þegar ég á leið til höfuðstaðs Eyjafjarðar.


Bloggfærslur 8. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband