Vinstra liðið í borgarstjórn svínar á akandi umferð

Vinstri meirihlutinn í Reykjavík stundar tilraunastarfsemi með umferð bíla í höfuðborginni. Lokun Miklubrautar að hluta er eitt dæmi um það. Næst kemur að lækka hámarkshraðann til að draga enn meira út umferð. Markmiðið er að umferðarhraði sé hinn sami og hjólandi fólks og helst minni. Þá leggi fólk bílnum og dragi fram hjólið.

Getur engum spekingum hjá Reykjavíkurborg dottið í hug nein önnur aðferð en að loka heilli akrein meðan verið er að búa til nýja fyrir strætó? Nóg er samt olnbogarýmið til framkvæmdanna.

Þetta er fyrst og fremst heimskuleg aðgerð. Akreinina fyrir strætó hefði verið hægt að vinna norðan frá. Um leið og sú akrein er tilbúin hefði mátt nota hana til að klára göngustíg og hjólabraut. Láta báðar akreinar ósnertar. Vinna með viti ekki striti.

Nei, auðvitað er þetta ekki hægt. Miklu skemmtilegra að stoppa helv... bílana og tefja fyrir fólki. Já gerum Reykjavík að borg fyrir strætó, hjólreiðar og göngu með því að svína á þeim sem kjósa bílinn.

Dettur einhverjum í hug að þetta verði til þess að fleiri leggi bílnum og taki fram hjólið?

Varla, þetta er hins vegar enn einn naglinn í líkistu borgarstjórnarmeirihlutans.


mbl.is Miklar tafir á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband