Grýta bílinn og berja ökumanninn?

Ég ţekki göngufólk sem hefđi ekki hikađ viđ ađ kasta steini í ţennan bíl og er ţađ ţó ekki međ öllu syndlaust fyrir. Ég er hér ađ fjalla um jeppann sem einhver vitleysingur ók langleiđina upp ađ Esjuhömrum en festist í mýri.

Svo áhrifagjarn er mađur nú ađ líklega hefđi ég líka kastađ einhverju í ţennan bíl en ţegar litiđ er til ţess ađ hann er í votlendi og talsverđur spölur í nothćft grjót hefđi mađur láti nćgja ađ henda mold í hann.

Ţetta er nú frekar í gríni sagt, en öllu gamni fylgir ţó einhver alvara. Sá sem ţarna ók ţekki ekki vel til stađhátta. Ökumađurinn ćtlađi greinilega ađ fara yfir ađ göngustígnum og jafnvel ţar niđur sem auđvitađ hefđi veriđ glaprćđi bćđi fyrir göngustíginn, bílinn og ökumann og farţega.

Í sál flestra blundar sú ţörf ađ fara um landiđ, ganga, hreyfa sig og njóta ţess sem svo margir segja frá međ sigurhljómi í röddu, ađ sigrast á sjálfum sér og ganga um óhefđbundnar slóđir. Sumir láta verđa af ţessu, ađrir hafa ekki tćkifćri til ţess og svo er ţađ minnihlutinn sem endilega ţarf ađ grípa til bílsins eđa mótorhjólsins og skemma landiđ í ţeim tilgangi ađ líkjast hinum, fólkinu sem gengur.

Góđur vinur minn sagđi einhvern tímann í algjöru gríni, líklega til ađ skensa mig, ađ ef ekki vćri akfćrt á einhvern stađ ţćtti honum tilgangslaust ađ fara ţangađ. Svo hló hann enda  svo vel búinn ţekkingu og tćkni ađ honum hefđi ekki veriđ skotaskuld úr ţví ađ aka upp á Esju. Ţađ gerđi hann ţó aldrei enda var hann mikill sómamađur en lést ţví miđur langt fyrir aldur fram.

Međ einhverjum ráđum ţarf ađ kenna ungu fólki ađ umgangast landiđ. Mikill árangur hefur náđst á undanförnum áratugum. Nú telst ţađ til frétta ef einhver ekur utan vega. Hins vegar koma alltaf nýjar kynslóđir fram á sjónarsviđiđ og ţar af leiđandi má áróđurinn aldrei falla niđur, hann á ađ vera endalaus.

Ţegar mađur hugsar nánar um jeppann er ljóst ađ ţađ er ekki ástćđa til ađ grýta hann eđa berja ökumann og farţega fyrir ađ hafa gert ţennan óskunda ađ aka út í mýrina í miđri Esju. Miklu frekar er ástćđa til ađ Skógrćktin loki ţessum vegarslóđa, bílnum verđi komiđ niđur á láglendi og gott fólk fengiđ til ađ rćđa kurteislega viđ bílstjórann og kenna honum á grundvallaratriđi í útivist. Jafnvel bjóđa honum í helgarferđ međ Útivist eđa Ferđafélagi Íslands. Já, ţađ vćri leiđin til árangurs. Til viđbótar ćtti ađ bjóđa honum í afvötnun á Vogi.


mbl.is Ekiđ langleiđina upp á topp
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 31. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband