Illskiljanleg frétt

Embættismenn í Maryland-ríki í Bandaríkjunum og höfuðborginni Washington hafa hafið málsókn gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þess að hann hafi tekið við greiðslum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum viðskiptaveldi sitt.

Þannig hefst frétt um Trump á mbl.is í morgun. Stundum skil ég ekkert í fjölmiðlum, jafnvel Mogganum. Skil til dæmis ekkert í því hverjir þessir „embættismenn“ eru sem hafa ákveðið að fara í mál við Trump kallinn.

Velti því fyrir mér hvort til sé „félag opinberra starfsmanna í Maryland“ sem hafi ákveðið að fara í mál við forsetann. Dreg það við nánari umhugsun í efa að slíkt félag (sé það æa annað borð til) standi á bak við lögsóknina.

Þá bögglast það fyrir mér hvort „félag stjórnenda ríkisstofnanna í Maryland“ (ef það er nú til) hafi farið í mál við forsetann.

Svona er ég illa að mér í innviðum bandarísks samfélags og enn síður einstakra ríkja. Ég treysti einfaldlega íslenskum fjölmiðlum. Dreg hins vegar ekkert í efa að Mogginn hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að embættismenn í Washington ætli að stefna Trump.

Á vef CNN fréttastofunnar stendur hins vegar um sama mál:

The attorneys general of Maryland and the District of Columbia plan to file a lawsuit on Monday alleging that foreign payments to President Donald Trump's businesses violate the U.S. constitution, according to a source familiar with the situation.

Hér eru það saksóknarar í Maryland og District of Columbia, sem er opinbert heiti á höfuðborginni Washington (Washington D.C.) tilheyrir, sem ætla að stefna forsetanum. Og um leið verður fréttin miklu skiljanlegri.

Vissulega er saksóknari embættismaður, það er opinber starfsmaður. Það er Trump líka. Því er vont að einn embættismaður fari í krafti embættis síns í mál við annan fyrir embættisfærslu hans. Séu svo allir nefndir embættismenn flækist málið enn frekar og var það þó ekki einfalt í upphafi. Vissara er nú að fara ekki lengra út í þessa sálma.

Ansi þykir mér samt hart ef maður þarf að fara á milli erlendra fréttamiðla til að öðlast skilning á orðalagi í þeim íslensku.

 


mbl.is Embættismenn í mál við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband