Borgarstjóri stjórnar ekki borginni, talar bara

Borgarstjóri fullyrđir ađ hann hafi ekki vitađ af mengunarslysinu í Fossvogi, las bara um ţađ í fjölmiđum ađ skolp hafi streymt í sjóinn í tíu daga án ţess ađ nokkur vissi nema einhverjir starfsmenn Veitna eđa heilbrigđiseftirlits Reykjavíkur.

Enginn dregur orđ borgarstjóra í efa, en ţau stćkka hreinlega ţann vanda sem borgarstjórinn á viđ ađ etja. Nú er ljóst ađ hann virđist ekki hafa neina stjórn á starfsemi borgarinnar. 

Eđli máls vegna eiga embćttismenn ađ tilkynna borgarstjóra um atvik eins og ţetta mengunarslys. Hafi ţeir ekki gert ţađ er ljóst ađ borgarstjóri kann ekki eđa getur ekki stýrt borginni. Í frćđunum er ţetta kallađur stjórnunarvandi.

Sá sem stýrir byggir á ţví ađ dreifa valdinu skynsamlega. Engu ađ síđur liggja allir ţrćđir til borgarstjóra en geri ţeir ţađ ekki er hann í vanda, hefur ekki ţví ekki yfirsýn yfir stöđu borgarmála.

Undanfarin ár hefur borgarskipulaginu margoft veriđ breytt og í öllum tilfellum var ćtlunin ađ einfalda ţađ eđa spara.

Í skýrslu starfshóps um ţjónustuveitingu sem kynnt var áriđ 2015 segir:

Á undanförnum áratug hefur fjöldi íslenskra fyrirtćkja og stofnana gjörbreytt um viđmót og menningu innan sinna veggja og fariđ úr ađ vera ţunglamalegar afgreiđslustofnanir yfir í fyrirmyndarţjónustufyrirtćki. Önnur hafa hafiđ ţessa vegferđ en ekki lokiđ henni eđa gefist upp á miđri leiđ – líkt og hugsanlega má segja ađ gerst hafi hjá Reykjavíkurborg.

Sem sagt, lítiđ gerst hjá Reykjavíkurborg. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, svarađi gagnrýni borgarbúa á lélega ţjónustu borgarinnar á ţennan hátt í viđtal viđ Ríkisútvarpiđ í febrúar 2015:

Alveg hárrétt, og ég held ađ Reykvíkingar sé ţess vegna bara kröfuharđari og svona gagnrýnni og ţannig viljum viđ hafa ţađ. Viđ viljum vera gott sveitarfélag, veita góđa ţjónustu, en viđ tökum líka ábendingum alvarlega og vinnum međ ţćr og erum ţannig alltaf ađ reyna ađ verđa betri og betri.

Svona er nú taliđ, aldrei fariđ beint í málin, heldur hringsólađ í kringum ţau međ sennilegum orđum. Degi mćlist oftast vel en ţegar upp er stađiđ veit enginn hvađ hann er ađ tala um.

Og ţegar skođanakannanir um ţjónustumál sýna slaka útkomu fyrirskipar borgarstjóri ađ hćtt verđi ađ taka ţátt í ţeim. Ţetta er svipađ og ef sjúklingur er mćldur og í ljós kemur ađ hann er međ hita ţá krefst lćknirinn ađ hitinn veriđ ekki mćldur aftur (sko, Dagur B. Eggertsson er lćknir ađ mennt).

Ekki er ađ furđa ţó lekandinn í dćlustöđinni haldi áfram ţegar aginn hjá embćttismönnum er lítill og virđingin fyrir embćtti borgarstjóra er í lágmarki. Máliđ er ađ borgarstjóra, hver sá sem sinnir ţví, ber ađ stjórna. Annars er hann óhćfur.

Muniđ hvernig fór í landsmálunum áriđ 2013. Samfylkingin var flengd fyrir starf sitt í ríkisstjórn, almenningur varđ einfaldlega ţreyttur á kjaftavađlinum sem einkenndi flokkinn svo ekki sé talađum verkleysiđ.

Ţá tók viđ önnur ríkisstjórn og í síđustu kosningum var Samfylkingin aftur flengd. Ekki vegna ţess ađ hún hefđi átt ađild ađ stjórninni heldur vegna ţess ađ hún var ekki einu sinni traustsins verđ í stjórnarandstöđu. Kjósendur völdu frekar hugsjónalausa Pírata eđa gamaldags sósíalista fram yfir tilgerđalega jafnađarmenn. Ţvílík niđurlćging.

Ég ţori ađ veđja ađ Samfylkingin verđi flengd í borgarstjórnarkosningunum eftir tćpt ár. Ţađ er gengur nefnilega ekki ađ tala sennilega, tala mikiđ og kjafta sig frá málunum. Vćri ţađ hćgt vćru Össur Skarphéđinsson, Árni Páll Árnason, Oddný Harđardóttir og Helgi Hjörvar enn á ţingi. Sömu örlög bíđa Dags B. Eggertssonar, Hjálmars Sveinssonar og annarra borgarfulltrúa Samfylkingarinnar sem enginn veit hvađ heita eđa hvađ ţeir yfirleitt eru ađ gera.

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 8. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband