María Mey, Theresa May og heimsstyrjöld í maí

Dagsetningin er engin tilviljun ţví ţennan dag verđa 100 ár liđin síđan ađ María Mey opinberađist ţremur litlum börnum í Fatima í Portúgal. Samkvćmt kaţólskri trú hafa sex opinberanir átt sér stađ í Fatima, sú síđasta 13. október 1917 en ţá urđu 30.000 til 40.000 manns vitni ađ ţví sem fólkiđ segir vera óvenjulega hegđun sólarinnar en börnin ţrjú, sem María Mey opinberađist fyrir í maí, höfđu sagt fyrir um ţennan atburđ.

Ţetta er úr vefritinu pressan.is sem ţekkt er fyrir áreiđanlegan fréttaflutning og afar vel skrifađar fréttir. Ofangreint er úr „frétt“ um nćstu heimsstyrjöld sem hefjast mun á nćstu vikum. Hún er höfđ eftir manni sem „vissi“ ađ Trump yrđi kostinn forseti Bandaríkjanna. Ađrir voru ekki eins getspakir. Sumir héldu ađ annađ hvort Trump eđa Clinton yrđu fyrir valinu.

Blađamađurinn gleymir ţó ađ geta ţess ađ Theresa May, sem ábyggilega er náskyld Maríu Mey frá Portúgal, ćtlar ađ halda kosningar í Bretlandi, ţađ er um hálfum mánuđi eftir upphaf heimsstyrjaldarinnar. Vonandi ađ hiđ fyrrnefnda truflist ekki af hinu síđarnefnda.

Í alvöru ... Hvers vegna í ósköpun er veriđ ađ halda úti Pressunni og raunar Eyjunni? Hvorugt ritiđ skiptir máli í fréttaflutningi hér á landi. Uppistađan eru illa skrifađar ţýđingar úr erlendum fréttamiđlum. Tilgangurinn er ađ safna texta á milli auglýsinga, ţćr virđast vera meginmarkmiđiđ. Aldrei hafa fréttir í Pressunni veriđ annađ en endurbirting af öđrum sem ţegar hafa birst annars stađar, nema auđvitađ ţegar skrifarar ţar reyna ađ ţýđa úr erlendum ritum.

Nú virđast fjárfestar komnir inn í útgáfufélagiđ og vonandi fylgir ţá einhver stefnumörkun um fréttaskrif og lágmarkskröfur um kunnáttu í skrifum, íslenskuţekkingu og .. ekki síst skilning á blađamennsku og fréttamiđlun. Ef ekki er illa fariđ međ aurinn.


Bloggfćrslur 20. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband